Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 66
66 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 ✝ ÓlafurRagnarsson fæddist í Reykjavík 14. september 1945. Hann lést á heimili sínu, Vest- urbergi í Reykjavík 29. maí 2016. Foreldrar hans voru Ragnar Guðnason, f. í Reykjavík 12. apríl 1919, d. 29. desem- ber 1975, og Lauf- ey Hermannsdóttir, f. í Hafn- arfirði 1. nóvember 1918, d. 23. mars 1985. Ólafur hóf sambúð með Ernu Valgerði Jónsdóttur árið 1978, f. á Hjalteyri 12. september 1948. Börn þeirra eru: 1) Ragn- ar Jón Ólafsson, f. 14. desember 1980, sonur hans er Óttarr Logi. 2) Kristín Ólafsdóttir, f. 18. sept- ember 1983, maki Trausti Snær Kristjánsson. Börn þeirra eru Viktor Máni, Thelma Sóley og Aníta Máney. Börn Ólafs eru: 1) Ólafía Ólafs- dóttir, f. 24. ágúst 1965, sonur hennar er Þórður Valtýr. 2) Laufey Ólafs- dóttir, f. 24. ágúst 1965, eiginmaður Ingi Rafn Braga- son. Börn þeirra eru Sigurður og Steindór. Ólafur ólst upp í Reykjavík, var einkabarn for- eldra sinna. Hann fór ungur að vinna á sjó með föður sínum, fór síðan til vinnu erlendis í nokkur ár, starfaði hjá Flugleiðum í nokkur ár en síðustu 20 árin vann hann hjá Reykjavíkurborg en síðasta starf hans þar var sem húsvörður í Íþróttahúsi Seljaskóla. Útför Ólafs fer fram í Fella- og Hólakirkju í dag, 9. júní 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku pabbi, nú er komið að kveðjustund. Minningarnar eru margar, þú varst alltaf svo brosmildur og hress. Það var svo gaman að vera í kringum þig, alltaf hlátur og mikill húm- or. Ég man þegar ég var lítil fór ég ófá skipti með þér út í búð, það var gaman en samt svo erf- itt. Þú þekktir/þekkir svo marga og stoppaðir hjá öllum og heilsaðir. Talaðir tímunum saman við alla. Ein stutt búð- arferð tók marga tíma. Þú varst óvenju vinamargur enda mikil félagsvera. Það er þinn besti kostur. Það voru all- ir vinir þínir, dæmdir aldrei neinn og vildir vera vinur allra. Þú heilsaðir þótt þú þekktir manneskjuna ekki og brostir. Þú ættir að vera fyrirmynd allra. Þú ert a.m.k. mín fyr- irmynd. Pabbi þú varst alltaf tilbúinn til að hjálpa mér og varst alltaf til staðar. Þú varst reyndar alltaf svo duglegur að hjálpa öllum í kringum þig. Pabbi elskaði tónlist. Oft þegar ég kom heim úr skól- anum þegar ég var lítil var hann pabbi heima með tónlist- ina á hæsta, einn í stofunni og auðvitað dansandi. Það lýsir honum mjög vel. Elsku pabbi, aldrei átti ég ömmu og afa en þú náðir svo sannarlega að bæta það upp. Takk fyrir allar yndislegu minningarnar. Takk fyrir að vera svona frábær pabbi og yndislegur afi. Takk fyrir alla þolinmæðina. Ég trúi því að þú sért kominn á góðan stað. Þín dóttir, Kristín. Nú hefur enn einn vinkon- upabbinn fallið í valinn. Það er svo ósanngjarnt þegar dætur og synir missa foreldri sitt, enn á besta aldri. Ólafi kynntist ég þegar við Kristín, dóttir hans urðum vinkonur 16 ára gamlar í Kvennaskólanum í Reykjavík. Ég varð fyrst til að fá bílprófið og sótti Kristínu oft á rúntinn og var þá boðið upp alla stigana í Vesturberginu. Við Ólafur átt- um eitt sameiginlegt en það var góður smekkur á tónlist; dýrk- un á Elvis Presley. Honum þótti held ég gaman að því að hitta svona unga stúlkukind sem hafði dálæti á uppáhalds tónlistarmanni hans og sýndi mér oft myndina af goðinu, sem hann hafði uppi á vegg, og safnið sitt. Ég held að allir, sem þekktu til Ólafs geti borið vitni um samræðusnilli hans. Hann var mjög félagslyndur og glaðlegur, sannkallaður in- dælismaður með meiru, sem spurði alltaf um hagi mína af miklum áhuga. Oftar en ekki rakst ég á Ólaf og Ernu á búð- arölti og var þá alltaf eins og nátengd skyldmenni væru að hittast og