Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 64
64 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 ✝ SigfúsHreiðarsson fæddist í Reykja- vík 19. apríl 1956. Hann lést á Krabbameinsdeild Landspítalans 28. maí 2016. Foreldar hans eru Hreiðar Holm, f. 14. apríl 1928, og Sigríður Ólafsdóttir, f. 9. desember 1927, d. 13. október 2013. Systkini Sigfúsar eru: Ólafur, f. 7. október 1949, Pét- ur, f. 10. júní 1954, Sigrún, f. Tómas Björn. 3) Edda Sigfús- dóttir, f. 11. desember 1989, maki Stephen Nielsen. Sonur þeirra er Emil Axel. Eftir að hafa lokið gagnfræðaprófi fór Sigfús í Iðnskólann í Reykjavík og lærði þar húsasmíði. Hann fór á samning hjá Gluggasmiðj- unni og vann því næst hjá Úlf- ari Gunnari Jónssyni húsa- smíðameistara. Eftir nokkur ár í smíðinni byrjaði Sigfús hjá Morgunblaðinu, þar vann hann í 28 ár. Síðustu árin starfaði hann svo aftur við smíðar. Útför Sigfúsar fer fram frá Grensáskirkju í dag, 9. júní 2016, og hefst athöfnin klukk- an 13. 27. júlí 1960, og Elín, f. 23. sept- ember 1966. Þann 6. maí 1983 giftist Sigfús Önnu Hafliðadótt- ur, f. 11. ágúst 1957. Börn þeirra eru: 1) Hafliði Sig- fússon, f. 1. júlí 1979, maki Berg- lind Guðrún Chu. Sonur Hafliða er James Eiríkur. 2) Hildur Sig- fúsdóttir, f. 6. júní 1983, maki Gunnar Þór Tómasson. Börn þeirra eru Lára Björg og Það er erfitt að trúa því að elsku besti pabbi okkar sé lát- inn. Hann var okkur öllum ótrúlega góður og var alltaf til staðar þegar maður þurfti á honum að halda. Hann var börnunum okkar besti afi í heimi og vildum við óska að hann hefði getað fengið að njóta afahlutverksins lengur. Hann naut þess í botn að leika við barnabörnin, spjalla og dekra við þau, enda litu þau öll upp til hans. Hans verður sárt saknað, félagsskapar hans, húmorsins og lífsgleðinnar sem hann hafði að geyma. Við lærðum ótal margt af honum, hann var og er okkar fyrirmynd. Hann tók lífinu létt og naut þess að vera til. Litlir hlutir glöddu pabba og hann hlúði vel að fjölskyldu sinni og vinum. Við þökkum fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum og erum pabba að eilífu þakklát fyrir allt sem hann er og var okkur og gerði fyrir okkur. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Edda, Hafliði og Hildur. Mig langar til að minnast vinar míns, Sigfúsar Hreiðars- sonar, með nokkrum orðum. Það var fyrir um það bil fimmtíu og þremur árum sem við kynntumst, þá sjö eða átta ára gamlir að byrja í Álftamýr- arskóla. Fyrsti kennari okkar þar hét Málfríður og eru ein- hverjar fyrstu minningarnar frá þessum tíma þær að við Fúsi sitjum fyrir utan skrif- stofu Sverris yfirkennara að bíða eftir skammarræðu fyrir að vera óþekkir í tíma hjá Mál- fríði. En við stækkuðum og feng- um að lokum Sigurð Dagsson sem umsjónarkennara. Siggi var þá landsliðsmarkmaður og Valsari og naut gríðarlegrar virðingar hjá okkur strákunum. Þessi kynni leiddu til þess að við Fúsi ákváðum að hefja fót- boltaæfingar og þrátt fyrir að búa í þáverandi hjarta Fram- arahverfisins, kom ekki annað til greina en að fara í Val, eins og Siggi. En það átti ekki fyrir okkur að liggja að verða miklar fót- boltastjörnur og létum við að lokum nægja að fylgjast með afrekum Sigga. En árin liðu og við Fúsi fylgdumst að í gegnum Álfta- mýrarskóla, svo Ármúlaskóla og að lokum Iðnskólann. Fúsi var alltaf einstaklega hjálpsam- ur og alltaf til í að koma og að- stoða í hverskyns framkvæmd- um. Það var gott að eiga hann að þegar við Magga vorum að koma okkur upp fyrstu íbúðinni og ekki síður seinna þegar við tókum í gegn eldra hús í Mos- gerði. Margt af þessu hefðum við ekki getað gert án hans hjálpar. Svo kom að nokkrum tíma- mótum hjá okkur haustið 1993. Ég hafði þá nokkru áður kynnst golfi í USA og þarna um haustið ætluðum við nokkr- ir félagar að spila hring á Hval- eyrinni. Ég plataði Fúsa til að koma