Orð og tunga - 01.06.2006, Page 163
Bókafregnir
161
hverju orði fylgja helstu málfræðilegar upplýsingar en síðan eru birtar
færeyskar skýringar, oftast í formi jafnheita. Notkunardæmi eru birt í
sumum flettunum en höfundur gerir sér far um að sýna föst orða-
sambönd og orðatiltæki. Höfundurinn réðst einn í þetta stóra verk og
vann að því í yfir tíu ár. Hann fékk færeyska orðabókamenn til að lesa
merkingarskýringarnar yfir og gefur það henni aukið gildi. í lok for-
mála boðar höfundur að færeysk-íslensk orðabók sé í undirbúningi.
Halldóra Jónsdóttir [ritstj.] íslensk-dönsk, dönsk-íslensk
vasaorðabók. Mál og menning, Reykjavík 2005. ISBN 9979-
3-2630-1. 782, iii bls.
íslensk-dönsk orðabók hafði ekki komið út í áratugi þegar þessi vasa-
orðabók kom á markað. Hún tekur mið af íslensku nútímamáli en sér-
staklega var safnað orðum sem tengjast ferðamennsku. Dansk-íslenski
hlutinn var sniðinn eftir nýjum orðagrunni frá Gyldendal í Danmörku,
en í formála kemur fram að uppbygging flettna sé miðuð við nýend-
urskoðaða Dansk-íslenska skólaorðabók frá Eddu.
í bókinni eru alls um 37.000 uppflettiorð með um 12.000 dæmum
um málnotkun. Notkunarhópurinn miðast við íslendinga sem ferðast
til Danmerkur, námsmenn og þá sem nota tungumál við dagle störf.
Tölvuorðasafn. íslenskt-enskt, enskt-íslenskt. 4. útgáfa, auk-
in og endurbætt. Orðanefnd Skýrslutæknifélags íslands tók
saman. Ritstjóri Stefán Briem. Hið íslenska bókmenntafé-
lag í samvinnu við Skýrslutæknifélags íslands, Reykjavík
2005. ISBN 9979-66-164-X. 555 bls.
í fjórðu útgáfu tölvuorðasafnsins eru um 7700 íslensk heiti og um 8500
ensk heiti á rúmlega 6500 hugtökum sem lúta að upplýsingatækni og
tölvimotkim. Orðasafninu er eins og í fyrri útgáfum skipt í tvo hluta.
Fyrri hlutinn er íslensk-ensk orðaskrá með skilgreiningum og útskýr-
ingum á flestum hugtökunum. Síðari hlutinn er ensk-íslensk orðaskrá.
Þar er íslensk þýðing við hvert orð sem um leið er tilvísun til fyrri
hluta verksins. Bókin er nú talsvert stærri en þriðja útgáfa og hefur um
1500 hugtökum verið bætt við. Þriðja útgáfa hefur verið aðgengileg í
orðabanka íslenskrar málstöðvar. Ráðgert er að fjórða útgáfa verði sett