samræðurnar spruttu. Ólafur var afar stoltur af barnabörnum sínum og áhuginn á þeim leyndi sér ekki. Í samtali sem ég átti við þau um daginn létu þau í ljós sökn- uð sinn og minntust afa síns sem góðs manns sem oft gaf þeim dót. Afi dekraði við þau og talaði oft um þau í samtölum okkar, sem í seinni tíð voru þó orðin heldur fá. Ólafur veiktist alvarlega fyrir ári síðan, en fyr- ir náð og miskunn náði hann sér og fékk aðeins meiri tíma með fólkinu sínu til að láta drauma sína og þeirra rætast alveg eins og segir í laginu Flaming Star með Elvis Pres- ley, en Ólafur deildi því lagi á Fésbókinni, sem hann tengdist nýlega. Elsku besta Kristín mín, Trausti og börn, Ragnar og fjölskylda, ég votta ykkar mína dýpstu samúð. Það eru erfiðir tímar núna en þeir líða hjá og framtíðin verður aftur björt og hlý, full af ljúfsárum minning- um. Kristín, Guðni og börn. Ólafur Ragnarsson ✝ Frans Berg-mann Guðbjartsson fædd- ist í Reykjavík 9. apríl 1946. Hann lést á Landspít- alanum 3. júní 2016. Foreldrar hans voru Guðbjartur Bergmann Frans- son, f. 12. septem- ber 1920, d. 1995, og Guðrún Dagbjört Frímanns- dóttir, f. 16. júlí 1923, d. 2002. Systkini hans voru: 1) Birgir Bergmann Guðbjartsson, f. 1944, d. 1988, maki Þóra Guð- rún Valtýsdóttir, f. 1943, d. 2004. 2) Davíð Bergmann Guð- bjartsson, f. 1948, maki Þuríður Aðalsteina Matthíasdóttir, f. 1939. 3) María Bergmann Guð- bjartsdóttir, f. 1951. rún. 4) Þröstur Guðberg Frans- son, f. 1976, maki Agata Platek, f. 1978. Börn hans : a) Íris Sól, b) Daníel Arnar og c) Ingibjörg Elka. 5) Sonja Björg Frans- dóttir, f. 1982, maki Frosti Gylfason, f. 1979. Börn þeirra: a) Gylfi Snær, b) Kristín Maren og c) Sóley Rut. 6) Frans Ágúst Fransson, f. 1984, og sonur hans Óðinn Þór. Frans ólst upp í Lauganes- hverfinu og Àsgarði. Hann gekk í Laugarnes- og Breiðagerðis- skóla. Eftir grunnskóla fór hann á sjóinn í stuttan tíma. Hann lærði Letters og offset-prentun hjá Kassagerð Reykjavíkur. Hann starfaði hjá Umbúðamið- stöðinni og í Kassagerðinni í framhaldi af því. Frans vann ekki bara við prentun, heldur vann hann við bílamálun, við- gerðir og fleira. Hann starfaði hjá Þjóðleikhúsinu með konu sinni í tíu ár ásamt því að flytja inn hús frá Lettlandi og byggja út um allt land. Útför Frans fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 9. júní 2016, klukkan 13. Frans lætur eftir sig eiginkonu, Guð- rúnu Scheving Sigurjónsdóttur, f. 17. desember 1946. Þau áttu sex börn: 1) Guðrún Sigríður Laukka, f. 1969, maki Tommi Laukka, f. 1970. Börn þeirra: a) Bríet Una, b) Kol- beinn Bjarki, c) Ágúst Logi og d) Johan Alex- ander. 2) Guðbjartur Smári Fransson, f. 1972, maki Ósk Guðvarðardóttir, f. 1974. Börn þeirra: a) Arnar Þór, d. 1999, b) Erna Margrét og c) Karen Tanja. 3) Þorsteinn Svavar Fransson, f. 1975, maki Marsibil Ingibjörg Hjaltalín, f. 1975. Dætur þeirra: a) Snædís Brá, b) Lára Guðný og c) Ísabella Guð- Elsku pabbi, afi og tengda- faðir. Okkur fjölskylduna setur hljóða, orðin sitja föst í háls- inum, hugsanirnar flæða um kollinn, minningar, já, minning- ar sem eru manni kærar. Þú varst ekki að fara frá okkur, þú ætlaðir að ná fyrri styrk og fara að vinna, þér líkaði ekki að sitja auðum höndum. Líf þitt og mömmu var ekki alltaf dans á rósum en þú hafðir alltaf trú sem fylgdi þér ætíð. Þó svo höfnunin, Gróa á Leiti og bak- nag herjaði á okkur fjölskylduna þá var þér sama, þú vissir hvað var rétt. Greiðvikni þín var ein- stök og var hún oftast misnotuð, þá sérstaklega hjá þeim nán- ustu, en þér var sama, þú elsk- aðir þau þó svo að dyrunum væri lokað á þig og okkur börn- in, þá skildum við ekki af hverju þú sást það ekki, en þér var sama, elsku pabbi