Orð og tunga - 01.06.2006, Page 67
Haraldur Bernharðsson: Gás, gæs og Gásir, Gásar
65
lýs-0 hvíldi eftir það alfarið á víxlum rótarsérhljóðanna. Ekki var því
hætta á samfalli eintölu og fleirtölu og reyndar er sama mynstur að
finna í nútímaensku, eins og sýnt er í (5).
(5) Enska
a. et. goose ft. geese
b. et. mouse ft. mice
c. et. louse ft. lice
í íslensku hefur gæsarorðið farið aðra leið og það krefst skýring-
ar. Meginspurningin sem leitað verður svara við í næsta kafla er því
þessi:
(6) Hvers vegna þróaðist ísl. gás á aðra leið en mús og lús?
3 Samnafnið: gás, gæs og gæsir
3.1 Aldur breytinganna
Fleirtalan nf./þf. gqss > gæs(s) > gæs í samnafninu virðist einhöfð í
elsta máli og allar götur fram á sextándu öld. Hún birtist til að mynda
í þf. ft. „gæs" í Járnsíðu á Staðarhólsbók, AM 334 fol. (101vb2) frá um
1271-81 (ljóspr. útg. Ólafur Lárusson 1936), þf. ft. „gíæs" í Göngu-
Hrólfs sögu á AM 589 f 4to (35v23) frá um 1450-1500 (ljóspr. útg. Loth
1977) og „g?s" á AM152 fol. (115va20) frá um 1500-1525. Elstu þekktu
dæmi um nýtt beygingarmyndan nf./þf. ft. í samnafninu eru frá miðri
sextándu öld og sautjándu öld, eins og sýnt er í (7). Dæmi um nýtt
beygingarmyndan í nf./þf. ft. í örnefninu, Gásir, eru nokkru eldri eða
frá miðri fimmtándu öld, eins og síðar verður vikið að (§4.2).4
(7) Elstu þekktu dæmi um nýtt beygingarmyndan nf./þf. ft.
a. nf. ft. „gæsser" í Búalögum á AM 128 4to (90rll) frá um
1544 (útg. Jón Þorkelsson 1915-33:51.186)5
4Hér og annars staðar í dæmum sem tekin eru stafrétt úr handritum er ekki gerður
greinarmunur á „s" og „f".
5Í Katalog 1:417 segir Kálund AM 128 4to frá síðari helmingi fimmtándu aldar
og Jón Þorkelsson (1915-33:46) segir bókina skrifaða um 1490-1500. Jón Helgason
(1932:147—48 neðanmáls), sem álítur að bókin sé vart svo gömul, bendir á að á henni
megi finna ártalið 1544 og telur ekki fráleitt að bókin geti verið frá þeim tíma; þá
aldursákvörðun er að finna í ONP Registre 1989:41.