Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Side 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Side 32
HEILSA Rannsókn vísindamanna við háskólann í Alabama hefur sýnt fram á, skv. breska blaðinu DailyMail, að eitt húðflúr geti veikt ónæmiskerfið, a.m.k. tímabundið. Aftur á móti þykjast þeir sjá,skv. fréttinni, að með því að fá sér nokkur flúr geti ónæmiskerfið styrkst! Þeir sem séu vel skreyttir geti því verið betur í stakk búnir en aðrir í baráttu við kvef og aðra slíka leiðindakvilla. Húðflúr vörn gegn kvillum? 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.3. 2016 fyrirbyggt heilabilun?María K. Jónsdóttir, taugasálfræðingur og dósent í sálfræði við HR, flytur erindið Heilahreysti og forvarnir og Ax- el F. Sigurðsson hjartalæknir kallar sinn fyrir- lestur Næring og heilahreysti. Á miðvikudagur verður aftur fyrirlestur sem öllum er opinn, kl. 12 til 13.30 í stofu M101. Yfirskriftin þá er Höfuðhús – Ný lausn fyrir fólk með ákominn heilaskaða? Fyrirlesturinn er á vegum Hugarfars, félags fólks með ákominn heilaskaða, þar sem Stefán Stefánsson, ritari og varaformaður Sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík stendur í næstu viku að kynningum og fyrirlestrum um heilann, í samstarfi við námsbraut í heilbrigð- isverkfræði og íþróttafræðisvið. Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi heilarannsókna og fræða almenning um heil- ann og heilahreysti. Tilefnið er alþjóðleg heilavika sem haldin er að tilstuðlan Dana Foundation í Banda- ríkjunum. Á morgun verða tveir fyrirlestrar opnir almenningi (og er aðgangur ókeypis) í stofu M325 kl. 12 til 13.15, undir yfirskriftinni Er heilahreysti í okkar höndum? Getum við Hugarfars, deilir reynslu sinni af að hljóta heilaskaða og þeim áskorunum sem hann stendur frammi fyrir að endurhæfingu lokinni. Dís Gylfadóttir, verkefnastjóri Hugarfars, kynnir hugmyndafræði Höfuðhúss - endurhæf- ingar- og fræðslumiðstöðvar fyrir fólk með heilaskaða sem stendur til að opna á árinu. Á fimmtudaginn munu svo nemendur í sál- fræði, heilbrigðisverkfræði og íþróttafræði kynna rannsóknir sínar og ýmsan annan fróð- leik um heilann, í Sólinni kl. 15 til 17. Sérstakt barnahorn verður með föndri og fræðslu um heilann. HEILAVIKA Í HÁSKÓLANUM Í REYKJAVÍK Vilja vekja fólk til umhugsunar um heilann Mannsheilinn er merkilegt og marg- rannsakað fyrirbæri. Það er ekki um það deilt að óhóflegurkvíði og streita er ekki holl fyrir heils-una. Til eru ýmis ráð til að draga úr þessum óæskilegu áhrifum á heilsuna. Dá- leiðslumeðferðarfræðingurinn Esther Helga Guðmundsdóttir býður upp á námskeið í sjálfsdáleiðslu til að ná tökum á streitu og kvíða. „Þetta er viðurkennd tækni sem hefur verið notuð í gegnum tíðina af mörgum helstu dá- leiðslumeisturum og -fræðingum og þetta er aðferð sem virkar. Á námskeiðinu eru kenndar einfaldar sjálfsdáleiðsluæfingar til að nýta í eigin þágu. Fólki er t.d. kennt að taka sjálft sig út úr aðstæðunum og fara inn í og finna ákveð- inn griðastað innra með sér til að næra sig og styrkja svo það geti tekist á við raunveruleik- ann,“ segir Esther Helga Guðmundsdóttir sem heldur námskeið í sjálfsdáleiðslu til að ná tökum á streitu og kvíða í fjölskyldumiðstöð- inni Lausninni en námskeiðið er 6 klst. langt. Esther er dáleiðslumeðferðarfræðingur, matarfíknisérfræðingur og er einnig með meistaragráðu í stjórnun í heilbrigðisþjónustu. Hún hefur áratuga langa reynslu af því að hjálpa fólki að ná tökum á matarfíkn og át- röskun. Fyrir rúmum fjórum árum lærði hún dáleiðslu sem hún hefur notað í starfi sínu til að hjálpa fólki að ná slökun, skoða og vinna úr undirliggjandi vanda. Óttast að verða svæfðir Esther segir aðferðina virka hratt og fólk kemst fljótt og vel inn í ástand sem það getur slakað á í. „Ég hef fundið fyrir því að margir eru hræddir við að fara inn í svona námskeið af ótta við að verða svæfðir,“ segir hún og hlær og heldur áfram: „Vissulega getum við svæft okkur sjálf með þessari tækni og stundum er það það sem við þurfum, að geta svæft okkur. Fólk vaknar oft upp um miðja nætur með streitukvíða og þá er gott að geta notað þessa tækni til að ná sér aftur inn í svefninn.