minn, og afi, þú elskaðir, sama hvað. Barna- börnin þín dáðu þig og elskuðu eins og þú dáðir þau og elskaðir, hláturinn, kátínan og gleði ein- kenndi þig, þú elskaðir lífið þó lífið hafi ekki alltaf leikið við þig. Hjarta okkar er fullt af sorg en líka þakklæti og gleði. Sorgin er djúp, að heyra ekki hláturinn og sönginn þinn, sorgin að fá ekki þitt mjúka faðmlag, sorgin að eiga engar samræður um líf- ið, uppfinningar og vinnu, sorgin að nærvera þín og andardráttur sé farinn. Þakklæti fyrir að eiga þig sem föður, þakklæti fyrir nærveru þína og orð, þakklæti fyrir það, elsku pabbi, afi og tengdafaðir, fyrir að vera þú sjálfur, alltaf. Gleði er í hjarta okkar vegna góðu minninganna um þig, gleði yfir að hafa gengið þennan holótta veg með þér, sem mótaði þig og okkur og gerði okkur að því sem við erum í dag. Elsku pabbi, afi og tengdafaðir, við elskum þig og söknum þín, hjarta okkar og sál mun varðveita minningar um þig að eilífu. Hvíld í friði, hjartans gull. Þín dóttir, tengdasonur og barnabörn, Guðrún Sigríður, Tommi Eerik,Briet Una, Kolbeinn Bjarki, Ágúst Logi, Johan Alex. Ekkert varir að eilífu og nú ertu farinn frá okkur, elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Þú skilur eftir stórt skarð því þú varst stór hluti af lífi okkar. Við eigum um þig ótal margar góðar og ljúfar minningar. Við höfum ferðast oft saman og þú hafðir svo gaman af því að ferðast og njóta lífsins. Það var líka alltaf gaman að fá þig í heimsókn og koma til ykkar mömmu, enda höfðingjar heim að sækja. Þú lést ekkert stoppa þig og hélst alltaf ótrauður áfram þó á móti blési. Þú hafðir háleitar hugmyndir og hikaðir ekki við að framkvæma þær. Þú varst sannkallaður þúsundþjalasmið- ur og ótrúlega hjálpsamur, alltaf var hægt að treysta á að þú myndir koma okkur til aðstoðar ef við þurftum á að halda. Síðustu árin áttir þú erfitt með ýmsar hreyfingar vegna veikinda í kjölfar blóðtappa og þá hlupu stelpurnar á móti þér þegar þú komst röltandi til okk- ar og leiddu þig áleiðis heim eða hjálpuðu til við að reima skóna þína, enda varstu í miklu uppá- haldi hjá stelpunum okkar. Þú varst svo góður og það var oft mikið fjör í kringum þig. Þú hafðir svo smitandi hlátur og hélst áfram að hlæja og gleðja aðra fram að síðustu stundu. Við söknum þín svo sárt. Þinn sonur Þorsteinn, Marsibil, Snædís, Lára og Ísabella. Elsku pabbi. Fuglarnir syngja, grasið grænkar, sólin skín á himni og allt iðar af lífi en þú ert ekki hér. Er ég hitti þig í hinsta sinn var kalt og fanndrífa yfir jörð- inni, ljósaseríur í gluggunum, söngur og gleði sem fylgir þeirri hátíð, jólunum. Veikindi þín voru ekki þess háttar að við byggjumst við að þú færir svo snöggt, ég er orð- laus og hjarta mitt brostið. Er ekki að átta mig á enn að faðminn þinn fæ ég ekki aftur, hláturinn þinn ómar í höfði mér. Ég er svo þakklát fyrir allar þær stundir sem ég hef fengið með þér og stendur mér ofar- lega í huga ferðalag sem þú, ég og Gylfi sonur minn fórum á húsbílnum þínum, mikil gleði og hlátur, þá helgina mun ég varð- veita, þessar minningar, og leita í þær þegar mig vantar faðmlag frá þér. Þú varst yndislegur afi, elsk- aðir að syngja fyrir barnabörnin þín, það munu þau alltaf muna. Ferðalög og fólk veitti þér mikla gleði, svo mikil félagsvera sem þú varst. Þú varst opin persóna og for- vitin um aðra siði og menningu en það hef ég erft frá þér. En nú hefur þú lagt út í ferðalag sem þú verður að fara einn þessu sinni en þar hefur þú hitt fullt af fólki sem þú hefur saknað, þínir bestu vinir og fé- lagar hafa örugglega tekið vel á móti þér. Takk, elsku pabbi, fyrir allt, sjáumst seinna. Þín dóttir, tengdasonur og barnabörn Sonja, Frosti, Gylfi, Kristín