Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 BAKSVIÐ Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbær Saga Þekkingarseturs Suðurnesja er um margt merkileg. Setrið var formlega stofnað í apríl árið 2012 og starfar á þekkingargrunni Rann- sóknaseturs Háskóla Íslands á Suð- urnesjum, Náttúrustofu Suðvestur- lands, Botndýrastöðvarinnar og Fræðaseturs Sandgerðis sem starf- að hafði í húsnæðinu frá 1995 og var fyrsta setrið sinnar tegundar á landinu. Fræðasetið rann inn í Þekkingar- setrið og því fylgdi náttúrusýning með yfir 70 uppstoppuðum dýrum, lifandi sjávardýrum og víðsjám til skoðunar á sýnum úr lífríki jarðar. Einnig sögusýningin „Heimskautin heilla“, um ævi og starf Jean- Baptiste Charcots og rannsóknar- skip hans Pourquoi-Pas sem fórst út af Mýrum í september 1936. Þessar sýningar, sem eru í eigu Sandgerð- isbæjar, hafa fyrir löngu fest sig í sessi og heillað alla þá sem leggja leið sína í Þekkingarsetrið. Ferðamaðurinn sem skoðaði setr- ið á meðan á heimsókn blaðamanns stóð leyndi ekki hrifningu sinni þeg- ar hann gekk um söfnin, skoðaði og upplifði. Lengd sýningar háð efniviði Hanna María Kristjánsdóttir, for- stöðumaður Þekkingarsetursins, segir setrið fyrst og fremst rann- sóknastofnun sem m.a. þjónar ís- lenskum og erlendum vísindamönn- um sem nýta sér aðstöðuna til rannsókna en sé ekki ferðaþjón- ustuaðili, þó sýningarnar séu hugs- aðar fyrir almenning. „Við leigjum rannsóknaaðstöðu okkar til erlendra vísindamanna og innlendra rannsóknastofnana og þar liggja okkar áherslur. Sýningar okkar höfða til almennings og eru því opnar árið um kring.“ Sýningin „Huldir heimar hafsins“ er dæmi um sýningu fyrir almenning. Þar er að finna efnivið úr hafinu sem nýtt- ur er til listsköpunar og fræðslu fyr- ir gesti. Tilurð þeirrar sýningar seg- ir Hanna María vera þaragrímur listakonunnar Katrínar Þorvalds- dóttur. Þaragrímur í ganginum „Hugmyndin var upphaflega sú að fá Katrínu til þess að sýna þara- grímur, sem Eydís Mary Jónsdóttir, sem leysti mig af í fæðingarorlofi, vissi að Katrín væri að gera. Við er- um með þennan langa gang í Þekk- ingarsetrinu sem er ekki sér- staklega skemmtilegur og við vorum búin að setja upphengi- rennur þar því við höfðum áhuga á að bjóða listamönnum að sýna á ganginum að vild. Katrínu fannst þetta frábær hugmynd en fannst ekki nóg að hengja bara upp nokkr- ar grímur svo úr varð stór og glæsi- leg sýning,“ segir Hanna María. Sýningin mun standa yfir eins lengi og efniviðurinn þolir. Inn á milli gróðurs hafsins má líta litla þangálfa sem eru leiðarstef sýningarinnar enda undirtitill henn- ar Ljós þangálfanna. Þangálfarnir eru eins og blómálfarnir birtingar- mynd náttúrunnar og ef lagt er við hlustir má heyra hvísl þeirra á sýn- ingunni. Texti Katrínar og Eydísar Mary eykur enn á upplifunina með lagi öldunnar sem berst að landi með mýkt.