Orð og tunga - 01.06.2006, Side 157
Orðabókar- og rarmsóknarverkefni
155
er innslætti á fyrri hluta bókarinnar lokið og yfirlestur hafinn. Vonir
standa til að sá hluti verði aðgengilegur á veraldarvefnum á haust-
mánuðum 2006.
í orðabókinni verður algengasti orðaforði spænskrar tungu und-
anfarinna ára, þ.á m. orð frá spænskumælandi löndum Ameríku. Ým-
is orð eru sérmerkt annaðhvort Spáni (ESP) eða Ameríku (AM) og fyr-
ir kemur að orð sé sérmerkt einstöku landi þar. Öll algengustu orð og
hugtök eru uppflettiorð í bókinni. Gerð er ítarleg grein fyrir merkingu
þeirra og notkun og fjölmörg notkunardæmi eru birt í bókinni. Eitt
sérkenni bókarinnar eru upplýsingar af menningarlegum toga, sem
ætlunin er að bæta verulega við. Einnig eru upplýsingar um fjölda
gagnlegra skammstafana og málfræðilegar upplýsingar, þ.á m. um
beygingu sagna. Starfsmenn orðabókarinnar hafa bætt við talsverðum
sérhæfðum orðaforða t.d. varðandi atvinnugreinar hér á landi, dýra-
líf, lögfræði, hagfræði, viðskipti, listir, heilbrigðismál, frístundir, ferða-
lög, jarðfræði og margt fleira. Er ætlunin að hafa í íslenska-spænska
hlutanum samskonar menningarlegar upplýsingar og finna má í þeim
spænsk-íslensk, en eitt af markmiðum ritstjórnar er að auka menning-
arlæsi þeirra sem nýta sér bókina, hvort sem um spænskumælandi
lönd er að ræða eða ísland.
Þegar fyrri hluta er lokið verður orðunum varpað yfir í hinn hlut-
ann þannig að öll þau orð sem hafa einfalda skýringu fara sjálfvirkt
inn í íslenska-spænska hlutann. Dæmi: orgullo: nm, stolt, mont. Bæði
þýðingarorðin, stolt og mont, fara inn sem íslensk uppflettiorð og
mimu starfsmenn greina orðin og finna dæmi um notkun þeirra. Einn-
ig verður grunnurinn borinn saman við aðrar tvímála orðabækur sem
Edda útgáfa gefur út sem og íslenskan orðagrunn útgáfunnar.
Ef áætlanir standast kemur spænsk-íslensk, íslensk-spænsk orða-
bók út árið 2008. Þar sem verkinu hefur miðað framar vonum er lík-
legt að svo verði. Er það von undirritaðra að hér sé á ferðinni orðabók
sem stenst tíma- og kostnaðaráætlanir og verði lifandi vitnisburður
um gott samstarf háskóla og atvinnulífs.
Guðrún H. Tulinius og Margrét Jónsdóttir