Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 76
76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Allt fyrir öryggið! Hjá Dynjanda færðu öryggisvörur fyrir heimilið og vinnustaðinn. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Flæði ljóss og lita nefnist sýning El- ínborgar Jónsdóttur á vatnslita- myndum sem opnuð verður í Gerðubergi í dag kl. 16. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum hafa vatnslitirnir heillað Elínborgu allt frá því hún hóf að mála. „Það gerist alltaf eitt- hvað óvænt og spennandi þegar þeir fá að flæða óhindrað. Þeir hafa þá eiginleika að endurkasta ljósinu af pappírnum í gegnum tærleika litanna,“ segir listakonan. Elínborg er fædd 1942 og að mestu sjálflærð í myndlistinni. „Hún tók upp pensilinn fremur seint að eigin sögn og loks þegar hún öðlaðist hugrekki til að taka fram pensilinn varð ekki aftur snú- ið.“ Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og stendur til 4. september. Fjall Ein vatnslitamynda Elínborgar. Flæði ljóss og lita í Gerðubergi Þorbjörg Ás- geirsdóttir leiðir gesti um sýning- una Arkitektúr og Akureyri í Ketilhúsi í dag kl. 12.15. „Á sýn- ingunni er bygg- ingarlist á Akur- eyri skoðuð í víðu samhengi og fjallað um byggingar sem ýmist hafa unnið í samkeppnum eða hlotið sérstakar viðurkenningar. Í amstri dagsins vill oft gleymast að hlutir og bygg- ingar þess manngerða umhverfis sem við lifum og hrærumst í voru upphaflega hugmynd sem kviknaði í huga einhverrar manneskju,“ seg- ir í tilkynningu. Sýningin stendur til 28. ágúst og er opin daglega kl. 10-17. Aðgangur er ókeypis. Ein ljósmynda sýn- ingarinnar. Leiðir gesti um Ketilhús í dag Tónlistarútgáfan Hið myrka man heldur fjórða tónleikakvöld sitt á Gauknum í kvöld og hefst það kl. 20. Fram koma hljómsveitirnar ROHT, Hvergi og Hatari, en Hið myrka man skipuleggur tónleika og gefur út efni sem miðar að því að „endurspegla myrkrið innra með okkur öllum“, eins og segir í til- kynningu og eru hljómsveitirnar valdar með það í huga. Útgáfan var stofnuð í fyrra af Sólveigu Matt- hildi Kristjánsdóttur sem hefur ver- ið ötull stuðningsmaður hinnar myrku jaðarsenu íslensks tónlistar- lífs allt frá því hún stofnaði hljóm- sveitina Kælan mikla árið 2013 ásamt Laufeyju Soffíu og Margréti Rósu. Hvergi er hljómsveit stofnuð af Kristínu Mjöll og Hjalta Frey en Hjalti er einnig meðlimur hljóm- sveitanna Panos from Komodo og Godchilla. Hvergi hefur hvergi komið fram áður, eins og segir í til- kynningu. ROHT er einkaverkefni Þóris Georgs sem hefur komið fram sem tónlistarmaður undir öðrum nöfnum, m.a. Kvöl, sem og eigin nafni, þ.e. Þórir Georg. Hatari er hljómsveit sem frænd- urnir Matthías Tryggvi og Klemens stofnuðu um mitt ár 2015 og héldu sína fyrstu tónleika á öðru kvöldi Hins myrka mans. Þeir „slógu þar rækilega í gegn sem fyrsta atriði kvöldsins en það er ekki oft sem maður fær að sjá Reykvíkinga dansa við tvo menn í gjörningaham klukkan níu á fimmtudagskvöldi“, eins og lýst er í tilkynningu. Hatari „leitast við að afhjúpa þá linnulausu svikamyllu sem við köllum hvers- dagsleikann með MIDI-væddri pönktónlist, pönkvæddri MIDI- tónlist og íslenskum dómsdags- kveðskap“, segir um hljómsveitina á vef hátíðarinnar Norðanpaunk sem fram fer á Laugarbakka 29.- 31. júlí nk. en Hatari er meðal þeirra sveita sem koma þar fram. Hatari Frændurnir Matthías Tryggvi og Klemens. ROHT, Hvergi og Hatari á Gauknum Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Það gerist svo margt þegar maður er að glíma við form, liti og ljós,“ segir skoski listamaðurinn Callum Innes við blaðamann Morgunblaðs- ins í spjalli um verk sín sem verða til sýningar í galleríi i8 í dag, fimmtudaginn 9. júní, og mun sýn- ingin standa til 6. ágúst. Innes ku nálgast strigann með þeim hætti að afmá þau málningar- lög sem þegar eru á hann komin. Ferlið hefur verið kallað afmálun og er listamaðurinn sáttur við það hug- tak og það er vissulega rétt að hann er að mörgu leyti að leysa upp mynd sem hefur tekið sér bólfestu í hug- anum. Samkvæmt fréttatilkynningu seg- ir að „innblásturinn eða myndefnið er oft fengið með hvunndagslegum hætti, fyrirsagnir dagblaðanna eða lesefni kvöldsins áður, en þó er myndin alltaf skýr. Það má þó ekki láta blekkjast af tærum og nákvæm- um málverkum og halda að engin óreiða sé í hinu skapandi ferli – það er nefnilega einmitt mikil óreiða í því að sýsla með svarta litinn sem umlykur allt. Fegurðarleitin getur verið óþrifaleg.