Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Forsetaframbjóðendurnir fjórir, sem mests fylgis njóta samkvæmt skoðanakönnunum, eru allir þeirrar skoðunar, að forseti Íslands hafi synjunarvald, þótt einhverjir þeirra vilji tengja það undirskriftasöfnun meðal þjóðarinnar og hafa þá tölur eins og 10% til 15% kosningabærra manna verið nefndar. Þeir fjórir frambjóðendur sem hafa mælst með mest fylgi þeirra sem bjóða sig fram til embættis for- seta Íslands voru gestir í Eyjunni, undir stjórn Björns Inga Hrafns- sonar, á Stöð 2 sunnudaginn 29. maí sl. í tvískiptum þætti. Þetta voru þau Guðni Th. Jóhann- esson, Davíð Oddsson, Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir. Rætt var við Andra Snæ og Höllu í fyrrihlutanum, en við Guðna og Dav- íð í síðari hlutanum. Þeir Davíð og Guðni tókust nokkuð á í seinni hluta þáttarins, m.a. um Icesave og stjórnarskrána. Svavars-samningurinn verstur Það hefur alla tíð legið ljóst fyrir að Davíð var algjörlega andvígur því að íslenska þjóðin þyrfti að axla ábyrgð á Icesave-skuldbindingum Landsbankans. Fræg eru ummæli hans frá því í október 2008 þegar hann sagði að íslenska þjóðin ætti ekki að greiða skuldir óreiðumanna. Þegar Davíð ræddi í áðurnefndum þætti Icesave og afstöðu til þeirra samninga á sínum tíma, sagði hann m.a.: „Ég hef sagt sem svo, að síðasta kjörtímabil hafi verið mjög illa nýtt, vegna þess að það þurfti að þjappa þjóðinni saman. Síðasta ríkisstjórn efndi til mikils uppþots og sundr- ungar á öllum sviðum. Hún vildi ganga inn í Evrópusambandið, eins og Guðni. Hún vildi greiða Svavars- samningana (Icesave) sem hefðu kostað okkur 275 milljarða í dag, eins og Guðni. Hún vildi líka gera atlögu að sjálfri lýðveldisstjórnarskránni, eins og Guðni.“ Líkt og Versalasamningurinn Davíð sagði að Svavars-samning- urinn hefði verið sá versti sem gerð- ur var í Icesave-samningalotunni og Guðni hafi mælt með samþykki hans og hann hafi rökstutt mál sitt með nákvæmlega sama hætti og Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafi gert, en nú væri Guðni að hlaupa frá áður sögðum orðum. Guðni sagði „Auðvitað get ég gengist við því sem ég sagði í viðtali 2009 (um Icesave, innskot blm.) en ég bætti líka við þar að það mætti líkja þessum samningum við Versala- samninginn, því við gætum ekki stað- ið við hann. Ég bætti líka því við að ég hefði ekki forsendur til þess að vega þennan samning og meta. Svo í ljósi tímans, svo allrar sanngirni sé gætt Davíð, þá fór svo að forseti Ís- lands undirritaði þennan samning, þannig að ég hafði ekkert um þennan samning að segja.“ Guðni sagði að sér fyndist þetta ósanngjörn árás á sig og að sér fynd- ist hann hafður fyrir rangri sök. Davíð vitnaði til orða Guðna í áður- nefndu viðtali og sagði: „Það getur verið að okkur líki Icesave- samningurinn illa, en hinn kosturinn er miklu verri, þ.e.a.s. að gera ekki Svavars-samninginn. Kannski er þetta það besta sem við eða einhver annar gætum fengið.