Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 55
UMRÆÐAN 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Við lifum á spenn- andi tímum. Nú hefur forseti Íslands ákveðið, að því er virðist fyrir fullt og allt, að stíga til hliðar og hleypa öðrum að. Þetta verða tíma- mótakosningar – þær fyrstu í 20 ár þar sem nýr forseti verður val- inn. Valkostirnir eru margir og ég vil gerast svo diplómatískur og fyrirsjáanlegur að segja hér að allir hafa sjálfsagt eitthvað til síns ágætis – og eitthvað sem má gagnrýna. Umræðan um forsetakosningarn- ar hefur einkennst af tvennu. Ann- ars vegar af umkvörtunum yfir fjölda frambjóðenda. Hins vegar af spekúleringum um fylgi frambjóð- enda, hver á mesta möguleika út frá skoðanakönnunum o.s.frv., sem hafa nú breyst í vissu um að ákveðinn frambjóðandi, geðþekkur mennta- og séntilmaður, muni standa með pálmann í höndunum – þrátt fyrir að hin eiginlega umræða og samræða um hvað við viljum fá út úr þessum tímamótum eigi enn eftir að fara fram að mjög miklu leyti. Eitt er þó víst Við þurfum forseta sem getur tal- að máli Íslands á alþjóðavettvangi. Við þurfum forseta sem setur mikil- væg málefni eins og kynjajafnrétti og viðskiptasiðferði á oddinn. Við þurfum forseta sem fylgir okkur inn í framtíðina. Við þurfum forseta sem sér ekki mótsögn í uppbyggingu at- vinnulífs og náttúruvernd. Við þurf- um forseta sem hefur reynslu af því að þurfa að taka ákvarðanir með litlum fyrirvara og ber gott skyn- bragð á stjórnsýslu. Við þurfum for- seta sem þorir, vill og getur. Slíkur forseti yrði Halla Tómasdóttir. En hvað með það sem stundum er sagt um hana, kunna sumir að spyrja sig: Af hverju ætti ég að taka mark á einhverri lofræðu frá stuðn- ingsmanni? Slíkar spurningar krefj- ast málefnalegs svars. Annar kvenskörungur, Guðrún Ósvífursdóttir átti eitt sinn að hafa sagt: „Þeim var ég verst er ég unni mest“. Það mætti heimfæra þetta upp á Höllu að því leyti að oft virðist fólk finna höggstað á henni þar sem síst skyldi. Hér á ég að sjálfsögðu við hrunið og þann frasa að hún hafi á þeim tíma verið „klappstýra útrásarinn- ar“. Ef það er eitthvað sem hefur vakið athygli umheimsins á Höllu þá er það sú staðreynd að fjármálafyr- irtækið sem hún stjórnaði var eitt af ör- fáum – ef ekki það eina – sem fóru ekki á haus- inn í hruninu. Þarf ekki að leita lengra en í næsta kvikmyndahús til að finna þessu dæmi, en framlagi Höllu eru gerð góð skil í nýrri mynd Michaels Moore, „Where to In- vade Next“. Halla hætti sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs þegar dansinn stóð sem hæst. Ef það er eitthvað sem fólk ætti að verðlauna Höllu fyrir – þá er það að koma auga á það sem mætti betur fara í íslensku viðskiptalífi og bregðast við því með því að stofna sitt eigið fyrir- tæki, byggt á þeim gildum – ekki eftir – heldur áður en allt fór á hlið- ina. Oft er minnst á veislu nokkra sem hún er talin hafa stjórnað á vegum Baugs í Mónakó, þegar partíið stóra stóð sem hæst. Raunin var sú að um var að ræða óvissuferð starfsfólks þar sem Halla tók að sér fundar- stjórn eins og hún hefur gert fyrir fjölmörg fyrirtæki. Það, að einhver leggi upp í óvissuferð, gerir hann ekki ábyrgan fyrir því hvert förinni er heitið. Þrátt fyrir að einhver taki að sér fundarstjórn