Orð og tunga - 01.06.2006, Page 77
75
Haraldur Bemharðsson: Gás, gæs og Gásir, Gásar
(18) Þróun beygingardæmisins á sextándu öld
a. b. c.
um 1400 sextánda öld sextánda öld
nf. gás gás ^gæs
Pf gás gás gæs
Psf'■ gás gás ^gæs
ef. gásar gásar —> gæsar
nf. gæs —> gæsir gæsir
Pf gæs —»gæsir gæsir
Pgf■ gásum gásum —»• gæsum
ef. gása gása —»gæsa
Eins og áður var getið verður sérmörkun hjá gæsarorðinu rakin til
þess að gæsir eru oftast í hópum og því oftast talað um þær í fleir-
tölu (þótt reyndar hafi líkast til dregið úr fleirtölunotkuninni í þétt-
býlissamfélagi nútímans). Nokkuð öðru máli gegnir um orðin mús og
lús. Mýs og lýs birtast mönnum ekki í hópum með sama hætti og
því er þar ekki um sérmörkun að ræða. Orðin mús og lús hafa því
ekki þróast á sama veg og gæsarorðið þar sem fleirtalan var lögð til
grundvallar og reyndar örlar frekar á tilhneigingu í gagnstæða átt hjá
músarorðinu: þar er tilhneiging til að endurskapa fleirtöluna á grund-
velli eintölunnar. Sú þróun er sýnd í (19a) og felst í því að rótarsér-
hljóð eintölunnar, ú, breiðist út á kostnað rótarsérhljóðs nf./þf. ft., ý,
og einnig kemur endingin -ir í stað núllendingarinnar (-0) í nf./þf.
ft.; þessi þróun er þá fyllilega sambærileg við hina almennu tilhneig-
ingu sem lýst var í (11) og (12). í ritmálssafni Orðabókar Háskólans
er að finna eitt dæmi um nf. ft. músir en það er úr ljóðmælum séra
Bjarna Gissurarsonar í Lbs. 838 4to frá síðari hluta sautjándu aldar
eða fyrsta þriðjungi átjándu aldar, sjá (19b). Slík dæmi koma einnig
fyrir í nútímamáli, eins og (19c-f) sem fengin eru úr íslenskum vefrit-
ummeð aðstoð leitarvélanna Google (http://www.google.com) og AltaVista
(http://www.altavista.com).12
12Tiersma (1982:839) nefnir reyndar dæmi þess að í miðensku hafi komið upp mál-
lýskubundið fleirtalan [gizn], [fltn] og [mlzn] í stað geese, feet og mice. Þar hafa þá
orðin fyrir 'fót' og 'mús' þróast á sama hátt og gæsarorðið og kýrorðið (kine).