Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Vertu upplýstur! blattafram.is MÖRG ÞEKKJUM VIÐ BÆÐI ÞOLENDUR OG GERENDUR KYNFERÐISOFBELDIS PERSÓNULEGA. ERUM VIÐ AÐ SAMÞYKKJA ÞAÐ MEÐ ÞÖGNINNI? Eyrnalokkagöt Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Ég fór í laseraðgerð hjá Sjónlagi í lok maí 2015. Keypti mér Thealoz dropana eftir aðgerðina og var mjög ánægð, ákvað samt að prufa að kaupa mér ódýrari dropa og fann rosalega mikinn mun á gæðum. Þessir ódýrari voru bara ekki að gera neitt fyrir mig og þurfti ég að nota mikið meira magn. Mælti með dropunum við tengdamömmu og er hún alsæl með Thealoz dropana. Elín Björk Ragnarsdóttir Þurrkur í augum? Thealozaugndropar Fæst í öllum helstu apótekum. Þjóðhagsráð kom saman til síns fyrsta fundar í gærmorgun en fulltrúar launþegasamtakanna mættu ekki til fundarins vegna ágreinings um hlutverk ráðsins, eins og greint var frá í frétt Morgun- blaðsins í gær. Þennan stofnfund ráðsins sátu því fulltrúar ríkisstjórn- arinnar, Sambands íslenskra sveit- arfélaga, Samtaka atvinnulífsins og Seðlabankans. Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu í gær segir að heildarsamtök launafólks sem að- ild eiga að rammasamkomulaginu, sem kennt er við Salek, hverju sinni geti gerst aðilar að Þjóðhagsráði. ASÍ og BSRB sendu frá sér sam- eiginlega yfirlýsingu í gær þar sem segir að fulltrúar BRSB og ASÍ hafi lagt til að myndaður verði annar samhliða vettvangur um samræðu fulltrúa stjórnar og stjórnarand- stöðu og fulltrúa samningsaðila á vinnumarkaði. Þar geti þessir aðilar freistað þess að mynda breiða sam- stöðu um meginviðfangsefni og for- gangsröðun í uppbyggingu velferð- arkerfisins og fjármögnun þess. Forsætisráðherra hafi nú boðað til stofnfundar Þjóðhagsráðs þrátt fyrir að engin niðurstaða sé um málsmeð- ferð „um hina velferðarpólitísku hlið málsins“. ASÍ og BSRB telja því ótímabært að stofna Þjóðhagsráðið á meðan ekki hafi náðst sátt um hlut- verk þess og markmið. Ljósmynd/Forsætisráðuneytið Stofnfundur Ráðherrar, seðlabankastjóri, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins komu til fyrsta fundar Þjóðhagsráðs í gærmorgun. Fulltrúar launþegasamtaka mættu ekki. Funduðu án ASÍ og BSRB  Launþegasamtök sögð geta hverju sinni gerst aðilar að Þjóðhagsráði  ASÍ og BSRB segja stofnun þess ótímabæra Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikill breytileiki er í þróun fast- eignamats innan höfuðborgarsvæð- isins og á milli staða á landsbyggð- inni, samkvæmt nýrri fasteignamats- skrá. Hluti af skýringunni er sú að matsverð íbúða í fjölbýli, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, hækkar meira en í sérbýli. Munar í mörgum tilvikum nærri helmingi á hækkun í fjölbýli og sérbýli. Nýja fasteignamatið sem Þjóðskrá Íslands kynnti í gærmorgun gildir á árinu 2017. Það grundvallast á upp- lýsingum um þinglýsta kaupsamn- inga, auk fjölmargra annarra þátta sem áhrif hafa á verðmæti fasteigna. Það miðast við verðlag fasteigna í febrúar sl. Eigendur hafa frest til 1. september til að gera athugasemdir. Mesta hækkun í Bústaðahverfi Meðalhækkun á mati íbúðar- húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er 