og stjórn um- ræðna gerir það hann ekki ábyrgan fyrir því sem fer fram í veislunni. Þegar öllu er á botninn hvolft þá hefur Halla Tómasdóttir hvarvetna talað fyrir jafnrétti, heiðarleika, samfélagslegri ábyrgð og heil- brigðum viðskiptaháttum – bæði fyrir og eftir hrun. Orð eru ekki allt, fólk verður einnig að vera dæmt af gjörðum sínum, annars er orðræðan skúmaskot hræsnarans. Halla hefur sýnt fram á hversu hliðholl hún er þessum gildum svo eftir hefur verið tekið víðsvegar um heim. Hér á ég við fyrirtækjarekstur, átakið Auði í krafti kvenna, þátttöku í uppbygg- ingu Háskólans í Reykjavík, aðild að þjóðfundinum og fjölmörg önnur góð verk innanlands og utanlands. Í framboði eru fjölmargir kandí- datar – eins og áður segir hafa þeir allir sína kosti og galla. Sú sem ég vel heitir Halla. Af hverju Halla? Eftir Hjört Ingva Jóhannsson » Við þurfum forseta sem þorir, vill og getur. Slíkur forseti yrði Halla Tómasdóttir. Hjörtur Ingvi Jóhannsson Höfundur er tónlistarmaður og hagfræðingur. 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Félag eldri borgara í Hafnarfirði Föstudaginn 27. maí var spilaður tvímenningur með þátttöku 22 para. Efstu pör í N/S (% skor): Gunnar Hansson - Þorleifur Þórarinss. 60,4 Unnar Guðmss. - Guðm. Sigursteinss. 59,0 Örn Einarsson - Pétur Antonsson 57,6 Bjarni Þórarinss. - Magnús Jónsson 50,9 A-V: Skarphéðinn Lýðsson - Bjarni Hólm 62,5 Óskar Ólafss. - Sigurður Lárusson 60,0 Guðrún Jörgensen - Guðlaugur Sveinss. 56,5 Sigurður Hallgrss. - Helgi Einarsson 50,5 Þriðjudaginn 31. maí var spilaður tvímenningur á 11 borðum. Efstu pör í N/S: Hulda Hjálmarsd. - Hrafnh. Skúlad. 59,0 Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss. 58,1 Vigdís Sigurjóns. - Elísabet Steinarsd. 56,3 Albert Þorsteinss. - Jórunn Kristinsd. 55,8 A-V: Ómar Ellertsson - Guðm. Guðmss. 56,9 Tómas Sigurjs. - Jóhannes Guðmannss. 56,3 Sveinn Snorras. - Filip Höskuldss. 56,3 Ólöf Hansen - Tryggvi Bessason 55,5 BFEH spilar í félagsheimilinu Hraunholti 3. Spilað verður í sumar á þriðjudögum og föstudögum fram til 8. júlí. Spilamennska byrjar kl. 13. Keppnisstjóri er Sveinn R. Ei- ríksson og er hjálpað til við myndun para fyrir staka spilara. Hægt er að sjá úrslit og spil á heimasíðu eldri borgara í Hafnar- firði og Reykjavík: www.bridge.is/ eldri. Gullsmárinn Spilað var á 10 borðum í Gull- smára mánudaginn 30. maí. Úrslit í N/S: Ragnar Jónsson - Lúðvík Ólafsson 213 Gróa Jónatansd. - Sigurlaug Sigurðard. 202 Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonsson 198 A/V: Gunnar Hanss. - Magnús Marteinss. 182 Síðasti spiladagur fyrir sumarfrí var fimmtudagurinn 2. júní. Spilað var á 11 borðum.Úrslit í N/S: Ragnar Jónsson - Lúðvík Ólafsson 216 Ari Þórðarson - Jón Hannesson 199 Pétur Antonss. - Guðlaugur Nielsen 188 Guðrún Hinriksd. - Haukur Hannesson 187 A/V Ragnar Jónsson varð sigurvegari í spilamennsku eftir áramót. Næstir urðu Lúðvík Ólafsson, Guðlaugur Nielsen og Pétur Antonsson. Spilamennska hefst að nýju eftir sumarfrí upp úr miðjum ágúst. Flest okkar, sem hafa alist upp við hefð- bundinn kristindóm, bera nokkra lotningu fyrir friðhelgi kirkju- garða. Þar ríkir friður og menn koma að leið- um látinna ættingja sinna og sýna þeim virðingu á ýmsan hátt. Kirkjugarðar eru frið- helgir