Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 78
78 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Ífallega uppgerðum sölum Kjar-valsstaða stendur yfir ný sýn-ing á verkum meistarans, Jó-hannes S. Kjarval. Hugur og heimur, og er það forstöðumaður safnsins, Ólöf K. Sigurðardóttir, sem stýrir henni. Í vestursalnum er aðal- lega að finna verk úr einkasafni hjónanna Ingibjargar Guðmunds- dóttur og Þorvaldar Guðmundssonar (sem varðveitt er í Gerðarsafni í Kópavogi), þ. á m. verkið „Lífs- hlaupið“ sem Kjarval málaði á veggi vinnustofu sinnar í Austurstræti 12. Í austursal er úrval verka úr eigu Lista- safns Reykjavíkur og varpar sýningin ljósi á helstu viðfangsefni listamanns- ins. Mjög hefur verið vandað til verka við uppsetningu sýningarinnar og ekkert til sparað. Sýningarstjórinn fékk Axel Hallkel Jóhannesson sýn- ingarhönnuð til liðs við sig og hefur hann búið verkum Kjarvals afar fal- lega og öfluga umgjörð. Veggir og milliveggir hafa verið málaðir í svört- um, bláum, grænbláum og ljós- brúnum litum, auk hvíts, en þetta eru litir sem einkenna gjarnan verk Kjar- vals. Hver salur hefur þannig sterkan heildarsvip sem bindur sýninguna saman en um leið gegna litirnir því hlutverki að draga fram einstök verk og ýta undir stemningu í samstillingu verka. Lýsingin er afar fallega útfærð og sýningartextar með hæfilegu milli- bili vekja athygli á tilteknum þáttum í listsköpun Kjarvals og vitna jafnvel beint í hann, án þess að draga athygli frá sjálfum verkunum – sem eru í fyr- irrúmi á þessari sýningu. Vestursalurinn tekur djarflega á móti sýningargestinum með svörtum og hvítum veggjum sem kallast vel á við loftið í salnum. Hlýr, ljósbrúnn lit- ur í salnum tónar við hurðina á vinnu- stofu Kjarvals sem og við pappírinn í teikningum hans og liti í málverk- unum. Á veggnum andspænis áhorf- andanum er „Lífshlaupið“ miðlægt og nýtur sín vel á svörtum grunni. Hurð- inni hefur, ásamt gólflistum úr vinnu- stofunni, verið komið fyrir í þeim til- gangi að skapa tilfinningu fyrir upprunalegu samhengi verksins. Raunar má segja að sýningarhönn- unin endurómi eiginleika verksins sem rýmisverks (eða vísis að innsetn- ingu). Inntak verksins er epískt með skírskotun til sögu þjóðarinnar í harð- býlu og stórbrotnu landi – og jafn- framt er verkið óður til listarinnar og þess andlega auðs sem hún gæðir líf íbúanna. Skynja má nærveru hins skapandi einstaklings, listamannsins, í málningarblettum á hurðinni um- hverfis húninn. Á spjaldi á hurðinni stendur „Kjarval – vinnustofa“ en skyldi hann sjálfan vera þar að finna, handan við dyrnar? Í salnum eru mörg falleg verk. Hið misturkennda og draumfagra verk „Fyrstu tunglfararnir“ (um 1960-65) skipar heiðurssess á móti „Botns- súlum“ sem Kjarval málaði um svipað leyti og hann lauk við „Lífshlaupið“ 1933. Þar er jafnframt komið miðlægt mótíf í höfundarverki Kjarvals: Þing- vellir. Í þremur fyrrgreindum verkum birtast með áhrifaríkum hætti áherslur Kjarvals á landslagstúlkun, fantasíu og myndræna þætti þar sem „landslagið“ leysist upp í frjálslegt og spunakennt málverk er endurspeglar djúpstæða persónulega reynslu. Þar fléttast saman hugarmyndir og heim- ar náttúrunnar og málverksins. Vel fer á því að sýna teikningar Kjarvals á svarta veggnum gegnt „Lífshlaupinu“. Mótífin kallast á við fyrrgreind verk: kúbískar hraun- myndir, flæðandi fantasíur og stúdíur af sterkvöxnum líkömum. „Ítölsk kona“ horfir dökkeyg og eilítið kank- vís út úr einni mynd; skammt frá sjást mjúkar vangamyndir og „Fugl“ spók- ar sig á vegg. Á milliveggjum og enda- veggjum njóta sín ýmist stök málverk eða vel valdar samsetningar þeirra, má þar nefna sérstæð verk eins og „Bláberjahríslu“ og „Út um gluggann (Skjaldbreiður)“. Dæmi um skemmti- legt samspil verka má sjá þar sem hanga saman „Sjávargróður“, „Sálin“, „Söngur hafsins“ og „Hörpuleikur“. Val verka endurspeglar næma tilfinn- ingu Kjarvals fyrir ríkidæmi náttúr- unnar, frjótt