og Sóley. Góður vinur og samferðamað- ur til 47 ára, Frans Guðbjarts- son, er látinn sjötugur að aldri. Kynni okkar Fransa hófust árið 1969 þegar við Anna festum kaup á fyrstu íbúðinni okkar að Laugarnesvegi 40. Á sama tíma kaupa Fransi og Guðrún einnig íbúð í þessu nýja húsi. Við áttum það sameiginlegt, þetta unga fólk, að við vorum að byrja þetta hefðbundna streð, að koma okk- ur upp eigin húsnæði og stofna fjölskyldu. Við nánari kynni við þessa nýju nágranna, Fransa og Guðrúnu konu hans, myndaðist svo sú vinátta sem alla tíð hefur einkennt samband okkar og ver- ið hluti af okkar daglega lífi. Fransi hafði mjög notalega nærveru. Það var alltaf gott og skemmtilegt að ræða heimspóli- tíkina eða minni og einfaldari málefni við Fransa, því hann hafði jafnan svör og lausnir við flestu er varðaði umræðuefnið hverju sinni. Hann hafði og sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og sat sjaldnast á meiningum sínum. Þá bjó hann yfir mikilli hugmyndaauðgi og var óragur að fara nýjar slóðir, ef því var að skipta. Framsýni og bjartsýni var Fransa í blóð borin og hefur þessi eiginleiki örugglega að einhverju leyti markað lífsgöngu hans. Sem ungur maður lærði Fransi prentiðn og gegndi hann því starfi um tíma. En það duld- ist engum sem hann þekktu, að allt það er varðaði bíla og önnur tæki höfðaði sterkt til hans. Fransi var mjög góður réttinga- maður og bílasprautari og má segja að þegar á allt er litið, hafi sú vinna verið ævistarf hans, þó hann hafi einnig fengist við önn- ur og óskyld störf. Ég get fullyrt að þeir eru margir vinirnir og kunningjarnir sem notið hafa greiðvikni Fransa í gegnum tíð- ina og ekki alltaf þurft að gjalda fullu verði. Greiðvikni og hjálp- semi Fransa við þá mörgu sem til hans leituðu, gerði það að verkum að vinnudagur hans var ekki alltaf samkvæmt klukkunni. Frans og Guðrún eignuðust sex börn og því ljóst að heim- ilishaldið hefur oft á tíðum verið þungt. En þar stóð Guðrún vaktina og gætti þess að engan skorti neitt. Kæri vinur, það er svo margt sem segja mætti þeg- ar rýnt er í gengin spor, en það verður ekki gert hér. Það verð- ur varðveitt í fjársjóði góðra minninga, minninga um góðan vin, um góðan dreng sem í dag er kvaddur hinstu kveðju. Já líf- ið tekur stöðugum breytingum. Í vanmætti okkar horfum við á eftir góðum vinum og samferða- fólki, fólki sem hafði jafnvel mótandi áhrif á okkur sem manneskjur með einum eða öðr- um hætti. Við þessháttar kring- umstæður getum við aðeins þakkað fyrir það sem að baki er og óskað þess að aftur verði fagnaðarfundir og að við fáum aftur notið nærveru þeirra sem farnir eru og okkur eru kærir. Góði vinur, far þú í friði og takk fyrir öll árin sem við Anna máttum eiga þig að, sem vin og gleðigjafa. Elsku Guðrún og börnin ykkar öll, tengdabörn og aðrir ástvinir, sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi almáttugur Guð umvefja ykkur í kærleika sínum og náð. Gísli H. Árnason. Frans Guðbjartsson Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Hugrún Jónsdóttir Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Kærar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför vinar míns og eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VILHJÁLMS ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR fiskifræðings, Heiðarhjalla 41, Kópavogi. Starfsfólki Sunnuhlíðar er sérstaklega þakkað fyrir alúð og hlýju við umönnun hans. . Stefanía Júlíusdóttir, Iða Brá Vilhjálmsdóttir, Andrés Jónsson, Þóra Vilhjálmsdóttir, Loftur Kristinn Vilhjálmsson, Björg Alfreðsdóttir, Árni Vilhjálmsson, Eva Vilhjálmsdóttir, afabörn og langafabörn. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.