og ekki má raska þeirri friðhelgi fyrr en 75 ár eru liðin frá því að síðast var jarða- sett þar. Skálholtskirkjugarður hefur orð- ið fyrir miklu raski og leiði þar týnst vegna fornleifagraftar á sjötta áratugnum. Langafi minn og langamma, þau Tómas Guðbrands- son hreppstjóri og Guðrún Ein- arsdóttir húsfreyja í Auðsholti, liggja þar grafin og stendur leg- steinn þeirra óhaggaður. Þetta er eina leiðið, sem auðkennt er vestan megin kirkjunnar. Okkur fjölskyld- unni þótti vænt um að leiðið fékk að standa óhreyft. Enn er grafið í Skálholtskirkju- garði austan við kirkjuna og liggja þar ýmsir ættmenn og nágrannar. Þessi kirkjugarður nýtur ennþá friðhelgi og ber að virða grafró þeirra, sem þar eru grafnir . Nú koma margir í Skálholtsdóm- kirkju vegna ýmiskonar atburða og því er meiri umgangur um kirkju- garðinn en í flestum öðrum kirkju- görðum, bæði af kirkjugestum, tón- leikagestum og ferðamönnum. Við þessu er ekkert að segja, því að sveitakirkjan sem var umbreytt- ist í höfuðkirkju þangað sem marg- ir eiga erindi. Nú gerðist sá fáheyrði atburður að miklir ákafamenn um forna byggingarlist eða kristidóm – eða Guð veit hvað – létu reisa bjálkahús á tóft frá miðöldum, steinsnar frá gröf þeirra Auðsholtshjóna. Húsið er kennt við Þorlák biskup og nefnd Þorláksbúð og fylgir sögunni að þar hafi verið kirkja kennd við hann. Ég leitaði í registrum Forn- bréfasafns og fann þar enga Þor- láksbúð. Hins vegar mun á ein- hverjum tíma hafa verið þarna geymsluhús fyrir smjör og tólg, sem var á öldum áður mikil verðmæti. Árið 1527 brann Skálholts- dómkirkja og tók það Ögmund biskup Páls- son nokkur ár að byggja nýja. Ekki er útilokað að hús þetta, nefnt smjörhús, hafi verið notað til helgi- halds til bráðabirgða, en ég man ekki eftir að hafa rekist á fregn- ir af því í heimildum. Það er fullmikið í lagt að endurbyggja þetta hús, sem væntanlega var smjörhús og segja það hafa verið helgistað, sem brýna nauðsyn beri að hafa í heiðri. Hús þetta er hins vegar reist af mikilli kunnáttu og listfengi, en það á bara ekki – að mínu mati – að standa á þessum stað, innan um byggingar í allt öðr- um stíl og frá allt öðrum tíma, sem hafa yfir sér mikinn þokka. Mér finnst brýna nauðsyn bera til þess að flytja hús þetta á annan stað og finna því einhvern virðu- legan tilgang og rekstrargrundvöll, því bjálkahús eru viðhaldsfrek í sunnlensku slagviðri. Að öðrum kosti heldur kirkjugarðurinn áfram að traðkast út og húsið að stinga í stúf við aðrar byggingar í tilgangs- leysi. Svo verður að taka fyrir það að áhugamenn geti byggt húsa- kynni nánast í kirkjugörðum eftir sinni hentisemi og raski með um- gangi grafró liðinna kynslóða og valdi eftirlifandi ættmennum þeirra hugarangri. Nú, þegar landið styn- ur undan milljón túrista traðki, er gott fyrir landsmenn að eiga stað eins og Skálholt til þess að hvíla andann og hugsa sinn gang. Og þá er æskilegt að um staðinn ríki al- menn sátt, en svo er ekki meðan hús þetta stendur nánast í kirkju- garðinum. Um smjörhúsið í Skálholti Eftir Vilborgu Auði Ísleifsdóttur » Það er fullmikið í lagt að endurbyggja þetta hús, sem væntan- lega var smjörhús og segja það hafa verið helgistað. Vilborg Auður Ísleifsdóttir Höfundur er sagnfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.