Orð og tunga - 01.06.2006, Page 100
98
Orð og tunga
Þannig tíðkaðist tvenns konar orðalag eftir heila tímann, gengin í og
yfir.12 Hvort tveggja virðist hafa verið nokkuð jafngilt.13 Fyrir heila
tímann var notað orðalagið vantar... í.u
Sem kunnugt er hefur þessi notkunbreyst á síðustu áratugum. Lík-
lega eru þau börn fá sem nota samböndin klukkan er <fimm> mínútur
gengin í <tólf> og klukkuna vantar <fimm> mínútur í <tólf>. Yngstu kyn-
slóðirnar nota jafnan klukkan er <fimm> mínútur yfir <tólf> og klukkan er
<fimm> mínútur í <tólf>. Klukkan er <fimm> mínúturyfir <tólf> skilja all-
ir, enda ótvírætt. Hins vegar getur sambandið klukkan er <fimm> mín-
útur í <tólf> misskilist; roskið fólk áttar sig oft ekki á því hvort þetta
merki 'gengin' eða 'vantar'. Orðalagið er varla viðurkennt og það er
ekki að finna í uppflettiritum.15 Samt má búast við því að yfir og í verði
ofan á að lokum en hin eldri, gengin íog vantar... í, hverfi smám saman
úr daglegu tali, þótt þau eigi vísast eftir að heyrast í þularkynning-
um Ríkisútvarpsins enn um sinn.16 I töflu 2 eru þessi tvö kerfi sýnd og
kölluð „gamla" og „nýja" kerfið.
12Nú tíðkast nær eingöngu afbrigðið gengin í. En gengin til og gengin, án forsetning-
ar, þekktust einnig og kannski eru þau afbrigði eldri, sbr. dæmin í (3) hér að framan.
Þessi afbrigði þekkjast þó enn á 20. öld, sbr. Stefán Einarsson (1949:204): „hún er langt
gengin tvö, hún er kortér gengin (til) tvö, 10 mínútur gengin tvö, kortér gengin tvö."
Og enn er sagt: klnkkan erfarin að ganga <eitt>, án forsetningar.
13Óformleg könnun meðal nokkurra íslendinga fæddra fyrir miðja 20. öld leiddi
eftirfarandi í ljós: Flestir nota gengin í og yfir jöfnum höndum. Sumir telja gengin í og
yfir jafngilt, aðrir fullyrða að gengin í hafi þótt betra mál en yfir. Þetta getur vel staðist
ef litið er til þess að það sem er eldra er jafnan talið betra frá sjónarhóli málvöndunar-
manna. Elsta dæmið um yfir hér að framan, dæmi (6), er frá 1875 en eldri dæmi voru
um gengin, sbr. dæmi (3c-d) sem bæði eru frá 18. öld. Hvort tveggja orðalagið er þó
að líkindum úr dönsku eins og fram hefur komið.
14Orðalagið <tvær> mínúturfyrir <eitt> tíðkaðist einnig, og tíðkast enn. Það virðist
hins vegar dálítið sérhæfðara og ýmislegt óljóst um notkun þess. Hægt er að segja hitt-
umst klukkan tíu mínúturfyrir eitt en varla *klukkan er tíu mínúturfyrir eitt. Hugsanlega
er á reiki hvort notað er þolfall eða þágufall (<tvær/tveim> mínútur/mínútumfyrir). í
ritmálssafninu er dæmi um þágufall: „stundarfjórðungi fyrir klukkan tólf lentum við
í vörinni" (GhagalMaríum, 227). En líklega segja menn frekar hittumst korter fyrir eitt
en *hittumst korteri fyrir eitt.
15Reyndar er fremur lítið um orðalag tengt klukkunni að finna í orðabókum. Yf-
ir <eitt> er hvorki að finna í Orðabók Blöndals (1920-1924) né fslenskri orðabók 2002.
Ganga (klukkan er að ganga (er langt gengin) 5; klukkan er farin að ganga sex) er í báð-
um þessum bókum, en vanta (klukkuna vantar fimm míniitur í tvo) er aðeins í þeirri
síðarnefndu. Hjá Jóni Hilmari Jónssyni 2001 og 2005 er yfir,gengin íog vantar... í.
16Rétt er að geta þess að margir nota orðalagið klukkan er farin að ganga <eitt> þótt
þeir noti annars aldrei gengin í.