Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 60
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Á bænum Vogum við Mý- vatn hefur orðið til áhuga- verður rekstur þar sem saman fara mjólkurbú, sauðfjárbú, veitingastaður og nota- legt gistihús. Ólöf Hallgrímsdóttir rekur Vogafjós með manni sínum Jóni Reyni Sigurjónssyni og einnig koma að rekstrinum bróðir Ólafar, Leifur, og hans kona Gunnhildur. Segir Ólöf að ævintýrið hafi byrjað þegar ljóst þótti að endurnýja þurfti gamla fjósið á bænum. „Við byggðum nýtt fjós árið 1998, helmingi stærra en það gamla, og fórum úr 7 eða 8 kúm upp í 16 mjólkandi kýr. Þetta var ágætis við- bót en til viðbótar erum við með um 120 kindur. Jörðin okkar er nokkuð stór en ekki með beitarland og tún hér heima fyrir stærri bústofn. Samhliða því vorum við að spá í hvað við gætum gert fleira til að styðja við búskapinn og úr varð að gera litla aðstöðu þar sem væri hægt að taka á móti gestum og gangandi, og leyfa þeim að fylgjast með lífinu í fjósinu í gegnum glugga. Opnar því kaffihúsið Vogafjós árið 1999, með sætum fyrir rétt um 30 anns.“ Eldað af metnaði Árið 2004 missir Jón Reynir vinnuna og var þá brugðið á það ráð að efla starfsemina á bænum enn frekar. „Við hugleiddum hvað við gætum gert til að halda áfram að búa hér og ákváðum að bæta við gistihúsi, færa út kvíarnar og bæta aðstöðu til að selja veitingar. Úr varð gistihús með 26 herbergjum, öll með baði og morgunverði. Árið 2009 stækkuðum við veitingasalinn svo að hann rúmar núna á bilinu 70 til 80 manns.“ Er mikill metnaður lagður í þjónustuna við gesti og sam- anstendur t.d. matseðillinn í dag af ómótstæðilegum réttum þar sem uppistaðan er hráefni úr héraði og af bænum sjálfum. „Við bjóðum t.d. upp á heimatilbúinn mozarella-ost, og notum einnig mikið okkar eigin salatost. Bökum við líka hvera- brauð, reykjum silung og hangikjöt og lögum snaps hússins með hvannarfræjum. Allar kökurnar eru heimagerðar og leggjum við ríka áherslu á að hafa allt hráefni ferskt og í hæsta gæðaflokki. Til að halda sem mestu af virðisaukanum heima fyrir notum við á veitingastaðnum allt kjöt sem framleitt er á búinu.“ Eitthvað um að vera allt árið Reksturinn er í dag í miklum blóma og eru þau Ólöf og Jón Reyn- ir með um 20 manns á launaskrá yf- ir veturinn en á bilinu 35 til 40 yfir sumartímann. Er Ólöf með réttu stolt þegar hún bendir á að veitinga- staðurinn í Vogafjósi er efstur á lista ferðamannavefsíðunnar Trip- advisor yfir veitingastaði í Mývatns- sveit. Herbergin eru snotur og hlý- leg, maturinn freistandi og mörgum þykir skemmtilegt að geta skyggnst inn í lífið á mjólkurbúi. Hjálpar líka til að vaxandi straumur ferðamanna liggur að Mývatni, árið um kring. „Mikil uppbygging hefur orðið hér á svæðinu og margt breyst, hér er meira og minna allt orðið opið allan ársins hring. Fyrir bæði innlenda og erlenda ferðamenn er þetta ákveð- inn upphafspunktur, t.d. í ferðum upp að Herðubreiðarlindum, í Jök- ulsárþjóðgarð og inn á hálendið. Að- eins er um klukkutíma akstur hing- Sveitasæla og norðurljósadýrð  Straumur gesta liggur að bænum Vogum árið um kring  Á veitingastaðnum eru galdraðir fram réttir þar sem hráefni úr héraði og af sjálfum bænum er í aðal- hlutverki Þægindi Herbergi gistihússins eru vel útbúin, með baði og hita í gólfum. Morgunverður fylgir með gistingunni og Vogar er góður staður til að á um stund t.d. á leið inn a hálendið. Heimagert Á bænum er m.a. framleitt hangikjöt og hverabrauð. Freisting Reykti silungurinn er hnossgæti og nostrað við vöruna.Biti Ólöf sýnir eitt af bragðgóðum hangilærunum frá Vogum. 60 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 VALS TÓMATSÓSA ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA MATARferðamennska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.