Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 9. J Ú N Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  133. tölublað  104. árgangur  HÉR VANTAR SKÓLASTJÓRA MEÐ BÖRN FLOTI FLUG- FÉLAGANNA VEX ÖRT HUGUR OG HEIM- UR JÓHANNESAR KJARVALS VIÐSKIPTAMOGGINN FIMM STJÖRNU DÓMUR 78ELÍN AGLA Í ÁRNESHREPPI 14 „Í fyrra var hér meira kríuvarp en árin á undan og við þykj- umst sjá að nú sé töluvert meira af kríu. Vonandi heldur þetta áfram,“ sagði Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri Nes- klúbbsins á Seltjarnarnesi. Hann sagði að krían hefði komið upp fleiri ungum í fyrra en um nokkurt skeið og það hefði skilað sér. Varpið er augljóslega þéttara nú en það var orðið. „Við sýnum kríunni virðingu en það þarf ekki alltaf að vera gagnkvæmt,“ sagði Haukur. Kríur sem verpa nálægt bíla- stæðinu gera t.d. aðsúg að gestum og merkja bílana með driti. Einbeitt kría í árásarhug á Seltjarnarnesi Morgunblaðið/Ómar  Af núverandi 63 alþingismönn- um hafa 11 ákveðið að hverfa af þingi og fjórir hafa ekki ákveðið hvort þeir gefa áfram kost á sér á þing. Tveir al- þingismenn vildu ekki svara þegar Morgunblaðið spurði hvort þeir hygðust áfram gefa kost á sér til þingstarfa eða ætluðu að hverfa af þingi. Hins vegar ætla 46 þingmenn að gefa áfram kost á sér. »6 Talsverð hreyfing á þingmönnum Alþingi Ellefu ætla að hætta á þingi.  Í ár verður Icelandair með 28 þotur í áætlunarflugi á flugleiðum sínum og Wow air með 12 vélar. Samanlögð burðargeta vélanna 40 er slík að ef þær væru allar á lofti á sama tíma gætu þær flutt 8.165 far- þega milli staða. Það jafngildir því að flotinn gæti tekið við nærri öll- um íbúum Árborgar á einum og sama tíma. Forsvarsmenn flug- félaganna búast við að enn muni fjölga í flotanum á komandi miss- erum. »ViðskiptaMogginn Flugfélögin eru með 40 þotur í flotanum Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Með frumvarpi Ólafar Nordal innan- ríkisráðherra, sem samþykkt var á Alþingi í gærkvöldi með 32 atkvæð- um gegn 13, er lagt til bann við verk- fallsaðgerðum flugumferðarstjóra og frekari vinnustöðvunum eða öðrum aðgerðum sem er ætlað að knýja fram æðri skipan kjaramála. Lagt er til að hafi flugumferðar- stjórar og Samtök atvinnulífsins ekki undirritað kjarasamning fyrir 24. júní nk. skuli innanríkisráðherra skipa þrjá aðila í gerðardóm sem skuli fyrir 18. júlí nk. ákveða kaup og kjör þeirra félagsmanna sem frum- varpið nær til. Sigurjón Jónasson, formaður Fé- lags íslenskra flugumferðarstjóra, segir frumvarpið vera vonbrigði og vandséð hvernig lagasetning leysi vandamálið. „Sérstaklega í ljósi þess að þetta voru ekki beinar verkfalls- aðgerðir sem við vorum í heldur var þetta yfirvinnubann og þrátt fyrir lögin ber engum skylda til þess að vinna yfirvinnu,“ segir Sigurjón. Hann segist ekki hafa fundið mikinn samningsvilja af hálfu viðsemjenda og að þeir hafi á síðustu fundum virst vera að bíða eftir inngripi af þessu tagi. Guðni Sigurðsson, upplýsinga- fulltrúi Isavia, segist vona að samn- ingar náist. „Þetta hefur þau áhrif að nú er komin dagsetning og við von- umst til að ná samningi fyrir þá dag- setningu.“ Hann er ósammála Sigur- jóni og segir Isavia þvert á móti hafa mætt litlum samningsvilja hjá flug- umferðarstjórum „Það hafa komið tilboð og þeim hefur verið hafnað beint. Það þarf tvo til að semja og það má eiginlega segja um samningsvilj- ann hinum megin að hann hefur ekki verið fyrir hendi. Þegar tilboð kemur er því bara þvert hafnað. Nú er kom- in pressa og vonandi er hægt að ná góðum samningum,“ segir Guðni. Ríkisstjórnin kom saman til fund- ar í gær þar sem frumvarpið var kynnt. Alþingi var kallað saman kl. 15 og því var síðan frestað um kl. 21:30 til 15. ágúst nk. Lög sett á aðgerðir flugumferðarstjóra  Aðilar fá frest til 24. júní áður en gerðardómur tekur við MAlmannahagsmunir... »4 Morgunblaðið/Eggert Lagasetning Flugumferðarstjórar biðu fregna af Alþingi í gærkvöldi. Um 90.000 manns skipa öryggissveitir á Evrópumótinu í fótbolta sem hefst á morgun. Eru sveitirnar á varðbergi gegn hugsanlegum hryðjuverkum og hefur AFP eftir innanríkisráðuneyti Frakk- lands að hugsanleg skotmörk séu leikvangarnir, svæði stuðnings- manna og samgöngukerfi. Herlög gilda í landinu og því verður strangt eftirlit með stuðningsmönnum. Tólfan, stuðningsmannasveit Ís- lands, mun hita upp á hverjum leik- degi á sérstöku svæði, Fanzone, þar sem öryggisgæsla verður mikil. Tólfan hitti m.a. lögregluna og innanríkisráðuneytið og hélt fund með FSE, sem eru stuðningsmanna- samtök Evrópu, í undirbúningi sín- um fyrir mótið. Þar kom fram að óskipulagðir „hittingar“ yrðu stöðv- aðir af yfirvöldum. »22 og 46 Viðbún- aður á EM  Allir óskipulagðir „hittingar“ stöðvaðir Tólfan Margir eru að fara á EM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.