“ Ferill Innes Callum Innes er fæddur í Edin- borg árið 1962. Hann nam teikningu og málun í Gray’s School of Art á árunum 1980 til 1984 og lauk meist- aragráðu við Edinburgh College of Art árið 1985. Hann hóf að sýna verk sín opin- berlega síðla á níunda áratugnum og árið 1992 voru tvær stórar sýn- ingar verka hans, annars vegar í ICA í Lundúnum og hins vegar í Scottish National Gallery of Modern Art í Edinborg. Hann hefur verið talinn til mik- ilvægustu abstraktmálara sinnar kynslóðar og hefur fengið mikið lof sem slíkur í kjölfar stórra einka- og samsýninga víða um heim. Callum Innes var tilnefndur bæði til Turner- og Jerwood-verð- launanna árið 1995, og árið 1998 hlotnuðust honum hin virtu Nat- West-verðlaun fyrir málun. Árið 2002 hlaut hann svo Jerwood- verðlaunin. Í október á þessu ári verður opn- uð stór sýning verka hans í De Pont-safninu í Hollandi. Samhliða sýningaropnuninni verður útgáfuhóf vegna nýrrar bók- ar Callum Innes sem nefnist Edges, og er gefin út af Ivorypress. Á kaffistofunni í i8 Þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins hittir Innes í galleríi i8 er hann afslappaður og ánægður, nýbúinn að koma verkum sínum upp, en þetta er önnur sýning hans á Íslandi. Hann sýndi síðast í i8 árið 2013. Spurður hvort þessi pæling um afmálun sé eitthvað tengd afbygg- ingarpælingum Derrida segir hann að svo sé ekki. „Ekki svona beint,“ segir Innes. „En óbeint er þetta kannski tengt. Ferlið skiptir miklu máli þegar maður er að mála. Mér finnst ég enn vera fígúratífur málari þótt endamynd verkanna virðist ekki vera það. En verkin byrja oft þannig og svo set ég terpentínu á þau og fígúratífa snertingin í verk- unum afmyndast. Sum verka minna hafa verið máluð sjö, átta sinnum. Það sem er undir sést ekki alltaf en stundum finnst það.“ Óvinnufær vegna ökklabrots Eru verkin sem þú ert að vinna að þessa stundina eitthvað í líkingu við þau sem eru á þessari sýningu eða ertu að fara í einhverja allt aðra átt? „Ég hef reyndar ekki náð að vinna mikið í vetur því ég ökkla- brotnaði og var þess vegna frá vinnu í nokkurn tíma.“ Bíddu, þú getur málað þótt þú sért ökklabrotinn? „Nei, það get ég ekki. Það sem skiptir máli er hreyfingin. Það var einhver heimildarmyndagerðar- maðurinn að taka mynd af mér við vinnu og hann einbeitti sér aðallega að fótahreyfingum mínum. Auðvitað áttar maður sig ekki á því sjálfur hvernig maður hagar sér við vinnu sína en hann áttaði sig ansi vel á því.“ Innes teiknar stöðugt á meðan á viðtalinu stendur, ekki aðeins í stuttum pásum í orðræðu sinni, heldur stanslaust á meðan hann tal- ar. Á meðan hann teiknar talar hann um list sína. „Þú verður að taka myndina úr verkinu,“ segir Innes. „Það getur verið erfitt þegar menn eru í ákveðnu rými að láta eitthvað flókið virðast einfalt. Lista- maðurinn nemur hljóð og með hljóð- inu getur hann séð fyrir sér rýmið. Áhorfandinn á möguleika á þessari upplifun. Listamaðurinn nemur svo margt. Hann gæti hafa verið í góðu matarboði í gær eða fengið sér gott vín, það hefur allt áhrif á vinnuna.“ Málarinn sem er í afmálun  Skoski listamaðurinn Innes sýnir í i8 í dag  Innblástur verka hans er ýmiss konar  Þótt myndirnar séu tærar er óreiða í hinu skapandi ferli Morgunblaðið/Golli Afmálun Skoski myndlistarmaðurinn Innes er að sýna í annað sinn í i8. Nú eru það ný olíuverk á striga og pappír.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.