„Hringrás vatnsins færir öllum lifandi verum jarðarinnar líf, rétt eins og blóðrásarkerfið við- heldur lífi í líkama okkar. Líta má á lífið sem vatn, sem hefur tekið á sig ólíka lögun og gerð, allt eftir upp- skrift erfða og þróunar,“ segir í texta Katrínar og Eydísar Mary úr sýningunni. Á Sandgerðisdögum í fyrra var ljósmynda- og sögusýningin „Garð- vegur 1 – Arfur breyttrar verk- menningar“ opnuð, en hún er saga hússins sem hýsir Þekkingarsetur Suðurnesja. Styrkur til uppsetn- ingar fékkst úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja en texti er eingöngu á íslensku. Sögu Garðvegs 1 má rekja aftur til ársins 1941 þegar bygging- arframkvæmdir hófust. „Okkur hafði lengi langað til að setja upp einhverja sýningu á sögu hússins, því hún er mjög merkileg. Húsið var upphaflega byggt sem frystihús og þjónaði þeim tilgangi í áratugi. Það hafði svo staðið autt í einhver ár og var í eigu Sandgerðis- bæjar þegar verkefnið BioIce – Botndýr á Íslandsmiðum, fer af stað árið 1992,“ segir Hanna María. BioIce var því fyrst inn í húsið af þeim rannsóknastofnunum sem hýstar hafa verið á Garðvegi 1 og þar liggur grunnurinn að Fræða- setri Suðurnesja, síðar Þekkingar- setrinu. Í tengslum við BioIce var byggð upp gistiaðstaða fyrir vísindamenn og svo smá vindur starfsemin upp á sig. Hanna María segir mikið hafa verið til af ljósmyndum þar sem Reynir Sveinsson, fyrrverandi for- stöðumaður Fræðasetursins, hafi verið duglegur að taka myndir og eins faðir hans Sveinn Aðalsteinn Gíslason. „Árið 1941 hófust byggingar- framkvæmdir við húsið að Garðvegi 1, sem tóku um eitt og hálft ár. Á þessum tíma var allt unnið með handafli og engar stórtækar vinnu- vélar notaðar við framkvæmdina. Steypan í húsið var hrærð á tveimur pöllum. Sex menn hrærðu steypuna á hvorum palli, sem svo var flutt í hjólbörum í steypumót. Eftir því sem húsið hækkaði risu vinnupall- arnir með því. Ungir og hraustir menn sáu svo um að flytja steypuna upp eftir vinnupöllunum,“ segir í sýningartexta Garðavegs 1. Fjör í fjörunni Um 1.000 leik-, grunn- og fram- haldsskólanemar koma á ári hverju í Þekkingarsetrið í lærdóms- og fróðleiksferð. Þá er gjarnan farið í fjöruna og leitað fanga til að skoða í víðsjám setursins. Víðsjárnar standa einnig almenningi til boða, sem ýmist getur nýtt sér sýni sem eru á boðstólum í safninu eða farið í fjöruna og fundið sjálfur. Slíkar ferðir eru einnig uppistaðan í skemmtilegum fjölskylduratleik sem Þekkingarsetrið býður upp á gegn vægu gjaldi. Hann heitir „Fjör í fjörunni“ og er ævintýraferð um Sandgerði og næsta nágrenni. Þar er Hvalsneskirkja einn áfangastaða en að auki er fjaran heimsótt og fuglar fundnir, svo fátt eitt sé nefnt. Afrakstrinum skal síðan skila í af- greiðslu Þekkingarsetursins og ef allt er rétt er aldrei að vita nema glaðningur fáist fyrir.  Yfir sumarið er Þekkingarsetur Suðurnesja opið kl. 10–16 virka daga og kl. 13–17 um helgar. Tenglar: www.thekkingarsetur.is, www.facebook.com/thekkingar- setursudurnesja, www.charcot.is. Heimur hafsins upp á yfirborðið  Þó starfsemi Þekkingarseturs Suðurnesja snúist fyrst og fremst um náttúruvísindi og rannsóknir er þar að finna fjölmargar skemmtilegar sýningar  Þær höfða til bæði til almennings og ferðafólks Hulduheimar Þangálfa má finna víðsvegar inn á milli hulduheima hafsins. Gangur Upphafið má rekja til þaragríma listakonunnar Katrínar Þorvaldsdóttur. Sjávardýr í návígi Ungir sem aldnir geti skoðað dýrin í návígi og fengið að snerta. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Í forystu Hanna María Kristjánsdóttir forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja í sýningarsalnum. Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.