Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.3. 2016
Talmeinafræðinám í óvissu
Blikur eru á lofti um kennslu ítalmeinafræði hérlendis.Reyndar er meistaranám í fag-
inu tryggt næstu tvö ár í Háskóla Ís-
lands, en framhaldið óljóst vegna fjár-
skorts. Fagfólk segir afleitt leggist
námið af enda eru allt of fáir tal-
meinafræðingar við störf á Íslandi
miðað við þörfina, um 75 manns. Bið
eftir því að komast að hjá talmeina-
fræðingi á stofu er eitt til eitt og hálft
ár.
Lengi vel urðu Íslendingar að fara
utan til að mennta sig í talmeinafræði
en frá 2010 hefur verið boðið upp á
nám við HÍ. Nemendur eru teknir inn
annað hvert ár, fimmtán í senn, en
umsóknir hafa verið á milli 30 og 40 í
hvert skipti.
Áður en kennsla hófst fékkst fjár-
veiting frá tveimur ráðuneytum, heil-
brigðis- og menntamála, alls 18 millj-
ónir króna. „Síðan höfum við fengið
greiðslu fyrir þreyttar einingar, sem
svo eru kallaðar; fáum sem sagt greitt
fyrir hvern þann sem lýkur nám-
skeiði,“ segir Sigríður Magnúsdóttir,
dósent í talmeinafræði við læknadeild
HÍ og frumkvöðull í þessum efnum, í
samtali við blaðamann.
Sigríður segir að því sé ekkert til
fyrirstöðu að vera með mun fleiri
nemendur í fyrirlestrum, flöskuháls-
inn sé hins vegar starfsnám og meist-
araverkefni nemenda. „Þetta er klín-
ískt nám svo allir fara í starfsnám og
starfandi talmeinafræðingar eru það
fáir að erfitt hefur verið að koma
nemum að. Við höfum reyndar út-
skrifað tvo hópa þannig að staðan er
aðeins að breytast.“
Vandamálið er líka að aðeins tveir
starfsmenn eru við námsbrautina, í
50% dósentsstöðu hvor, en auk þess
styrkir Heyrnar- og talmeinastöð
námsbrautina með því að leggja til
kennslu, og sinna þessir þrír kenn-
arar öllum meistaraverkefnum nem-
endanna fimmtán.
„Þetta hefur gengið með gríð-
arlegri sjálfboðavinnu okkar, virka
daga og um helgar, allt árið! Vinnan
er miklu meiri en gert er ráð fyrir en
öðruvísi gengur þetta ekki upp og
auðvitað viljum við ekki sjá námið
lognast út af fyrst það komst af stað,“
segir Sigríður.
Magnús Karl Magnússon, prófess-
or og deildarforseti læknadeildar HÍ,
segir engin áform um að leggja námið
af en engin launung sé á að það standi
ekki undir sér vegna þess í hve lágum
reikniflokki það sé; hve lágar
greiðslur HÍ fær frá hinu opinbera
með hverjum nemanda.
„Búið er að taka ákvörðun um að
auglýsa námið aftur og nemendur
verða teknir inn í haust, en lækna-
deildin hefur lýst því yfir að fjár-
mögnun verði að vera tryggð þegar
kemur að því að taka næsta hóp inn
að tveimur árum liðnum,“ segir
Magnús Karl.
Morgunblaðið veit að í ráðuneyti
menntamála er til umfjöllunar bréf
frá Háskólanum þar sem farið er
fram á hærri fjárhæð vegna um-
rædds náms en ekki liggur fyrir hve-
nær niðurstaða fæst.
Nám í talmeinafræði er þverfag-
legt en heyrir undir læknadeild.
„Þetta er áhugavert og mikilvægt
nám. Samvinna er á milli ólíkra
deilda, læknadeildar, sálfræðideildar,
menntavísindasviðs og íslensku- og
menningardeildar. Þegar námið hófst
var ljóst að skortur væri á talmeina-
fræðingum og því er okkur mjög um-
hugað um að kennsla haldi áfram,“
sagði Magnús Karl Magnússon við
Sunnudagsblað Morgunblaðsins.
