Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Side 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Side 41
13.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir tæknisýninguna CeBIT sem fram fer í Hannover í Þýska- landi dagana 14.-16. mars næst- komandi. Fyrirtæki víðs vegar að í heiminum sýna þar nýjar vörur og nýjungar í þjónustu í tækniheim- inum. Að þessu sinni er það Sviss sem verður sérstaklega í sviðsljós- inu á sýningunni. Þetta er stærsta tæknisýning í heimi og er hún haldin árlega. Verður gaman að fylgjast með hvaða nýjungar í upplýsingatækni koma fram nú. CEBIT Í HANNOVER Verið að stilla upp einum af básunum á sýningunni. Væntanlegar nýjungar Ef þú ert einn af þeim sem loka öllum öppum sérstaklega til þess að kreista smávegis auka- orku út úr rafhlöðunni í iPhone- símanum þínum ættirðu bara að hætta því núna. Yfirmaður hjá Apple, Craig Federighi, blæs á þá mýtu að það að „drepa“ öpp sem ekki er verið að nota hjálpi til við að auka rafhlöðu- endinguna. Hann segist sjálfur ekki gera þetta og ítrekar að það sé ekki nauðsynlegt. Þetta kemur fram í svari Federighi, sem er yfir iOS og OS X, við tölvupósti sem barst Tim Cook, forstjóra Apple. Federighi fékk tölvu- póstinn áframsendan og tók sér dag í að svara og var svarið afdráttarlaust. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem reynt er að varpa ljósi á þetta en á stuðningssíðu Apple kemur fram að engin þörf sé á að loka appi nema það sé fros- ið. Öppin sem birtast þegar tví- smellt er á heimahnappinn eru ekki í raun og veru í gangi í bakgrunninum. Það sem fólk þarf þó að var- ast ef það vill spara batterí er að öpp séu ekki að nota stað- setningu að óþörfu því stað- setningarþjónusta er frek á raf- hlöðuna. LÍFSEIG MÝTA VARÐANDI IPHONE Óþarfi að drepa til að spara rafhlöðuna Það getur hinsvegar sparað rafhlöðu að nota ekki staðsetningarþjónustu að óþörfu en ekki er nauðsynlegt að loka öppum sem ekki er verið að nota. AFP Apple stendur fyrir stórum við- burði hinn 21. mars en boðskortin til útvalinna bárust loks fyrir helgi. Fólk þykist vita að þar verði kynntar til sögunnar að minnsta kosti tvær áhugaverðar nýjungar. Nýr iPhone SE, sem verður minni en iPhone 6 og minnir meira á iPhone 5s, og ný útgáfa af iPad Pro, sem verður líka minni en fyrsta gerðin. Ekki er vitað hvort ný Apple-úr verði kynnt en margir bíða spenntir eftir nýjungum á því sviði. APPLE-KYNNING Í MARS Ekki er staðfest hvort ný Apple-úr verði kynnt til sögunnar. Nýr iPhone og iPad Pro LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Verslunin lokar á Laugavegi 30-50% afsláttur Úr – demantar gull – silfur giftingahringir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.