Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Blaðsíða 53
„Við vorum kornungir og ferskir. Þegar ég sé ljósmyndir af okkur frá þessum tíma er „tærleiki“ fyrsta orðið sem kemur upp í hug- ann. Við vorum allir tónlistarunn- endur og vorum með allskyns plaggöt á veggjunum: Iron Mai- den, Michael Schenker, UFO, Ritc- hie Blackmore. Allt snerist um tónlist. Við hlustuðum á Deep Purple, AC/DC, Motörhead og alla hina. Lifðum og hrærðumst í tónlist alla daga vikunnar og ekk- ert annað komst að.“ Þannig kemst Lars Ulrich, trommuleikari þrassbandsins Me- tallica, að orði í samtali við tón- listartímaritið Rolling Stone í til- efni af því að þrjátíu ár eru liðin frá útgáfu plötunnar Master of Puppets, sem margir álíta bestu málmplötu allra tíma. Í viðtalinu rifjar Ulrich upp að hlutirnir hafi gengið hratt fyrir sig á þessum árum enda orkan óþrjótandi hjá liðlega tvítugum piltum. „Við sömdum Master of Pup- pets á líklega átta vikum sumarið 1985. Í dag tekur það mig átta vik- ur að keyra yfir í hljóðverið. Hvað þá meira. Hvað í andskotanum varð til þess að við gátum eignast afkvæmi af þessu tagi á átta vik- um? Frá fyrstu nótu til þeirrar síð- ustu. Það liðu örugglega átján mánuðir frá því við byrjuðum að semja efni fyrir Death Magnetic [nýjustu plötu Metallica] þangað til við byrjuðum að taka hana upp. Hvernig í andskotanum fer maður að því að semja plötu eins og Master of Puppets á átta vikum?“ spyr Ulrich. Enginn augnfarði Þetta sama sumar spilaði Metal- lica fyrst á Monsters of Rock- hátíðinni í Donington á Englandi, þar sem James Hetfield, gítarleik- ari og söngvari, lét þessi fleygu orð falla: „Ef þið komuð hingað til að sjá spandex, andskotans augn- farða og allt það drasl og heyra orðin „rock & roll, baby“ í hverju helvítis lagi er þetta ekki bandið. Við komum hingað til að feykja flösu!“ Áhrifin á Master of Puppets komu víða að, meðal annars frá Ennio Morricone og Johan Sebast- ian Bach, eins undarlega og það hljómar, og segja má að Metallica hafi þar stigið fram sem fullskapað band. Eins grenjandi sprækar og Kill ’Em All og Ride the Lightning voru kvað hér við nýjan tón. Titillagið er að margra mati há- punkturinn, alltént var bassaleik- arinn Cliff Burton á því máli. Text- ann samdi Hetfield um vald fíknarinnar yfir manninum, eftir að honum ofbauð að sjá jafnaldra sína sprauta sig með hörðum fíkniefnum í samkvæmi í San Francisco. Og var bandið hans þó þegar komið með gælunafnið Al- coholica á þessum tíma. Til allrar óhamingju fékk Bur- ton ekki mörg tækifæri til að leika lögin af Master of Puppets en hann lést í rútuslysi meðan Metal- lica var á tónleikaferðalagi í Sví- þjóð 27. september 1986. Blessuð sé minning hans! Metallica anno 1986: Cliff Burton, Lars Ulrich, James Hetfield, Kirk Hammett. MASTER OF PUPPETS ÞRJÁTÍU ÁRA Samin á átta vikum Lars Ulrich á tónleikum Metallica í Egilshöllinni sumarið 2004. Morgunblaðið/ÞÖK 13.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 TÓNLIST Rapparinn 50 Cent, sem óskaði eftir gjaldþrotaskipt- um á síðasta ári, þurfti að koma fyrir dómara í Bandaríkjunum í vikunni og gera grein fyrir máli sínu. Dómarinn vildi fá skýringu á því hvers vegna rapparinn hefði laugað sig í peningaseðlum á ljósmyndum eftir að hann lýsti sig gjaldþrota og hvort það væri rétt, sem 50 Cent hefði látið í skína á samfélags- miðlum, að hann væri að reisa sér hús í Afríku. Svör rapparans voru á þá leið að seðlarnir á ljósmyndunum væru óekta, bara leikmunir úr myndböndum og einskis virði í raunheimum, og ekki væri um neitt hús að ræða í Afríku. Þegar liggur fyrir að óháðir matsaðilar meta eignir 50 Cents á 64 milljónir Banda- ríkjadala en ekki 16 milljónir, eins og hann gerði sjálf- ur. Laugar sig í seðlum 50 Cent fer greinilega frjálslega með staðreyndir. Reuters SJÓNVARP Ríkissjónvarpið sýnir beint frá sænsku söngvakeppninni, Melodifestivalen, á laugardagskvöldið. Þykir þessi söngva- keppni sú besta í Evrópu, að því er fram kem- ur á ruv.is, enda hafa Svíar margoft sigrað í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Það gerðu þeir í fyrra og keppn- in verður því haldin í Stokkhólmi í ár. „RÚV hefur ákveðið að taka þátt í gleðinni með Sví- um. Keppnin nýtur mikilla vinsælda og í und- anúrslitum á laugardaginn voru sex milljónir atkvæða greiddar í símakosningu,“ segir í dagskrárkynningu RÚV. Útsendingin hefst kl. 19:30 og lýkur kl. 21:40. Melodifestivalen í beinni Charlotte Nilsson sigraði fyrir hönd Svía árið 1999. Hafði betur gegn Selmu Björnsdóttur. Reuters Hvað ef þér, lesandi góður, yrði boðið að ferðast aft- ur til ársins 1960? Myndir þú nota tækifærið og freista þess að koma í veg fyrir morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta? Þetta er einmitt verk- efnið sem enskukennarinn Jake Epping tekst á hend- ur í glænýjum sjónvarpsþáttum, 11.22.63, sem Stöð 2 tekur til sýningar á þriðjudaginn kemur. Þættirnir voru frumsýndir á efnisveitunni Hula í Bandaríkjunum fyrir skemmstu og hafa fallið í býsna frjóa jörð. Sagan er byggð á samnefndri skáld- sögu eftir Stephen King. Hún hefst þegar veitingamaðurinn Al Templeton (Chris Cooper) finnur gátt í skáp á kaffihúsi sínu sem gerir honum kleift að stökkva inn í ákveðið augnablik árið 1960. Al er maður heilsuveill og telur því félaga sinn, Jake Epping (James Franco), á að ferðast aftur í tímann í sinn stað. Markmiðið er skýrt: Að koma í veg fyrir morðið á John F. Kennedy. Ekki er um áhlaupaverk að ræða því Epping þarf að búa í þrjú ár í fortíðinni áður en morðið er framið, 22. nóvember 1963. Epping byrjar á því að gera tilraunir með það að breyta fortíðinni og þegar þær virka fer hann að sitja um Lee Har- vey Oswald (Daniel Webber) og fjöl- skyldu en morðingi Kennedys er þá ný- fluttur heim frá Sovétríkjunum. En verkefnið reynist flóknara en Epping hugði, auk þess sem hann binst fólki tilfinningaböndum í fortíðinni. Hvað er þá til ráða? Serían telur átta þætti. Reuters 11.22.63 Á STÖÐ 2 Reynir að stöðva morðið á Kennedy John F. Kennedy Bandaríkjaforseti. Sarah Gadon og James Franco í hlutverkum sínum í þáttunum 11.22.63 sem byggjast á sögu Stephens Kings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.