“ Esther tekur þó fram að streita og kvíði eru eðlilegar tilfinningar sem við höfum og þurfum á að halda í lífinu. „Við ætlum ekki að losna al- veg við þessar tilfinningar á námskeiðinu. Við þurfum að skoða hvað veldur þeim hjá okkur. Hugsanlega gætum við þurft að gera breyt- ingar á lífsstílnum okkar þannig að við þurfum að taka á því sem veldur okkur kvíða,“ segir Esther. Á námskeiðinu verður rýnt ofan í þessa þætti og fólk frætt frekar um streitu og kvíða. „Ef ég ætla að fá einhverja nýja útkomu í mínu lífi þá þarf ég að gera nýja hluti. Ég get ekki haldið áfram að gera allt eins en samt ætl- ast til að það komi ný útgáfa af lífi mínu,“ segir Esther og bendir á mikilvægi þess að rjúfa vítahringinn ef fólk vill breytingar á annað borð. Endurraða í undirmeðvitundinni Esther segir mun vera á dáleiðslu og hug- leiðslu þó sá munur sé í raun ekki ýkja mikill. „Helsti munurinn á slökun og hugleiðslu eða núvitundarvinnu og dáleiðslu er að í dáleiðslu lærir maður ákveðna tækni og þá er hægt að fara meðvitað dýpra,“ segir Esther, spurð hver munurinn sé á hugleiðslu og dáleiðslu. Hún segir að dáleiðslutæknin hjálpi ein- staklingnum til að endurraða í „undirmeðvit- undartölvunni“. Hins vegar bendir Esther á að allar þessar aðferðir: slökun, hugleiðsla, núvit- undarvinna, gjörhyglivinna, dáleiðsla, sjálfsdá- leiðsla og fleiri leiðir geta hjálpað fólki að glíma við aðstæður sínar og gefa meiri lífs- gæði. Stór munur er hins vegar á stuttu sjálfsdá- leiðslunámskeiði og frekari dáleiðsluvinnu með meðferðarfræðingi. Á sjálfsdáleiðslunámskeiði er fólki hjálpað að læra sjálft ákveðna tækni til að ná tökum á streitu og kvíða. „Þegar unnið er með dáleiðslu hjá dáleiðslumeðferðarfræð- ingum, eins og ég hef unnið með hana, þá fáum við einstaklinginn til að skoða hverjar ræt- urnar gætu verið að vandanum. Við förum ofan í dáleiðsluna og leyfum undirmeðvitundinni að fara inn í minningabankann því við getum náð í minningu úr fortíðinni og unnið úr henni. Segj- um sem svo að einstaklingur hafi lent í áfalli, t.d. slasað sig sem barn og líði illa. Hann er huggaður með mjólk og kexi og þá allt í einu verður til skipun innra með einstaklingnum sem segir að þegar mér líður svona þá er lausnin þessi: að fara inn í eldhús og fá mér mjólk og kex. Í dáleiðsluvinnunni er hægt að fara inn í minninguna og leiðrétta hana. Þegar einstaklingnum líður svona þá þarf hann að læra að fást við tilfinninguna á annan hátt en að fá sér kex. Þetta er eitt af mörgu sem mað- ur getur unnið með í undirmeðvitundarvinnu í dáleiðslu undir handleiðslu meðferðarfræð- ings,“ segir Esther. Hún bendir á að innra með okkur eru ótrú- lega margar skipanir sem maður fylgir en hef- ur ekki hugmynd um og hefur engin not fyrir lengur. „Það verður ótrúlegt frelsi fyrir ein- staklinginn þegar hann nær að leiðrétta innri tölvuna sína.“ Fólk finnur innri styrk Hún segir brýnt að fólk læri að sinna sjálfu sér andlega líka, rétt eins og líkamlega. Sjálfsdá- leiðsla sé ein aðferð af mörgum sem hægt er að nota í þeim tilgangi. „Við hljótum alltaf að vera að reyna að ná sambandi við okkur sjálf, finna innri styrk og líða vel í eigin skinni. Þegar við dettum út úr þeirri vellíðan þá leitum við leiða til að finna það aftur. Það sem við gerum oft er að við ávinnum okkur hegðanir og jafnvel neyslu, t.d. á mat og áfengi í því skyni því það lokar fyrir það hvernig okkur raunverulega líður. Þá verður ákveðinn vítahringur í okkar lífi sem versnar stöðugt þar til við tökum á vandanum. Það sama á við ef fólk glímir við fjárhagsvanda og tekur ekki á vandanum sínum á þann hátt sem það þarf að gera. Alls kyns sam- skiptavandamál hafa áhrif á streitu og kvíða. Það eru svo margar ástæður fyrir því að við lendum í vítahring streitu og kvíða. Fyrsta skrefið hlýtur alltaf að vera að taka sjálfan sig út úr skaðlegum aðstæðum, átta sig á hvað veldur og byrja að horfast í augu við það og vinna með það. Það er gríðarlega áriðandi.“ Svæfa sig sjálf í sjálfsdáleiðslu Esther Helga Guðmunds- dóttir kennir einfaldar sjálfsdáleiðsluæfingar. Morgunblaðið/Styrmir Kári Það er ekki um það deilt að óhóflegur kvíði og streita er ekki holl fyrir heilsuna. Til eru ýmis ráð til að draga úr þess- um óæskilegu áhrifum og dá- leiðslumeðferðarfræðingurinn Esther Helga Guðmundsdóttir býður upp á námskeið í sjálfsdáleiðslu til að ná tökum á streitu og kvíða. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.