Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Samþykkt var í bæjarstjórn í vik- unni, með ellefu samhljóða atkvæð- um, bókun sem sjálfstæðismaðurinn Njáll Trausti Friðbertsson lagði fram, þar sem skorað er á ríkis- stjórn Íslands að taka til skoðunar niðurgreiðslu- og jöfnunarkerfi í innanlandsflugi.    Í bókun Njáls segir: „Í þessu sambandi er bent á leið sem farin hefur verið í Skotlandi til að koma til móts við íbúa sem treysta á flug- samgöngur á strjálbýlli svæðum landsins. Þessi leið sem gengur und- ir nafninu Air Discount Scheme for the Highlands and Islands veitir íbú- um með lögheimili á ákveðnum svæðum rétt til 50% afsláttar af far- gjöldum hjá flugfélögum sem taka þátt í verkefninu.“    Síðar á árinu verður listaverk eftir Elísabetu Geirmundsdóttur sett upp á flötinni við Minjasafns- tjörnina í Innbænum. Verkið, Útþrá, verður senn sent til Þýskalands þar sem gerð verður af því eftirmynd úr bronsi, sem verður einn metri á hæð, heldur stærri en listaverkið.    Elísabet Geirmundsdóttir bjó alla tíð við Aðalstræti, í gamla Inn- bænum sem gjarnan var og er nefndur Fjaran. Hún var einmitt sjaldnast kölluð annað en Lista- konan í Fjörunni. Æskuheimili hennar var númer 36 en þau Ás- grímur Ágústsson, eiginmaður hennar, byggðu sér síðan húsið núm- er 70. Útþráin mun standa þar á milli, en Minjasafnið er númer 58.    Árið 2015 hefði Elísabet orðið 100 ára og á þeim tímamótum færðu börn hennar, Ásgrímur og Iðunn Ágústsbörn, Minjasafninu á Akur- eyri listaverkasafn Elísabetar til eignar og varðveislu. Í tilefni af þeirri góðu gjöf er Minjasafnið nú að útbúa rými á efstu hæð safnsins þar sem verður varanleg sýning á hluta verka Elísabetar. Á afmælisárinu var haldin vegleg yfirlitssýning á verkum hennar í Listasafninu á Akureyri.    Elísabet Ásgrímsdóttir, barna- barn og nafna listakonunnar, hefur veg og vanda af verkefninu. „Í kjöl- far sýningarinnar á Listasafninu kom fólk að máli við mig og fleiri, og nefndi að það þyrfti endilega að koma upp varanlegu útilistaverki eftir ömmu,“ segir hún. „Svo lengi sem ég man, og í raun fyrir mitt minni, hefur verið um það rætt að það megi til með að koma úti- listaverki eftir Listakonuna í Fjör- unni í varanlegt efni svo allir megi sjá og njóta. Ég velti því fyrir mér hvað þyrfti til, eftir hverju væri ver- ið að bíða, og komst að því að líklega væri ekki verið að bíða eftir neinu nema helst sjálfri mér!“    Gert er ráð fyrir að verkefnið kosti 2,7 milljónir króna. Leitað hef- ur verið til ýmissa sjóða og er þegar búið að safna 1,7 milljónum króna.    Fjörutíu ára afmæli Raftákns, verkfræðistofu á rafmagnssviði með höfuðstöðvar á Akureyri, var fagnað með veglegri hátíð á dögunum í há- tíðarsal Háskólans á Akureyri. Þar var boðið upp á tónlist og önnur skemmtiatriði.    Raftákn var stofnað 1. júní 1976 og hefur unnið að mjög margvís- legum verkefnum, síðustu ár m.a. séð um alla hönnun raflagna í Hval- fjarðargöngum, Fáskrúðsfjarðar- göngum, Almannaskarðsgöngum og Héðinsfjarðargöngum. Fyrirtækið sá einnig um hönnun lýsingar- og rafkerfa fyrir Hófsgöngin á Suðurey í Færeyjum, Múlagöng, Strákagöng og Vestfjarðagöng.    Auk þess að þiggja gjafir eins og gengur færði Raftákn Verkmennta- skólanum á Akureyri eina og hálfa milljón króna að gjöf í tilefni afmæl- isins, ásamt fyrirtækinu Johan Rönning. Féð er hugsað til þess að endurnýja kennslubúnað í ljósastýr- ingarkerfum.    Framkvæmdir hófust nýlega við lagna- og gatnagerð á svokölluðum Drottningarbrautarreit, svæðinu sunnan við veitingastaðinn Bautann þar sem hafa verið bílastæði. Þeim mun fækka umtalsvert meðan á framkvæmdum stendur. