Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 62
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is N orður á Sauðárkróki eru hjónin Árni Björn Björns- son og Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir búin að gera vísi að nýju matvælaveldi. Þar reka þau veitingastaðinn Hard Wok Café og ísgerðina Frís. Árni Björn hefur mikla reynslu af veitingahúsarekstri, en hann rak áður Hafurbjörninn í Grindavík og Bada Bing í Hafnar- firði við góðan orðstír. Kynntust þau Ragnheiður um miðjan síðasta áratug og fluttu á endanum norð- ur. „Ég ætlaði mér aldrei að fara í veitingabransann aftur en eftir að Geir Haarde bað Guð að blessa Ís- land var orðið ljóst að ég þurfti að fara að nýta það sem ég kunni til að búa til peninga. Fljótlega rifj- aðist það upp fyrir mér hvað ég hef gaman af að elda,“ segir Árni Björn. Heillaðist af fólkinu Ragnheiður er úr Skagafirð- inum en það var Árni Björn sem átti hugmyndina að því að flytja norður. „Mér fannst þetta einfald- lega svo flottur staður en mest þótti mér til þess koma þegar ég átti leið í kaupfélagið á Hofsósi og upplifði að bæjarbúar voru mjög áhugasamir um að gefa sig á tal við mig, og jafnt ungir sem aldnir til í að spjalla. Var það því ekki síst fólkið á svæðinu sem heillaði mig.“ Matur og góður málstaður Hjónin byrjuðu á að leigja og reka lítinn veitingastað á Hofsósi en færðu sig síðan á Sauðárkrók, þar sem Hard Wok Café varð til. „Í upphafi buðum við aðallega upp á austurlenska matargerð, enda það sem ég lærði af fyrrverandi eiginkonunni, en í svona litlu sam- félagi þýðir lítið að vera með mjög sérhæfðan matseðil svo að fljót- lega bættust við pizzur, hamborg- arar og fiskréttir. Við erum einnig með mexíkósk áhrif á matseðl- inum, tapasrétti og einu sinni í mánuði búum við til sushi.“ Á Sauðárkróki eru tveir veit- ingastaðir reknir allt árið en þeim fjölgar um tvo á sumrin. Þrátt fyr- ir að byggðin sé ekki fjölmenn seg- ir Árni að ágætis forsendur séu fyrir rekstrinum og komi það með- al annars til af því að íbúarnir á svæðinu séu mjög duglegir að kaupa sér tilbúinn hádegismat. „Fyrir vikið er þetta orðinn mikill mat- armenningarbær.“ Matseldin snýst ekki bara um það að galdra fram kræs- ingar heldur er hún líka leið til að tengja bæjarbúa saman. Sást þetta vel þegar Hard Wok Café fagn- aði fimm ára af- mæli staðarins með fjáröflun fyrir einn af yngstu íbúum bæjarins, sem glímir við erfiðan sjúkdóm. „Auglýsing birtist í bæjarblaðinu þar sem vinafólk fjölskyldu drengsins hvatti bæjarbúa til að styðja við bakið á þeim. Mér leiðist að halda afmælisveislur og þótti betra að nota tilefnið til að hjálpa drengnum. Við fengum fólkið sem birti auglýsinguna til liðs við okkur inni á veitingastaðnum og buðum upp á hamborgaratilboð þar sem söluandvirðið skilaði sér óskipt til drengsins. Á örskömmum tíma seldum við 361 skammt af þessu tilboði, sem samanstóð af ham- borgara, gosi og ís á 2.500 kr.,“ segir Árni. Ís til að brúa bilið Ísgerðin Frís var sett á lagg- irnar fyrir þremur árum. „Rekstur veitingastaðarins var ekki alveg að ná settum markmiðum en við átt- um tækin, tólin og aðstöðuna til að gera eitthvað meira sem gæti brú- að bilið. Ég hafði skoðað þann möguleika að framleiða fiskbollur en hugkvæmdist síðan að gera frekar ís, og hugsaði sem svo að það væri betra að vera þá þekktur sem Árni Frís frekar en Árni Bolla.“ Segir Árni að fljótlega hafi ís- gerðin orðið mun umfangsmeiri en til stóð í upphafi. Þá hafi vinsældir veitingastaðarins líka haldið áfram að aukast og farið fram úr vænt- ingum. „Við hefðum aldrei getað náð þessum árangri ef ekki væri fyrir son okkar, hann Birki Örn Kristjánsson, sem hefur sinnt ís- gerðinni af mikilli eljusemi og á Frís með okkur.“ Íspinnarnir frá Frís eru sann- kallaður handverksís, framleiddir í litlu upplagi og úr eins náttúrulegu og hreinu hráefni og völ er á. „Við gerum bara 40 stykki í einu, og getum að hámarki framleitt 3.000 pinna á dag. Við leikum okkur að því að gera ýmsar tilraunir, eins og spínatpinnana sem við gerðum fyrir veitingastaðinn Happ. Þórsarar keyptu líka hjá okkur 1.700 sér- blandaða pinna sem þeir síðan seldu stuðnings- mönnum sínum í fjáröfl- unarskyni.“ Þriðjungur pinnans ávextir Framleiðsluað- ferðin þýðir að íspinnarnir frá Frís eru ekki aðeins bragðgóðir heldur líka hollari en íspinnar almennt. Sykur- magninu er haldið í lágmarki en ávaxtapinnarnir eru með hátt ávaxtahlutfall. „Til dæmis er jarðarberjaíspinninn meira en 30% úr jarðarberjum. Einn lýsti því vel þegar hann sagðist finna það á bragðinu að hann væri að smakka „alvöru“ matvöru.“ Lesendur þurfa ekki að leggja leið sína alla leið á Sauðárkrók til að smakka íspinnana frá Frís og er til dæmis hægt að finna þá í kæl- inum hjá Melabúðinni í Reykjavík og í verslun 10-11 á Akureyri. Árni segir standa til að selja íspinnana víðar. „Við hyggjumst hleypa af stokkunum fjármögnunarherferð á Karolina Fund og safna þar fyrir 30 frystikistum sem við getum komið fyrir í verslunum og merkt íspinnagerðinni.“ Heimamenn eru duglegir að kaupa tilbúinn hádegismat  Veitingastaðurinn Hard Wok Café er orðinn ein af miðstöðvum samfélagsins á Sauðárkróki  Eigend- urnir reka líka ísgerðina Frís og hyggjast safna fyrir 30 frystum á Karolina Fund til að geta selt víðar Heimilislegt Árni Björn og Ragnheiður Ásta taka vel á móti gestum. Mikill metnaður er lagður í íspinnagerðina og standa vonir til að stækka þá starfsemi. Húmor Innandyra er notalegt að setjast niður og smakka fjölbreytta rétti. 62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 lÍs en ku ALPARNIR s FAXAFENI 8, SÍMI 534 2727 alparnir.is Létt hettupeysa Einföld, létt hettupeysa úr flísefni frá Mountain Equipment POLARTEC® Thermal Pro® - efnið er létt og einstaklega mjúkt. Hentar í alla útivist MATARferðamennska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.