Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 47
13.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Hinn árlegi HönnunarMars, árleg uppskeruhátíð hönnuða af öllu tagi, stendur fram á sunnudag. Af því til- efni hafa allskyns sýningar verið opnaðar og alls um eitt hundrað viðburðir – margt er að sjá. Á sunnudag kl. 16 heldur Stein- unn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari tónleika í Álfagerði í Vogum sunnudaginn 13. mars kl. 16.00 Aðgangur er ókeypis en tón- leikarnir eru liður í Safnahelgi á Suð- urnesj- um. Þýskir kvikmyndadagar standa nú yfir í Bíó Paradís í 6. sinn. Sex kvikmyndir eru sýndar og óhætt að fullyrða að allar séu þær áhuga- verðar, eftir suma reyndustu leik- stjóra Þjóðverja í dag auk nýliða. Björg Erlingsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Listasafns Íslands, mun á sunnudag kl. 14 leiða gesti um hina áhugaverðu sýningu „Upphaf kynningar á íslenskri myndlist í Kaupmannahöfn“. Skrímslasmiðja verður fyrir alla fjölskylduna í Gerðarsafni í dag, laugardag, klukkan 13 til 15. Smiðj- an byrjar á rannsóknarleiðangri um safneignarsýninguna „Blint stefnu- mót“ í leit að furðuverum. September 2013 kalla myndlist-armennirnir Bjarni Sigur-björnsson og Jón Óskar sýn- inguna sem þeir opna í dag, laugar- dag kl. 15, í sýningarsalnum Anarkíu í Hamraborg 3 í Kópavogi. Á sýning- unni gefur að líta málverk sem þeir hafa málað saman, í raun flennistóra innsetningu sem fyllir rýmið; verk sem er alls um þrjátíu metra langt og þriggja metra hátt. Bjarni segir verkin fyrst hafa birst á sýningu sem þeir Jón Óskar héldu í Ketilhúsinu á Akureyri í um- ræddum mánuði, september 2013, en þeir höfðu þá málað þau saman í gömlu refabúi í Eyjafirði. „Við unnum líka aðra sýningu saman nokkru áður, í nóvember 2011, fyrir Reykjavík Art Gallery við Skúlagötu. Nú tókum við nýjan snúning á þetta og höfum í raun bet- rekkt sýningarsali Anarkíu,“ segir Bjarni. „Það eru heilmikil graffití- element í þessu hjá okkur, við erum vel grófir í vinnslunni á verkunum.“ Og hann segir hlæjandi að jafnvel megi kalla verkin „pínulítið rudda- leg“. Ekki séu mikil fínlegheit í þess- um vinnubrögðum. „En það mætist í verkunum að ég má kallast flæðandi málari en hann teiknari og kommenter; við splæsum þessu saman og okkur gengur mjög vel að vinna saman. Myndlistarmennirnir Bjarni Sigurbjörnsson og Jón Óskar á spjalli við eitt verk- anna á sýningunni. Verkin máluðu þeir á gömlu refabúi í Eyjafirði. „Vöðum hvor inn í annars verk“ Myndlistarmennirnir Bjarni Sigurbjörnsson og Jón Óskar opna sýningu í Anarkíu í Hamraborg á flennistórum verkum sem þeir unnu saman. Bjarni segir verkin „pínulítið ruddaleg“. Við Jón Óskar erum báðir mennt- aðir í Ameríku og þótt ég sé yngri má segja að ég sé meira af gamla skólanum en hann hinsvegar meiri poppari.“ Sögur og sprengingar Verkin á sýningunni máluðu Bjarni og Jón Óskar á krossviðarplötur. „Þetta eru margir fletir og sumum kann að þykja þetta pínu súrt en þetta er skemmtilegt,“ segir Bjarni um þau. Þegar spurt er hvernig samstarfið hafi gengið segir hann að þeim Jóni Óskari gangi alltaf vel að vinna saman. „Hann er sögumaður og ég kem með sprengingar í samstarfið og við vöðum hvor inn í annars verk, hægri og vinstri. Og njótum þess að spjalla saman. Ef rýnt er í þessi verk með fína estetík að leiðarljósi þá er ekki víst að fólk verði hrifið, þetta er alveg hin höndin,“ segir hann, hlær, og bætir við að þeir Jón Óskar leyfi sér að leika sér. „Með allri okkar þekk- ingu og reynslu, og allrahanda tilvís- unum. Við erum ekkert of alvarlegir gagnvart þessum verkum.“ Þeir Bjarni og Jón Óskar hafa komið víða við á sýningarvettvangi á síðustu áratugum. Jón Óskar nam á sínum tíma við School of Visual Arts í New York en Bjarni við San Fran- cisco Art Institute. efi@mbl.is MÆLT MEÐ : Stórglæsilegt páskablað fylgirMorgunblaðinu föstudaginn 18.mars NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 14. mars. –– Meira fyrir lesendur Matur, ferðalög, skreytingar og viðburðir um páskana verða meðal efnis í blaðinu SÉRBLAÐ Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.flugrutan.is • www.re.is BSÍ - Umferðarmiðstöðin Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Kauptu miða núna á www.flugrutan.is *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 4.000 kr. 2.000 kr.* FYRIR AÐEINS Alltaf laus sæti Alltaf ferðir Hagkvæmur kostur Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Umhverfisvænt VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur & brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.