Orð og tunga - 01.06.2006, Page 42
40
Orð og tunga
og ófullnægjandi, þ.e. hún nægir engan veginn til þess að orðabók-
arnotandinn geti notað orðið með stuðningi af orðabókarlýsingunni.
Til þess að setningargerðarupplýsingar komi að sama gagni og beyg-
ingarupplýsingarnar þarf að setja þær fram á jafnkerfisbundinn hátt.
Sjálf framsetningin skiptir einnig máli og tengist nokkuð aðferðum
Mugdans sem hér hafa verið skoðaðar. Þar skiptir notendahópurinn
meginmáli og viðhorf orðabókarmannsins til notandans.
Framsetning málfræðiatriða í orðabókum er einkum með þrennu
móti. í fyrsta lagi eru notaðir kótar eða tákn sem vísa í skýringar í
leiðbeiningum í orðabókinni; í öðru lagi eru notaðar skammstafanir
fyrir málfræðihugtök sem ætlast er til að notandinn hafi á valdi sínu;
og í þriðja lagi eru notaðar skammstafanir fyrir orð sem gegna því
hlutverki að sýna sama efni og felst í málfræðihugtökunum, t.d. e-u
sem stytting á einhverju sem stendur í stað þgf eða dat. Fjórða leiðin,
og sennilega sú notendavænasta, er ekki algeng en hún er að sýna
dæmigerða orðnotkun sem vísbendingu um setningargerð, eins og
Jón Hilmar Jónsson gerir í bókum sínum. Með þessu móti fær not-
andinn mjög miklar upplýsingar um málnotkun, bæði setningarlegar
og merkingarlegar, og ætti að vera fullfær um að nota orð sem svona
eru sýnd.
Þessar leiðir gera mjög mismiklar kröfur til notandans, rétt eins
og orðabókartexti sem byggður er á aðferðum Mugdans, og svigrúm
fyrir málfræðiupplýsingarnar sem hægt er að koma fyrir er líka mjög
misjafnt:
Hve abstrakt má framsetningin vera?
Kótar, skammstafanir eða mannamál?
Rússnesk-íslensk orðabók
Nimb (2004)
tilbúið dæmi
íslensk orðabók (2002)
Orðastaður
hneppa 2T
formentlig_l Ddl_PP
gefa DAT ACC
gefa e-m e-ð
gefa <honum, hennixeitthvað;
hlut, dýrgrip, peninga> (<fyrir
greiðann, að launum, í þakklætis-
skyni, að skilnaði>);...
Tvö dæmi skera sig úr vegna þess hve miklar upplýsingar eru í þeim
fólgnar, þ.e. dæmið frá Sanni Nimb sem sýnir eina gerð af setning-