Orð og tunga - 01.06.2006, Síða 14

Orð og tunga - 01.06.2006, Síða 14
12 Orð og tunga færni í erlendum tungumálum með því að vafra um veraldarvefinn í vefleiðöngrum og grúska í gagnagrunnum á markmálinu. Greiður aðgangur að rauntextum ásamt tækifærum til að spjalla á markmál- inu á þar til gerðum rásum við innfædda og aðra nemendur og koma sér saman um merkingu orða og orðasambanda (negotiate meaning) er undirstaða nýrrar nálgunar í tileinkun tungumála gegnum tölvur sem kallast Networked Language Leaming (Warschauer 1998; Warschau- er og Kern 2000; Kern, Ware og Warschauer 2004). Þessi nálgun legg- ur aðaláherslu á tjáskipti sem undirstöðu máltileinkunar en sú nálg- un hefur verið ríkjandi í tungumálakennslu undanfarin ár (Lantolf 2000). Munurinn á hefðbundnum tjáskiptamiðuðum kennsluaðferð- um og Networked Language Learning er að síðari nálgunin á við sam- skipti manns og tölvu. Samskiptanetanálgunin (Networked Language Learning) hentar illa byrjendum í tungumálanámi því þeir hafa ekki nægilega málfærni til gagnlegra samskipta. Hún hentar líka illa í kennslu beygingarmála þar sem margbreytileiki birtingarforma torveldar skilning og tjáningu. Það er erfitt að þjálfa flæði (auka sjálfvirkni) í tjáskiptum þegar út- skýra þarf strax frá upphafi hvers vegna svo mörg orð hafi svo mörg birtingarform. Dæmi um notkun gagnabanka og internetsins til tungumálanáms má sjá í aukinni notkun leitarvéla t.d. Google sem uppsláttarrits, m.a. til að sannprófa reglur og hefðir um málnotkun, t.a.m. í ritun (Hubbard 2004). En notkun gagnabanka og opinna alfræðibóka (wikis) og almennra leitarvéla er afar óáreiðanleg og krefst í raun nokkurrar færni í tungumálinu til þess að hún gagnist nemandanum. Til dæm- is mætti auðveldlega kynna sér hvaða birtingarform nafnorðið kona í fleirtölu með greini hefur með forsetningunni frá. Er það/ra konunum eða frá konurnar? Notandinn slær þá inn á Google: 'frá konunum’ fyrst og í ljós kemur að það kemur fyrir 917 sinnum á íslenskum vefsíð- um. En ef slegið er inn frá konurnar kemur það aldrei fyrir (leit gerð á www.google.com 25. ágúst 2005). Af þessu má draga þá ályktun að birt- ingarform nafnorðsins kona í fleirtölu með greini á eftir forsetningunni frá er konunum. Þessi aðferð er þó ekki alltaf jafn örugg og sést það á prófi ef slegið er inn þau langar og þeim langar. Hið fyrra kemur fýrir 70.600 sinnum á íslenskum vef- og bloggsíðum en hið síðara á 82.200 síðum (leit gerð á www.google.com 25. ágúst 2005). Þó að þetta sé hugs- anlega vísbending um raunverulega málnotkun er þessi leið síður lík-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.