Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 58
MATARferðamennska58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 VERSLAÐU Á WWW.GÁP.IS Gotthjól þarf ekki að kostamörg hundruð þúsund.Mongoose Reform er hjólið semþú hefur leitað að, frábært hjól innanbæjar sem fer hratt enmjúklega yfir og öflugt á stígumogmalarslóðum. VARÚÐ! FJÁRFESTING Á HJÓLI GETU R VALDIÐMEIRI SAMVERU FJÖLSKYLDUNNAR, HREYFINGU OG BETRI LÍÐAN! 99.900,- Hjólað í vinnuna á virkum dögum - leika sér um helgar! Bergljót Friðriksdóttir beggo@mbl.is F imm ár eru síðan Vestfirðing- urinn Bragi Geir Gunnarsson keypti býlið Björk á Klepp- járnsreykjum í Reykholtsdal í Borgarfirði og hóf að byggja upp ferðaþjónustu undir merkjum Hversins. Nú rekur hann þar tjald- svæði, býður upp á notalega heima- gistingu á gamla bænum og leigir út íbúðir í „gamla pakkhúsinu“ og þar sem áður var vegasjoppa sem seldi gas og olíu er nú veitingahús og ferðamannaverslun með kjarngóðan heimilismat og ferskt hráefni beint frá býli. Bíldudals grænar „Ég stóðst ekki mátið þegar ég fékk þetta tækifæri upp í hendurnar árið 2011,“ segir Bragi sem fæddist og er alinn upp á Bíldudal, menntað- ur íþróttakennari og bjó í 25 ár á Tálknafirði. „Mínir fjölskylduhagir breyttust fyrir sex árum, ég fluttist þá suður til Reykjavíkur en tolldi ekki þar enda mikil dreifbýlistútta. Skeljungur rak hér lengi olíuverslun en þeim rekstri var hætt 1999 og hér var allt í niðurníðslu þegar ég kom; gamli bærinn, útihús og gróð- urhús. Ég stökk í djúpu laugina og þekkti engan hér í byrjun en heima- menn hafa tekið mér afskaplega vel og þetta hefur verið afar skemmti- legt verkefni, að byggja upp Hver- inn.“ Bragi endurbyggði húsnæðið við tjaldsvæðið, innréttaði þar gott eldhús, veitingasal og verslun og býður ferðalöngum upp á íslenskan heimilismat, eins og hann kallar það. Sjálfur sér hann um elda- mennskuna, en hann var mörg ár matsveinn á sjó og segist vera hok- inn af reynslu. „Ég er auðvitað með gott starfsfólk með mér, en geng þó sjálfur í öll verk, mér finnst það skemmtilegast.“ Á matseðlinum er Hverasúpan efst á blaði, að sögn Braga. „Súpan er gerð úr grænmeti sem ég rækta sjálfur og fæ jafn- framt ferskt hráefni af næstu bæj- um, hún er bæði holl og bragðgóð og alltaf vinsæl á meðal matargesta. Við bjóðum jafnframt upp á tómat- súpu úr tómötum úr minni ræktun og tvo daga vikunnar er kjötsúpan á borðum. Með súpunum er heima- gert brauð, stundum jafnvel súr- deigsbrauð. Ég býð alltaf upp á pönnu- steiktan, nýveiddan fisk og fyrir þá sem vilja kjöt er ég alla daga með lambalærissneiðar í raspi. Þetta er matur sem ég ólst upp við og út- lendingar eru greinilega mjög sólgnir í íslenskan heimilismat, þeim finnst hann spennandi. Lambakjötið er borið fram með rauðkáli og rabarbarasultu – og auðvitað grænum baunum. Með þessum klassíska rétti held ég á lofti minningunni um Bíldudals grænar; ég var 13 ára gutti í sum- arvinnu hjá verksmiðjunni síðasta starfsárið 1974 og hafði það mik- ilvæga hlutverk að loka baunadós- um.“ Tjald í gróðurhúsi Hverinn býður upp á heima- gistingu í upprunalega íbúðarhús- inu, þar eru fjögur tveggja manna herbergi með uppbúnum rúmum. Ennfremur er hægt að leigja tvær notalegar íbúðir, sem Bragi innrétt- aði í „gamla pakkhúsinu“. Tjald- svæði Hversins rúmar 60 til 80 tjöld, tjaldvagna og húsbíla og Bragi leggur áherslu á að hundar séu vel- komnir. Aðgangur er að salernis- og sturtuaðstöðu, ásamt þvottavél og þurrkara, útigrilli, seyrulosun fyrir húsbíla og bílaþvottaplani. „Í sumar býð ég upp á þá nýj- ung að nú