Talmeinafræðingar vinna með fólki á
öllum aldri. „Við hjálpum fyrirburum,
börnum með skarð í vör og góm, svo
vinnum við með börnum á leikskólum
og grunnskólum, með unglingum, full-
orðnu fólki og öldruðum,“ segir Sigríður
Magnúsdóttir. „Námið er mjög metn-
aðarfullt og frábærir einstaklingar hafa
útskrifast hjá okkur en þrátt fyrir að
fjölgað hafi í stéttinni sér ekki högg á
vatni; enn eru mörg hundruð börn á bið-
listum,“ segir Sigríður. Hún hætti störf-
um á Landspítalann um síðustu áramót
og hættir formlega kennslu í haust fyrir
aldurs sakir en segist þrátt fyrir það
reikna með að kenna eitthvað áfram.
„Við leggjum mikla áherslu á loka-
verkefni og nemarnir okkar hafa m.a.
unnið að gerð íslenskra málþroska-
prófa og framburðarprófa til notkunar
við greiningu og meðferð barna,“ segir
Sigríður.
„Þetta er gríðarlega skemmtileg
vinna og mjög gefandi en það horfir
ekki vel, því miður. Kennslan stendur
ekki undir sér þrátt fyrir heim-
anmundinn. Nýliðun er lítil í stéttinni
og stefnir í mikil vandræði. Margir tal-
meinafræðingar eru á milli sextugs og
sjötugs og fara að hætta.“
Sigríður nefnir að dýrt sé að fara ut-
an til náms og bendir á, af töluverðum
þunga, að mjög mikilvægt sé að tal-
meinafræðingar læri í íslensku mál-
umhverfi.
Mikill skortur er á talmeinafræðingum á Íslandi og hundruð barna á biðlista. Meistaranám í talmeinafræði er tryggt næstu tvö ár
en framhaldið í mikilli óvissu vegna fjárskorts. Mikilvægt að lært sé í íslensku málumhverfi, segir helsti sérfræðingur landsins.
Talmeinafræðingar koma lík-
lega að margvíslegri verk-
efnum en marga grunar og á
Landspítalanum hefur verið
byggð upp mjög fjölbreytt
þjónusta, að sögn Sigríðar
Magnúsdóttur, eftir að farið
var að útskrifa talmeinafræð-
inga hér heima. „Þegar ég
hætti störfum, um síðustu ára-
mót, vorum við farin að þjón-
usta allar deildir spítalans; vor-
um með viðveru á
öldrunardeildinni á Landakoti,
á Barnaspítalanum þar sem við
vinnum bæði með fyrirbura og
krakka með skarð í vör og góm
og viðvera er á Barna- og ung-
lingageðdeildinni, en þar vant-
ar mjög tilfinnanlega talmeina-
fræðinga. Þá vinnum við á
tauga- og lungnadeildum, með
kyngingarvandamál, talörð-
ugleika og óskýrmæli; í raun
allt sem viðkemur munninum.
Við vinnum til dæmis með
MND-sjúklingum en hreyfigeta
þeirra skerðist í munni og koki
vegna þess að vöðvar slakna.“
Þá er starfandi á spítalanum
transteymi sem Sigríður var
hluti af. „Þegar fólk skiptir um
kyn verður mikil breyting á
röddinni.“
Fjölbreytt verkefni
Sigríður Magnúsdóttir segir
algengt að fólk sem fær heila-
blóðfall og málstol eigi erfitt
með að kyngja vegna þess að
vöðvar í munni og koki slapp-
ast. „Eftir að við fórum að
vinna á Landspítalanum og
fylgjast mjög vel með kyngi-
getu sjúklinga, erum við nán-
ast búin að útrýma lungna-
bólgu sem fólk með
kyngingarörðugleika fékk
vegna þess hve oft því svelgd-
ist á. Þetta sparar mikla pen-
inga fyrir utan hvað lífsgæði
sjúklinganna eru miklu
meiri,“ segir Sigríður Magn-
úsdóttir.
Hún segir þetta ágætt
dæmi um það hve talmeina-
fræðingar koma víða við sögu
í starfi sínu.
Sigríður Magnúsdóttir talmeina-
fræðingur og dósent við HÍ.
Mjög aukin
lífsgæði
’
Í Félagi talmeinafræðinga eru 105, þar af 75 að störfum
á Íslandi, hinir hættir störfum vegna aldurs, eru nemar
eða horfnir til annarra starfa. Talmeinafræðingur þyrftu
líklega að vera 150 til 200 til að hægt væri að sinna öllum
verkefnum sem að stéttinni snúa.
INNLENT
SKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is