Orð og tunga - 01.06.2006, Page 113

Orð og tunga - 01.06.2006, Page 113
Margrét Jónsdóttir: Um ærsl, busl og usl 111 Þetta samband er úr Guðbrandsbiblíu. Mörg fleiri innrímssambönd er þar að finna, t.d. samböndin vinna hvorki né spinna (bls. 367), friðurinn nærir, ófriðurinn fortærir (bls. 205) og hneigja sig og beygja (bls. 309). En Jón nefnir líka önnur sambönd eins og t.d. réttur og sléttur sem er frá 16. og 17. öld (bls. 148) og með ráð(um) og dáð(um) frá 15. öld (bls. 193). í ROH má lesa að elstu dæmi um sambandið á rúi og st(r)úi eru frá 17. öld. En það er ekki aðeins hljómræna endurtekningu að finna í sam- böndunum með ærsl og busl eða usl og busl. Endurtekningin er líka merkingarleg þar sem nánast sama merkingin kemur fyrir í tvígang. í íslensku eru önnur dæmi af sama toga, t.d. arga og garga, veina og kveina, væla og skæla, úa og grúa og á rúi og st(r)úi. í þessum sambönd- um er raunar meiri endurtekning en í sambandinu með ærsl og busl þar sem sama stofnsérhljóðið auk niðurlagsins er í hverju pari fyrir sig. Þau líkjast því meira sambandinu með usl og busl. I samböndun- um tangur og tetur eða sorg og sút er aðeins merkingin endurtekin. Einkenni parasambanda geta verið fleiri. Ýmsir, m.a. Cooper og Ross (1975:71 o.áfr.), hafa fjallað um eðli slíkra sambanda af ýmsum gerðum í ensku. Þeir gera ráð fyrir að flokka megi samböndin í sjö meginflokka. Sé sambandið með ærsl og busl skoðað í því ljósi sést að það getur auðveldlega fallið undir tvær viðmiðanir þeirra. Þar ber fyrst að nefna að það þykir dæmigert að hindrunarhljóð/hljómleys- ingi (e. obstruent) skuli vera í framstöðu orðsins busl þar sem sam- hljóðið er aðeins eitt. Það telst líka dæmigert að sérhljóðið í fyrra orð- inu (eða a.m.k. seinni hluti þessa tvíhljóðs), þ.e. ærsl, skuli vera fram- mælt en uppmælt í busl, því síðara. Á hinn bóginn skiptir það ekki máli um sambandið með usl og busl enda sérhljóðið eitt og hið sama.13 Ein viðmiðana Cooper og Ross er sú að í seinna orðinu séu fleiri sam- hljóð í framstöðu en í því fyrra. Orðið ærsl hefst ekki á samhljóði. En sé viðmiðunin túlkuð svo að það geti talist eðlilegt gangvart fram- stöðusamhljóðinu í busl gæti sambandið ærsl og busl fallið undir þrjár viðmiðanir. Nú vaknar sú spuming hvers vegna Gunnlaugur Oddsson kaus að þýða erlent orðasamband með íslenskum orðasamböndum, hvort 13Sé orðasambandið upp og niður skoðað út frá hugmyndum Cooper og Ross þá er helsta einkenni þess að fyrra orðið er styttra en það síðara. Þetta er í raun lögmál kennt við þýska málfræðinginn Otto Behagel. Skv. því kemur lengsta orðið síðast í röð þeirra orða sem hafa sama vægið. Sjá nánar Collinge (1985:241).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.