með og hann labbaði hringinn með okkur, sló nokkur högg, púttaði og tók þátt í spjallinu. Og það var ekki að sökum að spyrja, hann varð al- veg heillaður af þessu sporti. Og þar með hófst golfferill- inn hjá okkur báðum. Fljótlega kom að því að við fórum að finna hjá okkur framför og ákváðum að ganga í golfklúbb. Við byrjuðum í Bakkakoti, fór- um þaðan í Odd og enduðum svo í GR. Sumrin voru farin að fara að mestu í golf og þegar við hittumst var um fátt annað rætt en golf. Konur okkar, þær Anna og Magga, sáu fljótt að ef þær ætluðu að eiga einhver sam- skipti við okkur yfir sumartím- ann yrðu þær að grípa til sinna ráða. Og það varð úr að þær próf- uðu að koma með. Og viti menn þær urðu báðar alveg heillaðar og úr varð hið ágætasta fjög- urra manna holl. Næstu árin og áratugina spiluðum við saman bæði hér heima og erlendis og var golfið í töluverðum forgangi hjá okkur öllum. Fúsi var nokkuð fljótur að ná góðum tökum á golfinu og lækkaði forgjöfin hans hratt á þessum tíma og hæfileikar hans í golfi sjást ekki síst á því að hann fór þrisvar sinnum holu í höggi. Geri aðrir betur. En golfáhuginn var það mik- ill að fyrir nokkrum árum ákváðum við Fúsi og nokkrir golffélagar að kaupa okkur golfhermi. Fúsi sá að mestu um að koma þessu upp og stand- setja húsnæði fyrir þetta og eins og vænta mátti af honum varð til ein glæsilegasta golf- hermaaðstaða á landinu. Allt sem Fúsi tók að sér að gera, gerði hann vel og það sést ekki síst á því hvernig hann leysti þetta verkefni. Það var svo þar, í golfherm- inum okkar, fyrir aðeins fáein- um vikum sem við spiluðum okkar síðasta hring saman. Við kveðjum einstakan og góðan vin í dag og víst er að hans Fúsa verður sárt saknað. Við Magga sendum innilegar samúðarkveðjur til Önnu og fjölskyldunnar. Þórir Lárusson. Sigfús Hreiðarsson vann um langt árabil á Morgunblaðinu og á hér marga samstarfsmenn sem minnast góðs drengs að leiðarlokum. Sigfús var skírður í höfuðið á ömmubróður sínum, Sigfúsi Jónssyni, sem var fyrsti fram- kvæmdastjóri Árvakurs hf. á árunum 1923-1968. Tengsl hans og Morgunblaðsins voru því skiljanlega bundin sterkum böndum. Sigfús starfaði hjá Árvakri í 27 ár, frá 1981-2008, var um- sjónamaður fasteigna og sinnti auk þess ýmsum tilfallandi verkefnum. Hann var lærður trésmiður og laghentur. Hann var auk þess góður golfari og stundaði golfið gjarnan með vinnufélög- um og vinum á Morgunblaðinu. Hann var vel liðinn af sam- starfsmönnum sínum, bóngóð- ur, þægilegur og glaðlegur fé- lagi. Hans var því sárt saknað þegar hann lauk störfum hér árið 2008. Morgunblaðið og starfsmenn þess, núverandi og fyrrverandi, senda fjölskyldu Sigfúsar ein- lægar samúðarkveðjur. Guðbrandur Magnússon. Skein yfir landi sól á sumarvegi og silfurbláan Eyjafjallatind Þetta magnaða upphaf Gunn- arshólma Jónasar Hallgríms- sonar kemur upp í hugann þeg- ar ég sit hér í glampandi sól á pallinum á Goðasteini og minn- ist vinar míns Sigfúsar Hreið- arssonar. Hér áttum við marg- ar ánægjustundir. Það er margs að minnast, því margt hefur verið brallað á þeim rúmu 40 árum sem við Fúsi höfum þekkst. Ég kynntist Önnu og Fúsa í gegnum Svönu mína og úr varð traust vinátta sem hefur eflst með árunum. Við getum rifjað upp ferð í Hraunborgir í Grímsnesi með krakkana litla. Fertugsafmæli Önnu í Mog- gabústað í Úthlíð, aðventuferð- ir til Kaupmannahafnar, Menn- ingarnætur í miðborg Reykjavíkur, þorrablót Stjörn- unnar, fjölda samverustunda á heimili Önnu og Fúsa og hjá okkur Svönu heima eða á Goða- steini. Alltaf glatt á hjalla, stundum spilað, alltaf borðaður góður matur og oftast drukkið hóf- lega. Það er ekki hægt að minnast Fúsa án þess að nefna golfið. Það er kannski sérkennilegt hvað við Fúsi náðum vel saman þrátt fyrir um margt ólík áhugamál, en kannski er það vegna þess að ég hef bara einu sinni unnið hann í