“ Síðan spurði Davíð Guðna hvort hann hafi virkilega verið að mæla með því að við gerðum samning sem við gætum ekki staðið við. Athyglivert er að þótt Guðni segist nú hafa greitt atkvæði gegn mið- samningnum um Icesave, sem hafi þó verið mun skárri samningur en Svav- ars-samningurinn, sem Guðni mælti með að yrði samþykktur, telja marg- ir að það sé ekki trúverðugt. Þá hafi Guðni verið því meðmæltur að þriðji samningurinn yrði samþykktur. Greiddi ekki atkvæði Sjálfur svarar Guðni spurningu um afstöðu til Icesave á heimasíðu forsetaframboðs síns svona: „Ég var ekki í hópi þeirra 64 Ís- lendinga (þingmanna og forseta) sem fengu að kjósa um fyrsta Icesave- samninginn og samþykktu. Icesave II studdi ég ekki en Icesave III (Lee Buchheit-samninginn svonefnda) studdi ég ásamt 40% kjósenda. Í ræðu og riti á forseti að tryggja að íslenskum bankamönnum og auð- jöfrum leyfist aldrei aftur að skapa vanda á borð við þann sem leiddi okk- ur á barm hengiflugsins 2008.“ Hvergi kemur fram í máli Guðna á heimasíðu hans að hann hafi mælt með því á sínum tíma að Svavars- samningurinn væri samþykktur. Ekki sagt margt um Icesave Andri Snær nefndi í viðtali við Fréttablaðið þann 2. janúar sl. að Icesave -málið væri gott dæmi um mál þar sem grasrótarhreyfing, InDefence-hópurinn, hafi aflað sér meiri þekkingar og víðara tengsla- nets en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttur gerði á sínum tíma. Vissulega hefur Andri Snær lítið tjáð sig um Icesave-málið og samn- ingana sem skotið var í þjóðar- atkvæðagreiðslu, en ofangreind um- mæli hans benda þó til þess að hann hafi verið andvígur samningunum og verið á móti því að þjóðin tæki á sig skuldaklafa vegna Icesave. Halla Tómasdóttir hefur ekki held- ur tjáð sig mikið opinberlega um Ice- save að undanförnu, en hún var í dómnefnd, sem stjórnarformaður Auðar Capital, sem valdi í árslok 2007 Icesave-reikninga Landsbank- ans í Bretlandi og aukið hlutafé Baugs í FL-Group sem bestu við- skipti Íslendinga árið 2007. Tilkynnt var um þetta val í áramótaútgáfu Markaðarins, viðskiptafylgirits Fréttablaðsins um áramótin 2007- 2008. Sumir telja vegna ofangreinds, að Halla hafi á sínum tíma verið hlynnt Icesave-samningunum, enda hafi hún ekki talað opinberlega gegn samningunum. Auka hlut fólksins Allir frambjóðendurnir fjórir telja yfir vafa hafið að forseti Íslands hafi synjunarvald, enda hafi forseti beitt því með ótvíræðum hætti er hann synjaði lögum um Icesave staðfest- ingar og þjóðin hafi mætt til at- kvæðagreiðslu og fellt samningana í kjölfar synjunar. Andri Snær og Halla hafa ítrekað bent á þetta í málflutningi sínum og vísað til þess að á endanum hlyti það að vera þjóðarinnar að taka ákvörðun sem væri mikilvæg fyrir þjóðina alla. Það sama hafa hinir frambjóðend- urnir tveir, þeir Guðni og Davíð einn- ig gert. Guðni benti á það í sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld, að ef um lög væri að ræða, sem augljóst væri að þjóðin, eða meirihluti hennar, væri andvíg- ur, þá bæri þjóðinni sá réttur, að hafna lögunum í þjóðaratkvæðsla- greiðslu. Í ljósi þessa er rétt að minnast á að skapast hefur öflug umræða um að auka hlut fólksins í landinu í því að taka ákvörðun um að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu meðal fram- bjóðenda m.a. og þótt einhver áherslumunur sé á milli frambjóð- enda um það hvernig standa eigi að slíkri stjórnarskrárbreytingu, virð- ast allir samstíga í því að svo beri að gera. Davíð svaraði fjölda spurninga netverja á facebókarsíðu sinni