ímyndunaraflið og leit- andi eðli hans sem listamanns. Í austursalnum njóta verk Kjarvals sín í stuttu máli sagt frábærlega. Vel er unnið með eiginleika hins þrískipta sýningarsalar, rýmið er brotið upp með milliveggjum en um leið sköpuð ákveðin nánd fyrir verkin. Verkin – málverk og teikningar – eru valin af kostgæfni, hæfilega mörg sýnd á hverjum fleti og er samstillingu þeirra og staðsetningu í salnum þannig hátt- að að hvert verk nýtur sín, mýkt þess, litbrigði og form, og einnig í samleik með öðrum verkum. Saman umvefja þau áhorfandann og draga hann inn í listræna samræðu Kjarvals við innri veruleika og umhverfið. Sýningar- textar á veggjum ýta undir skilning á slíkri samræðu (þótt stundum sé letr- ið í stærra lagi). Hér tekur hvert dá- semdarverkið við á fætur öðru sem lyftir geði áhorfandans á ferð hans um sýninguna og smitar hann af þeim fögnuði sem stafar frá verkum lista- mannsins. Á vinstri hönd (sunnan megin) í austursalnum er áhersla lögð á lands- lagsverk. Þar undirstrikar brúnleitur veggur litbrigði, frjálslega pensil- skrift og form í verkum eins og „Esj- unni 10. febrúar 1959“, „Esjunni í vorleysingum“ og „Lómagnúpi“ sem hanga hlið við hlið. Svört umgjörð dregur fram dulúðina í næturhúmi verkanna „Júnínótt á Þingvöllum“ og „Ágústnótt á Þingvöllum“. Með þess- um verkum, sem og öðrum, er minnt á hvernig Kjarval málaði á sömu stöð- unum á mismunandi tímum og rann- sakaði þannig ólík blæbrigði birt- unnar. „Skjaldbreiður“ skipar þarna sérstakan sess sem dæmi um hvernig innlifun Kjarvals í náttúruna – og málverkið – dró hann sífellt nær við- fangsefninu og „fegurðinni við hvert fótmál“. Fyrir miðju í salnum getur að líta ýmis konar myndrænar vanga- veltur Kjarvals. Þar bregður hann gjarnan á leik, stundum með alvar- legri undirtónum eins og í táknsögu sinni um glímuna við listina í verkinu „Krítík“, en það hvílir hér á svörtum fleti. Á bláum vegg þar andspænis myndast seiðandi litaspil milli verk- anna, og er engu líkara en að vorbirtu og fínlegum úða stafi frá þeim, eins og heiti eins þeirra, „Regntjöld vors- ins“, gefur til kynna. Í norðanverðum salnum tekur fantasían völdin í verk- um eins og „Skjaldmey“, „Sólfari – vetrarmynd úr Gálgahrauni“, „Álf- konum við Vífilsfell“, „Pegasusi og stúlkunni“ og „Ofar skýjum“. Þar mynda svartir, brúnir og blágrænir veggfletir bakgrunn er lyftir hverju verki og bindur saman salinn í ævin- týralega heild. Sýningin er afbragðsdæmi um það hvernig góð safnasýning getur í senn miðlað fagurfræði einstakra verka og upplýst áhorfandann um feril lista- manns. Sýningarhönnunin, sjónar- horn og áherslur sýningarstjóra varpa ljósi á þungamiðjuna í höfund- arverki Kjarvals: gjöfult sambýli við náttúruna – og um leið hið brýna er- indi verka hans við heiminn. Jóhann- es S. Kjarval. Hugur og heimur höfð- ar til breiðs hóps safngesta: hún er endurnærandi fyrir þá sem þekkja verk Kjarvals, einkar góð kynning fyrir þá sem minna þekkja til, og upp- götvun fyrir alla. Síðast en ekki síst lifnar rými Kjarvalsstaða við með þessari sýningu – í henni er fólgin samræða við byggingarlist hússins – þangað flæðir inn birta og hug- myndin um Kjarvalsstaði öðlast nýja merkingu. Morgunblaðið/Eggert Lífshlaupið Í vestursal Kjarvalsstaða er aðallega að finna verk úr einkasafni hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar, þ. á m. verkið „Lífshlaupið“ sem hér sést. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir Jóhannes S. Kjarval – Hugur og heimur bbbbb Til 21. ágúst 2016. Opið alla daga kl. 10-17. Aðgangur kr. 1.500, náms- menn: kr. 820, hópar 10+: kr. 820, öryrkjar, eldri borgar (70+) og börn 18 ára og yngri: ókeypis. Árskort kr. 3.300. Sýningarstjóri: Ólöf K. Sigurðardóttir. ANNA JÓA MYNDLIST Kjarvalsgaldur Draumfagurt Hið misturkennda og draumfagra verk Kjarvals, „Fyrstu tunglfararnir“. Skjaldmey Í norðanverðum salnum tekur fantasían völdin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.