Orð og tunga - 01.06.2006, Blaðsíða 84
82
Orð og tunga
tekið til þess mætti búast við því að við áhrifsbreytingar réði nefnifall-
ið oft ferðinni og hefði áhrif á form hinna fallanna. Dæmi um slíkt er
sýnt í (30) þar sem fornum víxlum rótarsérhljóðanna y og u í orðinu
dyr (físl. dyrr) hefur verið eytt við útjöfnun: þar verður y, rótarsérhljóð
nf./þf. ft., ofan á og ryður út u, rótarsérhljóði þgf./ef. ft.
(30) Nefnifall lagt til grundvallar: rótarsérhljóðið u víkur fyrir y
ft. nf. dyrr
þf. dyrr
þgf. durum —*• dyrum
ef. dura —> dyra
Manczak (1958:388—401) og Tiersma (1982) hafa þó bent á að í ömefn-
um geti þær fallmyndir er tákna dvöl á stað og hreyfingu til staðar og
frá verið ómarkaðar; þetta er þá önnur tegund af sérmörkun:
(31) Sérmörkun (e. local markedness), sbr. Tiersma 1982:843
í ömefnum geta þær fallmyndir sem tákna dvöl á stað og hreyf-
ingu til staðar og frá verið ómarkaðar.
í íslensku eru það fyrst og fremst þágufall og eignarfall sem þjóna þessu
hlutverki. Þetta sást glögglega á dæmum þeim sem áður vom rædd
um örnefnið at Gásum í (20)—(23): flest dæmin em um þágufallsmynd-
ina Gásum, næstflest um eignarfallsmyndina Gása en nefnifall og þol-
fall koma ekki fyrir í elstu heimildum. Tölur í íslenskri orðtíðnibók
(Jörgen Pind o.fl. 1991:1156-57) sem sýna tíðni einstakra falla í safni
500.000 lesmálsorða úr 100 ólíkum textum gefa sömu mynd. Þar
kemur fram að í örnefnum er þágufall mest notað (32a) en í öðmm
nafnorðum (báðum tölum og öllum kynjum) er nefnifallið algengast.
(32) Tíðni einstakra falla örnefna og nafnorða eftir íslenskri orðtíðnibók
a. b.
örnefni nafnorð
nefnifall 10,4% 31,2%
þolfall 16,4% 27,9%
þágufall 56,2% 29,0%
eignarfall 17,1% 11,9%
Ef marka má þessar tölur um tíðni einstakra fallmynda í nútímamáli
eru íslensk örnefni langmest notuð í þágufalli og því getur það tal-
ist ómarkað gagnvart öðmm föllum (sjá einnig umræðu hjá Haraldi
Bernharðssyni 2004:25-32). Þetta þýðir með öðrum orðum að bam