Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Qupperneq 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Qupperneq 37
fínasta þorpið og jafnframt það dýrasta. Jón og Gunna sjást ekki mikið á ferli í þorpinu enda verðlagið ekki á allra færi. Beckham-hjónin, Geri Halliwell, Roman Abramovich, George Clooney og Christina Aguilera venja hins vegar komur sínar þangað þegar þau vilja komast á skíði. Nóttin í tveggja manna her- bergi á Hotel le Palace des Neiges sem er í Courchevel 1850, hæsta og dýrasta þorp- inu, kostar á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund krónur. Þegar konungborið fólkbregður sér í skíðaferðer það að sjálfsögðu fréttaefni. Á dögunum fóru Vilhjálmur Breta- prins og Katrín her- togaynja ásamt börnum sínum Georg og Karl- ottu á skíði í frönsku ölpunum. Skíðastað- urinn sem þau heim- sóttu, Courchevel, er ekk- ert venjulegt skíðasvæði. Raunar er um að ræða fjögur ná- tengd þorp sem öll bera sama nafn en ólíka endingu. Þorpið sem hertoga- hjónin gistu í gengur undir nafninu Courchevel 1850, en nafnið vísar einfaldlega í þá staðreynd að það er í 1.850 metra hæð. Öll fjögur þorpin hafa raunar verið endurnefnd, því númeraða endingin þótti ekki nógu fín. En í dag- legu dali munu þorpin þó ganga undir nöfnunum Courchevel 1850, 1650, 1550 og 1300. Efsta þorpið, sem hertogahjónin gistu í, er Vilhjálmur og Katrín ásamt Georgi og Karlottu í Co- urchevel. Þau heimsóttu skíðaþorpið líka áður en börnin komu til sögunnar. George og Amal Clooney. Konungleg skíðaferð Vilhjálmur og Katrín, hertogahjón af Cambrigde, nutu sín í skíðafríi með börnin tvö á dögunum. Breskir miðlar segja þau hafa gist í glæsivillu sem metin er á yfir 12 milljarða íslenskra króna. Skíða- staðurinn Courchevel er enda ekki beint fyrir meðalmanninn. David Beckham og fjölskylda fara stundum á skíði. Roman Abramovich er ekki í miklum vandræðum með að reiða fram seðla til að greiða fyrir dvöl sína á skíðastað fína fólksins. Geri Halliwell. Karlotta virðist njóta þess að vera útivið í snjónum. Tónlistarkonan Christina Aguilera fer á sama stað og hertogahjónin til að komast á skíði. 13.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Sjá útsölustaði Crabtree & Evelyn á www.heggis.is Blaðamaður breska dagblaðsins Guardian á vart orð til að lýsa hrifningu sinni á því framtaki Ice- landair að starfsmenn fyrirtæk- isins séu til taks og sýni ferða- mönnum landið í tvo daga sé þess óskað. Hún á reyndar heldur varla orð yfir fegurð landsins. Carole Cadwalladr kom til landsins á dög- unum í boði flugfélags- ins til að kynna sér þennan óvenjulega möguleika. Valdi sér „ævintýrafélaga“ og sá reyndist Björn Ingi Haf- liðason flugmaður, sem sótti þær Carole og vin- konu hennar á hótel að morgni, klæddur skíða- buxum og lopapeysu, klár í slag- inn. Farið var í heita laug, hlustað á Björk og Sigur Rós í bílnum, borð- aður guðdómlegur matur og gengið á skíðum úti í náttúrunni, sem var „spennandi, eins og reyndar allt á Ís- landi virðist vera“. Og eins og ekki væri komið nóg, skrifar Ca- role, buðu máttar- völdin upp á undur- fagra norðurljósa- sýningu. „Við tókum ástfóstri við Ísland á að- eins einum degi,“ segir Carole í Guardian. Hún nefnir að ólíku sé sam- an að jafna að fá slíka leiðsögn eða sitja einn á kaffihúsi og glugga í bók frá Lonely Planet! BRESK BLAÐAKONA DÁIST AÐ ÍSLANDI Erlendir gestir eru oft nánast orðlausir vegna fegurðar norðurljósa yfir Íslandi. Morgunblaðið/hag Frábært framtak

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.