Orð og tunga - 01.06.2006, Page 156
154
Orð og tunga
stærri.3 Hún er eftir Sigurð Sigurmundsson frá Hvítárholti og kom
hún út árið 1973 og aftur árið 1995. Bókin ber þess ýmis merki að höf-
undur hafði ekki menntun í spænsku en eftir stendur engu að síður
aðdáun á frumkvöðlaverki sjálfmenntaðs manns.
Þrátt fyrir augljósa þörf á spænsk-íslenskri orðabók tók þó nokk-
urn tíma að afla fjár til að hægt væri að hefjast handa við gerð orða-
bókarinnar. Verkið er kostnaðarsamt og enginn fjárhagslegur ábati fyr-
ir bókaforlög af því að leggja í slíkt verk. Því var nauðsynlegt að fá
öfluga liðsmenn til að hleypa verkinu af stað. Höfðinglegur styrkur
frá Menntamálaráðuneyti og Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdótt-
ur gerði Háskólanum í Reykjavík og Eddu útgáfu kleift að setjast að
samningaborði og hefja samvinnu um verkið.
Til verksins voru ráðnir 3 sérfræðingar í spænsku í rúmlega tvö
stöðugildi, þær Guðrún H. Tulinius, Ragnlaeiður Kristinsdóttir og
Sigrún Á. Eiríksdóttir. Ritstjóri verksins er Margrét Jónsdóttir og Lauf-
ey Leifsdóttir kemur að verkinu fyrir hönd Eddu útgáfu.
Til að spara tíma og fé var ákveðið að fá aðkeyptan orðabókar-
grunn frá hinni virtu útgáfu Harper-Collins. Um er að ræða rúmlega
20.000 flettur í hvora átt og er ætlunin að auka við þann fjölda sérvöld-
um orðaforða, þannig að spænsk-íslenski hlutinn innihaldi um 25.000
flettur. íslensk-spænski hlutinn verður svipaður að umfangi.
Við val á gagnagrunni var haft í huga að bókin henti byrjendum
í spænsku og nemendum sem enn eru ekki komnir það langt í að til-
einka sér málið að þeir geti notast við spænsk-spænskar orðabækur.
Jafnframt er miðað við að bókin nýtist öðrum, s.s. ferðamönnum, hús-
eigendum á Spáni og þeim sem stunda viðskipti við hinn spænsku-
mælandi heim. Þó íslensk-spænski hlutinn miðist aðallega við Islend-
inga í spænskunámi, er einnig tekið mið af spænskumælandi fólki á
íslandi sem ekki hefur íslensku að móðurmáli.
Vinnan við orðabókina hófst í október 2005. Notast er við orða-
bókarforritið Lexa sem skrifað var af sérfræðingum á orðabókardeild
Eddu. Ætlunin var að flytja Harper-Collins grunninn inn í Lexuna en
þar sem samningar um kaup á orðagrunninum drógust á langinn hef-
ur danskur grunnur frá GADE útgáfunni verið lagður til grundvall-
ar og viðbætur og breytingar færðar inn í hann eftir prentuðu orða-
bókinni frá Harper-Collins. Vinnan hefur því aðallega verið fólgin í
því að þýða ýmist úr dönsku eða ensku. Verkið hefur gengið vel og
3Sigurður Sigurmundsson, Spænsk - íslensk orðabók. Reykjavík 1995.