Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is Moules Frites Bière Bláskel með frönskum og bjór 3490,- alla fimmtudaga VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Ég hef alltaf haft áhuga á sögunni, og fann á unglingsárum mínum bækur Churchills, sem hann skrifaði um seinni heimsstyrjöld og sjálfs- ævisögu hans,“ segir David Free- man, prófessor í sögu við ríkishá- skólann í Kaliforníu í Fullerton, en hann var staddur hér á landi í síð- ustu viku og flutti fyrirlestur um tengingu Winstons Churchill, fyrr- verandi forsætisráðherra Breta, við sögu og lýðræði. Freeman er einnig ritstjóri tímaritsins Finest Hour, sem hin alþjóðlegu Churchill- samtök gefa út fjórum sinnum á ári. Freeman segir að ekki hafi orðið aftur snúið eftir lesturinn á bókum Churchills. „Það helsta sem ég vissi um Churchill áður var að hann hefði verið forsætisráðherra Breta í seinni heimsstyrjöld, en ég vissi ekki þá að hann hefði einnig verið mikilvægur ráðherra í fyrri heimsstyrjöld, og að stjórnmálaferill hans hefði staðið yf- ir í 54 ár.“ Freeman bendir á að Churchill hafi komið að sumum af mikilvæg- ustu ákvörðunum sem teknar voru á 20. öld. „Hann átti til að mynda þátt í að leggja grunninn að velferðar- kerfinu í Bretlandi, með því að koma á ellilífeyri og atvinnuleysistrygg- ingum.“ Þá hefði Churchill haft lykilhlutverk með höndum þegar kom að því að móta samkomulag Breta við Íra um sjálfstæði þeirra síðarnefndu. „Og á sama tíma átti hann stóran þátt í stofnun núverandi Mið-Austurlanda eftir fall Ottómanaveldisins. Hann tók þar ákvarðanir um hvaða lönd yrðu stofnuð og hvers konar stjórnarfar yrði þar. Við búum því enn við arf- leifð Churchills að miklu leyti í dag.“ Sagan nátengd lýðræðinu Fyrirlestur Freemans tengdi saman söguáhuga Churchills og varðstöðu hans um lýðræðið á sínum tíma. „Saga var uppáhaldsfag Churchills í skóla ásamt enskri tungu, og náttúrlega hneigðist sögu- áhugi hans einkum að sögu lands hans. Hann var því alltaf með í huga hvernig þingræðið hafði þróast í Bretlandi og það hvaða fórnir þurfti að færa til þess að koma á lýðræði þar,“ segir Freeman og nefnir ensku borgarastyrjöldina sem dæmi. Churchill hefði skilið sögu lands síns betur en flestir aðrir stjórn- málamenn síns tíma, og ekki litið á stjórnarfar Breta sem gefinn hlut. „Hann sá hversu mikilvægar þessar stofnanir voru, og um leið hversu viðkvæmt lýðræðið gat verið,“ segir Freeman og bendir á að á fyrri helmingi 20. aldar hefði lýðræðið brostið í mörgum ríkjum Evrópu, sem hefðu tekið upp einræðisstjórn- arfar í staðinn. „Hann sá að það var hægt að glata lýðræðinu, ef enginn var því til varnar.“ Það sjáist best á því hvernig Churchill hegðaði sér sem forsætis- ráðherra. „Hann var alltaf með í huga þau takmörk á valdi sínu, jafn- vel þó að á stríðstímum hefði hann meira svigrúm en forsætisráðherra myndi fá á friðartímum.“ Churchill hefði samt áttað sig á því að hann gæti ekki farið öllu sínu fram, að það væru mörk, og að þau mörk yrði að virða. „Hann segir til dæmis við samráðherra sína þegar hann telur að þingið muni samþykkja visst ráðabrugg, eða þegar hann telur að ríkisstjórnin muni ekki fallast á þau áform.“ Sama hefði gilt um samskipti Churchills við herinn. „Þó að hann væri yfirmaður hermála jafnframt því að vera forsætisráðherra, virti hann alltaf álit herforingja sinna, jafnvel þegar þeir sögðu honum að hugmyndir hans um stríðsrekst- urinn væru ekki fýsilegar,“ segir Freeman. Churchill hefði borið mikla virðingu fyrir hershöfðingjum og flotaforingjum síns tíma, enda var hann sjálfur atvinnuhermaður. „Hann var þó aldrei hræddur við að segja þeim þegar hann taldi þá hafa á röngu að standa!