9,2%. Mikla hækkun má finna víða á svæðinu, þó mest miðsvæðis. Mest hækkar matið í Bústaðahverfi, um rúm 20%, og um tæp 17% í Fellunum í Breiðholti. Matið lækkar á Kjal- arnesi og á tveimur matssvæðum í Garðabæ, meðal annnars um rúm 4% á Arnarnesi. Enn meiri breytileiki er í þróun á fasteignamati utan höfuðborg- arsvæðisins. Áberandi er að matið hækkar mikið í bæjum þar sem eft- irsótt er að kaupa hús til sum- ardvalar. Dæmi um það eru Stykk- ishólmur, Vík í Mýrdal og Siglufjörður. Á Vesturlandi hækkar matið mest í Búðardal, um rúm 23%, en í stærsta byggðarlaginu, Akranesi, um rúm 7%. Fasteignamat á Patreksfirði hækkar um rúm 22% en í næsta firði, Tálknafirði, lækkar matið um rúm 4%. Matið í eldri byggðinni á Ísafirði og á Flateyri og Þingeyri hækkar um 12-13%. Lækkun á Norðurlandi vestra Norðurland vestra sker sig nokkuð úr. Þar lækkar matið að meðaltali á öllum matssvæðum. Það lækkar til dæmis á Blönduósi um rúm 9% og um 0,2% á Sauðárkróki. Á Akureyri hækkar matið um 6- 10%, mismunandi eftir hverfum bæj- arins. Tæplega 11% hækkun er á eignum á Siglufirði en 3,5% hækkun í systurbænum Ólafsfirði. Matið lækk- ar um 7,7% í Hrísey. Þá lækkar matið um 1,6% á Húsavík, þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir fasteignum. Aftur á móti er rúmlega 14% hækkun á Þórs- höfn og 10,5% hækkun á Raufarhöfn. Mesta hækkun á einstöku mats- svæði á landinu öllu reynist vera á Vopnafirði, 25%. Tæplega 8% hækk- un er á eignum á Egilsstöðum. Matið hækkar um 8,7% í Neskaupstað, mun meira en í systurbæjunum í Fjarða- byggð. Skörp hækkun er á Djúpa- vogi, 20,5%, og 16% á Höfn. Fasteignamatið hækkar um 20- 21% í Vík og á Kirkjubæjarklaustri. Á Selfossi kemur fram 6,3% hækkun og 7,1% í Hveragerði en aðeins tæp- lega 1% hækkun í Þorlákshöfn. Í Vestmannaeyjum lækkar fast- eignamatið um 0,2%. Fjölbýli hækkar meira en sérbýli  Fasteignamat hækkar mest í miðhluta höfuðborgarsvæðisins  Tæplega 17% hækkun mats í Fellunum í Breiðholti  25% hækkun á Vopnafirði  Almenn verðlækkun á Norðurlandi vestra Morgunblaðið/Ómar Fasteignir Íbúðir í miðhluta höfuðborgarsvæðisins hækka meira en í jöðr- unum. Hús í glæsihverfum Garðabæjar hækka minna eða jafnvel lækka. Höfuðborgarsvæðið Breytingar á fasteignamati (nokkur dæmi) Heimild: Þjóðskrá Íslands Matssvæði Breyting Bústaðahverfi 20,10% Vesturbær: Vestan Bræðraborgarstígs 16,00% Miðbær: Frá Bræðraborgarstíg að Snorrabraut 14,90% Hólar, Berg í Reykjavík 14,60% Hagar/Melar: Vestan Hofsvallagötu 11,70% Árbær 11,10% Garðabær: Sjáland 10,80% Holt/Tún í Reykjavík 10,30% Kópavogur: Austurbær 10,20% Mosfellsbær: Höfðar, Hlíðar 10,20% Seljahverfi 9,60% Hlíðar 9,50% Hafnarfjörður 9,40% Laugarneshverfi/Vogar 9,20% Selás 9,20% Grafarvogur: Hamrar, Foldir, Hús 8,10% Grafarholt 7,40% Fossvogur 7,10% Mosfellsbær 6,40% Norðlingaholt 5,40% Kópavogur: Lindir, Salir 5,10% Garðabær 4,40% Seltjarnarnes 3,80% Kjalarnes -0,80% Garðabær: Arnarnes -4,10% Hækkun fasteignamats Sérbýli Fjölbýli Atvinnuhúsnæði Landið allt 6,20% 11,30% 7,60% Höofuðborgarsvæðið 6,50% 11,70% 9,10% Utan höfuðborgarsvæðis 5,50% 8,60% 4,10% Meiri hækkun í fjölbýli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.