Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.03.2016, Side 56
SUNNUDAGUR 13. MARS 2016
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
GM 3200
GM 7700
GM 9900
Borðstofuborð
„Jesse Hughes hefur verið að dreifa grafalvarlegum
og ærumeiðandi ásökunum á hendur okkar fólki.
Rannsókn er í gangi og við við viljum að hið rétta
komi fram. Framburður allra sem fyrir liggur á þess-
ari stundu staðfestir fagmennsku og hugrekki örygg-
isvarðanna sem voru við störf 13. nóvember. Það er
þeim að þakka að hundruðum mannslífa var bjargað.“
Þannig hljóðar yfirlýsing sem eigendur Bataclan-
tónleikahússins í París sendu frá sér fyrir helgi í til-
efni af orðum Jesse Hughes, söngvara hljómsveit-
arinnar Eagles of Death Metal, sem var við leik í
húsinu þegar fjöldamorðin voru framin. Hughes
kveðst hafa komist að því fyrir tónleikana að einir
sex öryggisverðir myndu ekki mæta til vinnu þetta
kvöld. „Í virðingarskyni við lögreglurannsóknina sem
er í gangi segi ég ekki meira en blasir ekki við að
þeir höfðu ástæðu til að láta ekki sjá sig,“ sagði Hug-
hes í samtali við Fox Business Network, og gaf þann-
ig í skyn að öryggisverðirnir gætu hafa verið viðrið-
nir ódæðið.
Eagles of Death Metal
á tónleikum í Brussel í
síðasta mánuði.
AFP
Fagmennska og hugrekki
Eigendur Bataclan segja öryggisverði hafa unnið þrekvirki 13. nóvember sl.
en söngvari Eagles of Death Metal lét í annað skína í viðtali fyrir skemmstu.
Frá því var greint í Morgun-
blaðinu 13. mars 1976 að þjófn-
aður hefði verið framinn á rit-
stjórn blaðsins tveimur dögum
áður. Var kventaska tekin en í
henni voru tvær bankabækur,
ávísanahefti og ýmsir persónu-
legir munir. Við rannsókn lög-
reglu kom í ljós að þjófurinn
hafði tekið kr. 32.000 út úr ann-
arri bókinni í Verzlunarbank-
anum.
Bankafólkið gat gefið góða lýs-
ingu á manninum og mundu
ýmsir starfsmenn Morgunblaðs-
ins eftir manni sem hafði verið að
sniglast þar og lýsingin átti við.
Meðal þeirra var lögreglufrétta-
ritari blaðsins og slóst hann í för
með lögreglu við leitina að
manninum um kvöldið.
Meðal annars lá leiðin í
skemmtistaðinn Klúbbinn og
höfðu menn ekki verið þar lengi
þegar fréttaritarinn sá þjófnum
bregða fyrir. Lögregla yfirheyrði
manninn, sem hún kannaðist
ágætlega við, og lá játning fljót-
lega fyrir. Fékk starfsstúlka rit-
stjórnar alla sína muni aftur og
tíu þúsund krónur en afgang-
inum sagðist maðurinn hafa týnt.
GAMLA FRÉTTIN
Fréttaritari
fann þjóf
Maðurinn hafði verið að sniglast á ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins og
stal þar kventösku. Hann fannst um kvöldið og játaði á sig glæpinn.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Sviplaust andlit
Emoji
Ingi Þór Steinþórsson
körfuboltaþjálfari
Karl Wernersson
athafnamaður