Orð og tunga - 01.06.2006, Page 111
Margrét Jónsdóttir: Um ærsl, busl og usl
109
Tvennt vekur einkum athygli. Séu dæmin um ærsl/usl og busl skoðuð
í heild sést að sögnin koma (með vera) kemur langoftast við sögu en
líka komast; í (9b) er sögnin verða í stað vera; þar er hins vegar hvorki
koma né komast. Sögninni fylgir ávallt forsetning, ýmist í eða á. í annan
stað kemur í ljós að dæmin eru öll frá 19. öld nema b.-dæmið í (9). Því
eru ummæli Finns Magnússonar, sbr. (7), frá árinu 1802 forvitnileg.
Hann tengir notkunina á orðasambandinu Suðurlandi. En hann segir
svo: „hvört enn, veit eg ekki". Hvort Finnur er með þessum orðum að
tengja sambandið við Suðurland eða vísa til notkunarinnar skal ósagt
látið. Dæmin úr ROH sýna á hinn bóginn dæmi sem ná fram á 20. öld
og engin sérstök ástæða er til að tengja þau Suðurlandi.
4 Um péle-méle
Eins og fram kom í upphafi annars hluta þýddi Gunnlaugur Oddsson
orðasambandið péle-méle m.a. með ærsl og busl, sbr. (1) og (2). En hvað
er um péle-méle að segja? Er hægt að rekja sögu þess á einhvern hátt?
í Nudansk Ordbog (1982:715) er orðasambandið péle-méle, sem þýtt
er með 'hulter til bultersagt komið úr frönsku.10 í Dictionnaire histori-
que de la la langue frangaise (1998:2636) má sjá að það er gamalt og jafn-
framt að dæmi eru um þá óreiðumerkingu sem rætt var um í öðrum
hluta frá 1596. En hvenær skyldi péle-méle fyrst koma fyrir í dönsku?
Um það er ekki gott að segja. Þó er sambandið að firtna í orðabók frá
1807 um erlend orð í dönsku eftir Carl Friedrich Primon; þar er það
þýtt á dönsku með almennum orðum en ekki orðasambandi: 'iblandt
a. ... þeir [hverirnir] gjósa báðir undir eins, og heyrist uslið og buslið í þeim
langar leiðir;...
ÞThFerð II, 200, 19s20f
b. ...að menn urðu varir við mikið usl og busl, ræskíngar, andvörp og stun-
ur frammí bíslaginu, líkt og þar væri skipshöfn að farast, en það var
prófasturinn.
HKLSalka 1959,102, 20m
Þess má geta að Sigfús Blöndal tilgreinir einmitt dæmið frá Þorvaldi í bók sinni. Hvort
Halldór kynntist usl og busl hjá Sigfúsi skal ósagt látið. En í þessu sambandi er við hæfi
að rifja upp orð Guðrúnar Kvaran (2002:220) um Halldór: „Meðal annars þaulþekkti
hann orðabók Sigfúsar Blöndals og nýtti sér hana til hins ítrasta."
9Handritið Lbs. 220 8vo er íslensk orðabók frá fyrri hluta 19. aldar. Margt bendir
til þess að Hallgrímur Scheving hafi verið höfundurinn. Sjá nánar Guðrúnu Kvaran
(1988:54). Gunnlaugur Ingólfsson benti á þetta dæmi; það kemur úr 'gulu seðlunum'.
10í Dansk-íslenskri orðabók (2004:592) segir að péle-méle þýði 'óreiða, ringulreið'.