“ segir Freeman og hlær. Hafði mikil áhrif á söguritun Ein frægasta tilvitnunin í Churc- hill hljóðar nokkurn veginn svo: „Sagan verður mér góð, því ég hyggst skrifa hana.“ Náði Churchill því markmiði sínu? „Hann náði vissulega að móta ímynd almennings á þann hátt að enn lifir í dag. Ólíkt Roosevelt sem dó og Stalín sem skrifaði ekkert bjó Churchill að því að vera atvinnurithöfundur frá því fyrir stríð. Hann vissi að hann myndi skrifa endurminningar sínar og varðveitti því skjöl sín sérstaklega með það að markmiði. Churchill varð því sá fyrsti til þess að koma sínum sjónarmiðum fram,“ segir Freeman, en stríðsárasaga Churc- hills kom út um þremur til fjórum árum eftir stríðslok í sex bindum og seldist mjög vel um allan heim. „Atvinnusagnfræðingarnir urðu að bíða þar til leyndinni var aflétt af þeim skjölum sem Churchill notaði, og því er það ekki fyrr en hann er látinn sem þeir fá sama aðgang og hann hafði,“ segir Freeman og bætir við að þá hafi komið í ljós að það stóðst kannski ekki allt sem Churc- hill ritaði. „Hann sagði reyndar sjálfur að þetta væri ekki hugsað sem sagn- fræði, heldur sem málsvörn sín fyrir almenning: „Svona sé ég málin og þannig ættuð þið að gera það líka!““ Freeman segir að þó að frásögn Churchills teljist ekki sagnfræði, sé oftast hægt að finna út hvaða heim- ildir hann notaði og hvað réð ákvarð- anatöku hans. Snillingur í að hanna ímynd Talið berst að göllum Churchills og stjórnmálum dagsins í dag, og því hvernig Churchill sé um margt ólík- ur þeim stjórnmálamönnum sem nú séu uppi. Gæti maður eins og Churc- hill náð kjöri í dag? „Ég tel það,“ segir Freeman án umhugsunar. „Þú nefndir drykkju hans og reykingar, en hefði hann reykt eins mikið og drukkið eins mikið og fólk hélt, þá hefði hann aldrei náð að verða ní- ræður eins og hann gerði,“ segir hann. „Það áhugaverða við þetta er að þetta var ímynd sem Churchill bjó sér til samviskusamlega,“ segir Freeman. „Hann var lágvaxinn, varð snemma sköllóttur og feitlaginn og hann var málhaltur. Hann sagði við sjálfan sig: Ég hef ekki þá ímynd sem fólk gerir ráð fyrir í stjórn- málamönnum míns tíma,“ segir Freeman. Á þeim tíma hafi almenn- ingsálitið verið á þann veg að reyk- ingar og drykkja voru nátengd karl- mennskuímyndinni. „Þannig að Churchill ákvað að drekka ekki bara, hann fékk sér oft koníak, held- ur drakk hann það úr risastóru glasi, þannig að engin leið var að láta það framhjá sér fara að þessi maður var svo sannarlega að drekka!“ segir David og heldur úti höndunum til að leggja áherslu á stærð glassins. „En ef þú horfðir vandlega á, þá tók hann mjög litla sopa í einu.“ „Það sama gildir um reyking- arnar. Honum dugði ekki bara sígar- ettur eða vindlar, hann þurfti að fá stærstu vindlana, þannig að allir gætu séð hann reykja þá. Þeir nefndu stærðina í höfuðið á honum!“ Oftar en ekki hafi hann ekki einu sinni klárað vindlana. Það sé því nánast öruggt, væri Churchill á lífi í dag, að hann gæti auðveldlega hannað almennings- ímynd sína á þann veg sem hentaði tíðarandanum. „Ætli hann væri ekki á Twitter?“ spyr Freeman kíminn að lokum. Nýtti sér söguna óspart  David Freeman, sérfræðingur í ævi Winstons Churchill, flutti erindi um síðustu helgi  Churchill hafði mikil áhrif á minningu sína  Hannaði sér vísvitandi ímynd reykinga- og drykkjumanns Morgunblaðið/Eggert Sagnfræðingur David Freeman segir að Churchill hafi nýtt sér söguþekkingu sína í ríkum mæli þegar hann var forsætisráðherra. Á Íslandi Churchill kannar herlið Breta við Suðurlandsveg. Í haust verða liðin 75 ár frá heimsókn hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.