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum undir lok júlí í sumar.    Brátt hefjast framkvæmdir við að bæta fjarskiptasamband í Gríms- ey. Þar hafa menn lengi búið við lé- legt og óstöðugt net- og síma- samband en í fyrra fékk Grímsey inngöngu í verkefnið Brothættar byggðir á vegum Byggðastofnunar.    Markmiðið verkefnisins, sem hlaut heitið Glæðum Grímsey, er að heyra skoðanir íbúanna sjálfra á framtíðarmöguleikum heima- byggðarinnar og leita lausna á for- sendum þeirra í samvinnu við ríkis- valdið, sveitarfélagið og fleiri aðila. „Í þessari vinnu hefur komið skýrt fram að eitt af þeim málum sem íbú- ar Grímseyjar hafa hvað mestar áhyggjur af eru fjarskiptamálin, bæði net- og símasamband. Því var áhersla lögð á einmitt þann þátt,“ segir í frétt á heimasíðu Akureyrar.    Léttblúsað Skuggatríó Sigurðar Flosasonar heldur tónleika í Hofi í kvöld kl. 20. Þetta eru þeir fyrstu í sumardagskrá Menningarfélags Akureyrar í samstarfi við veitinga- staðinn Bistro 1862 í menningarhús- inu. Með Sigurði saxófónleikara spila í tríóinu þeir Þórir Baldursson á Hammond-orgel og Einar Schev- ing á trommur.    Hljómsveitin AmabAdamA verður með tónleika á Græna hatt- inum annað kvöld, föstudagskvöld. Á laugardaginn koma þar fram Vök, sem sigraði í Músíktilraunum árið 2013, og CeaseTone. Hvetja til niðurgreiðslna í innanlandsflugi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Í Fjörunni Feðginin Elísabet Ásgrímsdóttir og Ásgrímur Ágústsson við listaverkið Útþrá eftir Listakonuna í Fjörunni, Elísabetu Geirmundsdóttur. Rafmagnað afmæli Baldvin Ringsted, sviðstjóri verk- og fjarnáms í Verk- menntaskólanum á Akureyri, til vinstri, tók við peningjagjöf frá Raftákni og Johan Rönning í afmæli Raftákns. Árni Viðar Friðriksson, framkvæmda- stjóri Raftákns, er í miðjunni og til hægri Friðbjörn Bendiktsson, rekstrar- stjóri Johan Rönning á Akureyri. Hér að ofan er forláta róbot sem starfs- menn Raftákns forrituðu þannig að hann sótti veigar á flöskum og færði nærstöddum. Fyrirtækið Vélfag smíðaði gripkló og upptakara af þessu til- efni þannig að vélmennið gat opnað flöskur sjálft ef fólk kaus það! Ljósmyndir/Auðunn Níelsson Útgerðarfélagið Sydvest Fiskeri í Bergen í Noregi fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra-bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Noregur er stærsti útflutningsmark- aður Trefja á meginlandi Evrópu. Að útgerð nýja bátsins stendur Lars Tore Skår. Báturinn hefur hlot- ið nafnið Skår Jr en hann mælist 11 brúttótonn. Skår Jr er af gerðinni Cleopatra 33. Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT N90, 410 hestöfl tengd ZF286IV gír. Báturinn er útbúinn sigl- ingatækjum af gerðinni JRC og Sim- rad. Báturinn er einnig útbúinn með hliðarskrúfu að framan tengdri sjálf- stýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til veiða með snurvoð. Spil, trommlur og hífingarbúnaður er frá Hydema. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking. Rými er fyrir 12 stk. 380 l kör í lest. Svefnpláss er fyrir 2-3 í lúkar ásamt eldunaraðstöðu með eldavél, ör- bylgjuofni og ísskáp, segir í frétt frá Trefjum. Frá stofnun Trefja árið 1977 hefur fyrirtækið framleitt rúmlega 400 báta. sisi@mbl.is Ljósmynd/Trefjar Skår Jr Hinn nýi bátur í reynslusiglingu í Hafnarfjarðarhöfn. Bátur til NoregsUndirfataverslun Glæsibæ Full búð af glæsilegum vörum frá Sendum um allt land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.