er jafnframt hægt að slá upp tjöldum inni í gróðurhúsi. Ég gerði upp tvö bogahús sem höfðu staðið lengi auð, strengdi nýtt plast og lagði túnþökur, og held þeim snyrtilegum með því að slá á fjög- urra daga fresti. Ég kalla þessa nýju gistiað- stöðu Hobbitahús. Þau eru sniðin fyrir erlenda tjaldferðalanga sem birtast oft snemma á vorin þegar enn er kalt, en eiga án efa líka eftir að koma sér vel fyrir Íslendinga, til dæmis þegar slagveður setur strik í reikninginn í fríinu. Inni er alltaf hlýtt og notalegt og ilmur af ný- slegnu grasi og það þarf ekki endi- lega tjald; góð dýna og svefnpoki nægir.“ Sætir Nammitómatar Bragi gerði upp þrjú önnur gróðurhús á jörðinni og þar ræktar hann sumarblóm og ýmiss konar góðgæti, sem bæði er notað til mat- argerðar á veitingastaðnum og selt í ferðamannaversluninni. „Ég rækta alls kyns salat og kryddjurtir, gul- rætur og síðast en ekki síst tómata. Ég er reyndar ekki með bý- flugu í húsunum til að frjóvga plönt- urnar, fyrir vikið verða tómatarnir minni en ella en þeir eru ákaflega sætir og bragðgóðir og við höfum kosið að kalla þá Nammitómata. Við seljum mikið af Nammitómötum, gulrótum, öðru grænmeti og krydd- jurtum í versluninni en þar fæst jafnframt annar varningur sniðinn fyrir ferðafólk, ásamt ýmsu hand- verki af svæðinu.“ Hann segir ferðamenn áhuga- sama um jarðhita og ylrækt, margir leggi leið sína í gróðurhúsin og hverasvæðið hafi mikið aðdráttarafl, bæði meðal Íslendinga og útlend- inga. „Kleppjárnsreykjahver, sem er fjórði stærsti hver landsins, er í aðeins 80 metra fjarlægð frá tjald- svæðinu. Deildartunguhver, vatns- mesti hver Evrópu, er svo í 800 metra fjarlægð og langflestir sem hingað koma fá sér góðan labbitúr þangað. Það er margt að skoða í ná- grenninu, svo sem Reykholt og Reykholtskirkja, Snorralaug og Snorrastofa, Hraunfossar, Geit- fjársetrið á Háafelli og Víðgelmir, en hann er einn merkasti hellir Evr- ópu með ótrúlega fallegum dropa- steinum og ísmyndunum.“ Þýskir ferðalangar Bragi bætir við: „Síðast en ekki síst er það svo Langjökull og íshell- irinn sem dregur að mikinn fjölda ferðamanna og margir stoppa hér hjá okkur á ferð sinni þangað.“ Aðspurður segir hann erlenda ferðamenn um 80% viðskiptavina og langmest sé um Þjóðverja. „Þýskir ferðalangar eru áberandi og þannig hefur það verið frá byrjun. Aðal- ferðamannatíminn hefst í lok maí og svo róast allt í ágúst, eftir Menning- arnótt. Hér eru vinnudagarnir oft ansi langir en starfið er svo lifandi og skemmtilegt að ég gleymi yfirleitt að líta á klukkuna. Yfir sumartím- ann erum við hér fimm starfandi, en yfir veturinn er ég einn. Í haust held ég áfram uppbyggingu ferða- þjónustu á svæðinu; þau eru næg verkefnin og alltaf eitthvað sem má laga eða bæta. Ætli mitt fyrsta verk verði ekki að merkja gönguleiðir.“ www.hverinn.is Vegasjoppan varð veitingahús  Á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði býður ferðaþjón- ustufyrirtækið Hverinn upp, á nýstárlega tjaldaðstöðu, ásamt gistingu í gömlu pakkhúsi  Þar sem áður var seld olía er nú veitinga- staður með þjóðlegan mat úr hráefni beint frá býli og ferðamannaverslun með brakandi ferskt grænmeti og annað góðgæti. Gulrætur Brakandi ferskar.Kryddjurtir Ilmandi, bráðhollar og ljúffengar. Hobbitahús Notalegt að tjalda í öllum veðrum. Hverinn Bílddælingurinn Bragi Geir Gunnarsson var um árabil kokkur á sjó en nú hefur hann byggt upp ferðaþjón- ustu á Kleppjárnsreykjum, þar sem hann eldar ofan í svanga ferðamenn og ræktar sjálfur sitt krydd og grænmeti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.