golfi, það var reyndar eina skiptið sem við lékum golf saman. Við slógum sinn boltann hvor í regnhlíf í sveitinni okkar fögru, Fljóts- hlíðinni, ég hitti en Fúsi ekki. Fúsi var sem kunnugt er þre- faldur Einherji þó hann hafi ekki farið holu í höggi í þetta sinn. Ég spila sem sagt ekki golf. Oft snerum við Fúsi bökum saman í pólitíkinni, sérstaklega gátu umræður orðið heitar þeg- ar við sameinuðumst um að verja flokkinn okkar og for- ystumenn hans fyrir á stundum að okkar mati, vinstrisinnuðum sjónarmiðum eiginkvenna okk- ar. Kannski eru þær bara hóf- stilltar en við of langt til hægri, hver veit ? Anna og Fúsi hafa verið dug- leg að heimsækja okkur í sveit- ina. Við vorum t.d. saman á Goðasteini nóttina þegar gaus á Fimmvörðuhálsi, 20. mars 2010. Okkur fannst það upplifun að vera fyrst vakin af nágrönnum og síðan komu lögreglan og björgunarsveitirnar örfáum mínútum síðar til að tryggja rýmingu sveitarinnar. Hugur okkar er hjá Önnu, krökkunum og fjölskyldunni allri. Megi minningin um góðan dreng lifa. Eins og segir í Gunnars- hólma Jónasar: „Farðu vel, bróðir og vinur.“ Blessuð sé minning Sigfúsar Hreiðarssonar Páll Grétarsson. Sigfús Hreiðarsson HINSTA KVEÐJA Að eiga vin er vandmeðfarið, að eiga vin er dýrmæt gjöf. Vin, sem hlustar, huggar, styður, hughreystir og gefur von. Vin sem biður bænir þínar, brosandi þér gefur ráð. Eflir þig í hversdagsleika til að drýgja nýja dáð. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíl í friði, kæri vinur. Við tökum svo hring í efra þegar við hittumst næst. Arnar Unnarsson. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR (Unna), lést á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum, Reykjanesbæ, fimmtudaginn 2. júní. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 14. júní kl. 13. . Þorsteinn Eggertsson Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir Guðfinna Eggertsdóttir Sigvaldi Jósafatsson Jón Þ. Eggertsson Hólmfríður Guðmundsdóttir Guðrún Eggertsdóttir og fjölskyldur Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ARNBJÖRG SÚSANNA SIGURÐARDÓTTIR frá Stóra-Kálfalæk, f. 8. ágúst 1921, sem lést þann 21. maí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 13. júní klukkan 13. . Steinunn Hjartardóttir, Kristján Ásgeir Möller, Anna Hjartardóttir, Árni Valdemarsson, Guðrún Arnbjargardóttir, Sigrún Hjartardóttir, Einar Steinþór Traustason og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG KRISTÍN LÚÐVÍKSDÓTTIR, sem lést fimmtudaginn 2. júní, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 10. júní klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð, en þeir sem vilja minnast hennar vinsamlega láti hjúkrunarheimilið Sóltún eða líknarfélög njóta þess. . Björn Snorrason, Davíð Oddsson, Ástríður Thorarensen, Logi Gunnarsson, Eva Klingenstein, barnabörn og barnabarnabörn. Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐJÓNS GUÐJÓNSSONAR verslunarstjóra, Ásholti 2, er lést 18. maí, fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 15. júní klukkan 13. . Auður Ellertsdóttir, Guðjón Þór Guðjónsson, Halla Hjaltested, Anna Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir, amma og langamma, MARTA BALDVINSDÓTTIR Bergvegi 5, Rekjanesbæ, lést í faðmi fjölskyldunnar 6. júní. Þökkum starfsfólki á Hrafnistu Nesvöllum fyrir einstaka umönnun og hlýju. . Sigurður B. Guðmundsson, Guðmundur Sigurðsson, Kolbrún Geirsdóttir, Baldvin Sigurðsson, Guðlaug Sveinsdóttir, Stefán Þ. Sigurðsson, Jórunn S. Geirsdóttir, Jón G. Sigurðsson, Brynja Þorsteinsdóttir, Ægir Sigurðsson, María Björnsdóttir, Bjarki Sigurðsson, Hólmfríður Jónsdóttir, Smári Sigurðsson, Heiða Guðmundsdóttir, Nanna G. Sigurðardóttir, Sigurður Erlingsson, Guðrún Sigurðardóttir, Hans Kristian Muller, Nanna Stefánsdóttir, systkini, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.