í lið- inni viku. Ein spurningin var svo- hljóðandi: Ert þú fylgjandi því að setja ákvæði í stjórnarskrá um rétt almennings til þess að krefjast þjóð- aratkvæðagreiðslu? Davíð svaraði: „Ég held að það sé út af fyrir sig skynsamlegt og miklu fremur en það að forsetinn hafi vald- ið sem sé takmarkað í raun við það að tiltekinn fjöldi undirskrifta mæli með því, en ekki að það sé mat forsetans eins, eins og reyndar stjórnarskráin nú gerir ráð fyrir ... Hins vegar má vera að menn myndu telja skynsamlegt að forset- inn hefði jafnframt slíkt vald og nálg- aðist málin með öðrum hætti. Lögin og stjórnarskráin eftir mínum skiln- ingi ganga út frá því að forsetinn þurfi ekki að hafa áskoranir utan úr bæ til þess að synja lögum staðfest- ingar. Hann hafi það vald og skyldu einn og sjálfur, enda hafa komið dæmi um það síðar meir að jafnvel 55 þúsund undirskriftir hafa ekki dugað forseta til þess að synja máli stað- festingar.“ Icesave og synjunarvaldið  Forsetaframbjóðendurnir fjórir vilja að forseti hafi áfram synjunarvald  Vilja auðvelda aðkomu fólksins að því að ákveða þjóðaratkvæðagreiðslu, þótt einhvers áherslumunar gæti í máli þeirra Morgunblaðið/Ómar Bessastaðir Fjórir forsetaframbjóðendur njóta mests stuðnings samkvæmt skoðanakönnunum. Halla Tómasdóttir Andri Snær Magnason Davíð Oddsson Guðni Th. Jóhannesson Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Kjararáð úrskurðaði sl. fimmtudag að mánaðarlaun framkvæmda- stjóra Nýs Landspítala ohf. skyldu vera 864.075 krónur. Um er að ræða nýtt starf og því þurfti kjararáð að úrskurða um hver laun framkvæmdastjóra skyldu vera, áður en gengið verður frá ráðningu í stöðuna. Viðtöl að hefjast Samkvæmt upplýsingum úr fjár- málaráðuneytinu má búast við að viðtöl við umsækjendur hefjist í þessari viku, en þeir munu vera ell- efu talsins. Í ákvörðunarorði kjararáðs um laun framkvæmdastjórans kemur fram að að auki skuli greiða honum 40 einingar á mánuði fyrir alla yf- irvinnu og álag er starfinu fylgir. Eining er 1% af launaflokki 502- 136, eða 8.934 krónur. Þetta gera 357 þúsund krónur á mánuði og verða heildarlaunin því 1.221 þús- und krónur á mánuði. Einingar greiðast alla mánuði ársins, einnig í sumarleyfi. „Af því leiðir að ekki er greitt orlofsfé á einingar. Laun eru miðuð við fullt starf þannig að ekki komi til frekari greiðslna nema kjararáð úrskurði um það sérstaklega. Um almenn starfskjör framkvæmdastjórans gilda reglur kjararáðs um starfs- kjör framkvæmdastjóra hluta- félaga frá 17. nóvember 2015,“ segir í ákvörðunarorði. Fram kemur í rökstuðningi kjararáðs fyrir ákvörðun þess um laun framkvæmdastjórans að starf framkvæmdastjóra Nýs Landspít- ala ohf. sé nýtt og hafi kjararáð því ekki áður tekið ákvörðun um laun hans. Framkvæmdastjóri félagsins beri ábyrgð á því að framfylgja stefnu og ákvörðunum stjórnar Nýs Landspítala ohf. í samræmi við lög nr. 64/2010. Hliðsjón af umfangi Við ákvörðun launa hans hafi ver- ið höfð hliðsjón af umfangi og verk- efnum félagsins að teknu tilliti til þess innbyrðis samræmis sem kjar- aráði beri að gæta, segir í rökstuðn- ingi. Mánaðarlaun 1.221 þúsund  Ellefu sóttu um starf framkvæmdastjóra Nýs Landspítala ohf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.