Orð og tunga - 01.06.2006, Side 97
Katrín Axelsdóttir: Hvað er klukkan?
95
Indíafara og á eftir því kemur eins og skýring: það er stund af nóni.5
Dæmi (2c-d) eru í ritum um tímatalsfræði og því ekki óvænt. Dæmi
(2e) er í þýðingu og dæmi (2f) er í texta eftir Dana.6 Öll þessi dæmi, og
önnur dæmi þessum ritum (sbr. nmgr. 4 og 5) eiga væntanlega rætur í
erlendri menningu.
Elstu dæmin í ritmálssafninu um að vísað sé til nákvæmari tíma
en heillar stundar eru frá 17. og 18. öld. í þeim er vísað til hálftíma og
kortera.
(3) a. Kluckann 1 og 2 Qvarter (ÞÞCal, 97; 1692)
b. játar þar, að klukkan sé þá eitt og 2 kvarter. (PVíd-
Skýr, 73; fyrsti þriðjungur 18. aldar)
c. er sú eyktin [...] mið á nóni, en byrjast klukkan hálf-
gengin 2 (PVídSkýr, 57; fyrsti þriðjungur 18. aldar)
d. Klukkan hjer um hálfgengin eður rjettara þrjú kvarter
til sjö (JÓlGrv. ÁMSkr. 12, 32; mið 18. öld)7
í (3a-b) er talað um að klukkan sé 1.30 og orðalagið er ólíkt því sem
tíðkast í nútímamáli. Þetta minnir á hvernig tekið er til orða í ýms-
um erlendum málum, t.d. í frönsku: une heure et demie 'klukkan eitt og
helmingi betur'. í (3c) er talað um að klukkan sé hálfgengin 2, án for-
setningar, og í (3d) er svo forsetningin til. Þetta er ólíkt nútímamáli því
að þar er yfirleitt forsetningin í höfð á eftir gengin, sbr. 3 hér á eftir.8
Þar að auki er gengin aldrei notað með hálfa tímanum í nútímamáli,
5Fleiri dæmi eru um klukkuna í ævisögu Jóns Indíafara, t.d. til þess að klukkan slær
10 fyrir miðdag; um þriðju stund eftir rniðdag; nær þriðju stund dags eftir miðdegi (Æfisaga
Jóns Ólafssonar Indíafara 1908-1909:293, 302, 303).
6Dæmið er í reglum sem Christian Möller amtmaður, með aðstoð íslenskra lög-
manna, tók saman. Athyglisvert er að oft er vísað til tíma dagsins í þessari málsgrein
en aðeins einu sinni til klukkunnar: „Til lögréttu skal hringjast í fyrsta sinn að miðjum
morgni, í annað sinn á dagmálum,... í þriðja sinn skal hringjast einnistundu eftir dag-
mál, þegar klukkan er 10, en þá skulu allir innnefndir lögréttumenn að lögréttu komnir
vera.... Síðan trakterist þau mál, sem þar koma, inn til miðmunda. Á miðmunda gangi
menn að tjöldum til máltíðar. Á nóni sé hringt eitt sinn til lögréttu, og gangi menn þá
þangað tafarlaust... og siti þar málum að gegna til náttmála." (Alþingisbækur íslands
VIII 1949-1955:493^94).
7Dæmið er úr ævisögu Árna Magnússonar eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík og þar
er að finna mörg önnur dæmi. í dagbókarskrifum Jóns og lýsingu hans á brunanum í
Kaupmannahöfn 1728 er mjög oft vísað til klukku (sbr. Jón Ólafsson 2005) svo að það
hefur verið Jóni tamt.
8Í nýrri útgáfu á skrifum Jóns Ólafssonar úr Grunnavík hefur á einum stað verið
bætt við forsetningunni í á eftir gengin (Jón Ólafsson 2005:70), en það er óþarfi.