Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 22
EM Í FÓTBOLTA KARLA22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 www.odalsostar.is GOUDA STERKUR KRÖFTUGUR Íslenskur Gouda-ostur hefur verið á boðstólum á Íslandi frá árinu 1961. Fyrirmynd ostsins er hinn frægi Gouda, frá samnefndum bæ í suðurhluta Hollands. Gouda Sterkur er lageraður í sex mánuði. Mjúkur, bragðmikill og þroskaður ostur með skörpu bragði, sveppatónum, kryddkeimi og langvarandi eftirbragði. Hentar við flest öll tækifæri, hvort sem er á ostabakkann eða til að setja punktinn yfir i-ið í matargerðinni. BAKSVIÐ Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Tólfan, stuðningsmenn íslenska landsliðsins í fótbolta, undirbýr sig nú af kappi fyrir komandi Evrópu- mót. Það er að mörgu að hyggja fyrir forkólfa Tólfunnar en formað- ur hennar, Benjamín Hallbjörnsson, fór til dæmis til Parísar í lok maí að hitta FSE, samtök stuðningsmanna í Evrópu. Þar sat hann fundi með 40 öðrum til að tryggja að stuðnings- mönnum landsliðanna í Frakklandi gæti liðið þar sem best. Það verður fjölmennur hópur frá Tólfunni sem fer til Frakklands og styður íslenska landsliðið. Sveinn Ásgeirsson, varaformaður, segir að talan sé svolítið á reiki en ef menn mæti í bláu, séu tilbúnir að syngja og tralla þá verða menn og konur að Tólfumeðlimum. „Við erum fótbolta- bullur í góðum skilningi og eins og í kveðjuleik Lars á Laugardalsvell- inum þá sungu um 10 þúsund manns og skemmtu sér með Tólf- unni. Þannig verða til Tólfur. Ef fólk kemur í bláu, syngur með og hvetur liðið til dáða þá er fólk orðið að tólfum. Við erum bara forsöngv- arar sem sláum taktinn og vonandi fáum við fólkið til að fylgja með,“ segir Sveinn. Herlög gilda í landinu Herlög eru í Frakklandi og því verður strangt eftirlit með öllum stuðningsmönnum. Tólfan ákvað því að gera hlutina rétt og talaði við alla þá sem koma að ferðalaginu. „Við erum búnir að tala við lögregluna, utanríkisráðuneytið og FSE, svo eitthvað sé nefnt. Þeir vilja að upp- hitunin fari fram á svæðum sem kölluð eru Fanzone, upp á öryggis- sjónarmið. Sumir sem hafa komið að máli við okkur hafa verið að bú- ast við að Tólfan tæki yfir eitthvert torg í borgunum og stemningin yrði svipuð og í Hollandi. En það er ekki þannig. Það má ekki gleyma að her- lög eru í gildi og lögreglan í Frakk- landi verður fljót að stoppa allar óskipulagðar samkomur,“ segir Sveinn. Heim eftir riðilinn Ísland fékk um 34 þúsund miða í riðlakeppninni, en fjöldinn í hverj- um leik fer meðal annars eftir stærð leikvanganna sem keppt er á. Hinn 18. júní verður annar leikur Íslands í keppninni gegn Ungverjum og fá Íslendingar 12 þúsund miða á hann. Því má búast við að fjölmargir Ís- lendingar verði í borginni á þjóðhá- tíðardaginn 17. júní. Búið er að skipuleggja heljarinnar þjóðhátíðar- dagspartý í Marseille en Tólfan kemur ekki nálægt skipulagning- unni. Þeir verða þó á svæðinu og munu skemmta þeim sem koma. Búið er að fá öll leyfi fyrir gleðinni og er Sveinn spenntur. „Það ætti að vera frábært partý. Við erum bara með, þetta er ekki á okkar vegum þó við séum að selja miða á hátíð- ina.“ Margir af harðkjarnafólki Tólf- unnar eru með svokallaða Follow your team-miða sem gilda á alla leiki Íslands í Frakklandi og ætla að vera ytra þar til yfir líkur. Sveinn þarf að fara heim eftir riðlakeppn- ina enda dýrt að vera í Frakklandi. „Það eru sumir sem eiga svoleiðis miða og þá eiga þeir miða á úrslita- leikinn þegar strákarnir fara þang- að,“ segir hann og hlær. Stuðningsmannasvæðin eða Fan- zone í hverri borg munu spila stórt hlutverk fyrir Íslendinga á leikdegi því þar verður gríðarleg öryggis- gæsla en einnig verða skemmtiatriði og matur og drykkur á boðstólum. „Við hittum teymið frá Ríkislög- reglustjóra fyrir skemmstu og sögð- um þeim frá okkar áætlunum að hittast á þessum svæðum sem þeir tóku vel í. Ef Íslendingar haga sér eins og í Amsterdam þá verður þetta fallegt, skemmtilegt og Íslandi til sóma. Það þarf að sýna virðingu, Frakkar eru að bjóða okkur í heimsókn og það á að vera skemmtilegt að fara á EM og engin leiðindi.“ „Ofboðslega stórt batterí“ Á fundi Tólfunnar með FSE í lok maí stækkaði tengslanetið mikið og eru forsvarsmenn Tólf- unnar nú komnir í samband við stuðningsmannasveit- ir liðanna sem verða með okkur í riðli. „Þetta Evrópumót er gríðarlega stórt batterí. Nán- ast út úr kortinu. En ef fólk er tilbúið að koma í bláu, syngja og tralla með okkur þá getur litla Ísland verið sýnilegt í þessu risastóra batteríi sem EM er. Það sást best í Hollandi þar sem heimurinn tók eftir okkur.“ Getum verið sýnileg í Frakklandi  Mikill undirbúningur Tólfunnar fyrir EM í Frakklandi  Munu hittast á sérstökum stuðnings- mannasvæðum  Allir óskipulagðir „hittingar“ munu verða leystir upp í Frakklandi Morgunblaðið/Eggert Tólfan Stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins hefur staðið í ströngu í undirbúningnum fyrir EM. Hér er tekið á því á leiknum gegn Liechtenstein. Morgunblaðið/Ófeigur Nóg að gera Henson hefur varla haft undan að sauma Tólfutreyjur og það var mikið líf á saumastofunni þegar Morgunblaðið bar að garði. Þúsundir heimila hafa tryggt sér áskrift að EM2016 hjá Sím- anum og samkvæmt upplýs- ingum þaðan er salan á áætlun. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir allt klappað og klárt fyrir EM. „Strákarnir eru komnir út og okkar kona, Sigríður Þóra Ás- geirsdóttir, með þeim. Við erum meira en tilbúin og bjóðum þjóðina velkomna á EM með Símanum,“ segir hún. Búist er við mik- illi söluaukningu þegar nær dregur. Þess má geta að sjó- menn njóta allra opnu leikj- anna á EM2016 hjá Símanum í gegnum glænýja gagnvirka sjónvarpsstöð Símans, Sjó- varp Símans, sem sendir um gervi- hnött. Sjómenn geta horft ÞÚSUNDIR HAFA TRYGGT SÉR ÁSKRIFT AÐ EM Aron Einar Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.