Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 75
MENNING 75 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Lau 11/6 kl. 15:00 aukasýn Lau 11/6 kl. 19:30 Lokasýn Sun 12/6 kl. 15:00 aukasýn Sýningum lýkur í vor! Mugison (Kassinn) Fim 9/6 kl. 20:30 Fös 17/6 kl. 20:30 Fös 24/6 kl. 20:30 Fös 10/6 kl. 20:30 Lau 18/6 kl. 20:30 Lau 25/6 kl. 20:30 Sun 12/6 kl. 20:30 Sun 19/6 kl. 20:30 Sun 26/6 kl. 20:30 Fim 16/6 kl. 20:30 Fim 23/6 kl. 20:30 Miðasala á mugison.com DAVID FARR MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós. AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fim 9/6 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00 Fös 23/9 kl. 20:00 Fim 16/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00 Fös 9/9 kl. 20:00 Sun 25/9 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00 Fös 30/9 kl. 20:00 Uppselt út leikárið! Sýningar haustsins komnar í sölu. Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Það verður norrænn bragur yfir þessum tónleikum enda haldnir í Norræna húsinu,“ segir Kolbeinn Jón Ketilsson tenórsöngvari, sem verður með tónleika ásamt Ástríði Öldu Sigurðardóttur, píanóleikara, í Norræna húsinu í kvöld, fimmtudag- inn 9. júní, í Norræna húsinu klukk- an 20:30. Yfirskrift þessarar tónleikaveislu sem verður í allt sumar er Artic Concerts og þemað eins og nafnið gefur til kynna norrænt. Kolbeinn og Ástríður Alda munu flytja nokkrar af perlum íslenskra sönglaga í bland við norska og nor- ræna tónlist. Menntaður í Vínarborg Kolbeinn Jón Ketilsson lauk burt- fararprófi frá Nýja Tónlistarskól- anum og síðar frá Tónlistarháskóla Vínarborgar. Hann hefur síðan sungið mörg veigamestu tenórhlut- verk óperubókmenntanna. Aðspurður hvernig hann hafi fundið tíma í þéttu prógrammi sínu fyrir þessa tónleika segir Kolbeinn að þetta hafi dottið inn á heppilegum stað þegar Guðni hafði samband við hann. En Guðni Franzson er skipu- leggjandi tónleikanna. „Ég hef gaman af þessu þema,“ segir Kolbeinn. „Við erum með gamla rímu þarna fljótlega og tökum síðan þverskurð af þessum fallegu íslensku lögum sem eru til í okkar lagaflokki, okkar Íslendinga. Svo færum við okkur út í falleg lög frá Noregi. Sumt er hresst og annað minna hresst.“ En Kolbeinn er síðan að fara til Óman að syngja í nýju óperuhúsi þar í landi. „Já, það er frjálslyndur mús- limi sem ræður þarna ríkjum og fékk óperubakteríuna og lét byggja óperuhús í höfuðborginni, Múskat,“ segir Kolbeinn. „Það verður gaman að því að taka þátt í þessu. Maður þarf að ferðast mikið sem söngvari.“ Að sögn Guðna Franzsonar sem er faglegur stjórnandi Artic Con- certs mun tónleikaröðin verða í gangi í allt sumar. „Við munum bjóða upp á allskonar góðgæti í sumar,“ segir Guðni. „Allt frá Agent Fresco til Kolbeins og Ástríðar Öldu.“ Morgunblaðið/Ófeigur Alvar Aalto Kolbeinn Jón mun syngja í þessu fallega húsi í kvöld. Norrænn tónn á tónleikunum  Íslensk sönglög í bland við norsk Íslenska karlalandsliðið íknattspyrnu hefur veriðhelsti gleðigjafi þjóðarinnarundanfarin misseri og því kemur ekki á óvart að bók um af- rekin hafi verið gefin út fyrir Evr- ópumótið, sem hefst á morgun, föstudag. Eftir að hafa horft á vináttuleik- inn góða á móti Liechtenstein í vikubyrjun sett- ist sá sem hér hamrar á lykla- borðið niður og las bókina Lars Lagerbäck og ís- lenska landsliðið í þeirri von að fræðast ögn meira um sænska kraftaverka- manninn og skyggnast á bak við tjöldin. Á bakkápu segir að í bók- inni sé rakin saga sænska lands- liðsþjálfarans, sagt frá samstarfi hans við Heimi Hallgrímsson og landsliðinu fylgt eftir með skemmtilegum og fræðandi frá- sögnum. Þetta er langt því frá að vera rétt því bókin fjallar fyrst og fremst á yfirborðslegan hátt um Lars og Heimi sem og landsleikina undir stjórn fyrrnefndra þjálfara með beinum tilvitnunum í orð leik- manna og þjálfara eftir leiki, flest- ar teknar úr tveimur netmiðlum (fotbolti.net og visir.net). Ekkert nýtt kemur fram en engu að síður er akkur fyrir áhugafólk um ís- lenska landsliðið að fá allar helstu upplýsingar um gengi liðsins und- anfarin rúm fjögur ár, stutta lýs- ingu á leikjunum, hverjir spiluðu, úrslit og svo framvegis, saman í einni bók. Höfundur tekur réttilega fram í inngangi að bækur Víðis Sigurðs- sonar um íslenska knattspyrnu séu ómissandi enda eru þær á meðal helstu heimilda. Uppbygging á þessari bók er að hluta til með svipuðum hætti, efnið aðgengilegt í tímaröð og stíllinn lipur. Það er skemmtileg nálgun að tengja einn besta handboltamann þjóðarinnar við efnið (bls. 90) og krafturinn leynir sér ekki í aðdraganda frá- sagnar af viðureigninni við Hol- lendinga á Laugardalsvellinum haustið 2013. Vel er til fundið að halda um- mælum manna til haga. Eiður Guð- johnsen, besti knattspyrnumaður Íslands til þessa að margra mati, sagði til dæmis eftir sigur Íslands á Slóveníu ytra í undankeppni HM fyrir rúmum þremur árum að landsliðið gæti klárlega orðið það besta í sögu íslenskrar knattspyrnu og hann gæti reynst sannspár. Hafa ber í huga að strax eftir leiki eru menn ekki alltaf með fullmótuð svör við spurningum og málið vill því stundum skolast til. Það er galli á þessari bók að endurbirta mál- fræðivillur og nástöðu í stað þess að laga málfarið og hafa þá óbeint eftir (t.d. er haft eftir leikmanni: „Við vorum að tapa mikið af bolt- um …“ (bls. 83) þar sem betur færi að segja við töpuðum mörgum bolt- um eða við misstum boltann oft frá okkur … og svo framvegis). Einnig eru sleggjudómar og dylgjur ekki til framdráttar. Þannig segir höf- undur að miðasala að næturlagi hafi verið myrkraverk en mistök verða seint flokkuð undir illvirki. Að sama skapi er haft eftir blaða- manni fotbolta.net að forverar landsliðsþjálfaranna hafi stundum svarað gagnrýni með skætingi, án þess að nefna dæmi. Ekki góð vinnubrögð. Þrátt fyrir ýmsa vankanta var gaman að lesa bókina, rifja upp af- rekin og láta sig dreyma um gott framhaldið í leiðinni. Morgunblaðið/Golli Kveðjustund Eiður Smári Guðjohnsen, Kolbeinn Sigþórsson, Lars Lagerbäck, Kári Árnason, Aron Einar Gunn- arsson og Alfreð Finnbogason veifa til áhorfenda að loknum leik landsliða Íslands og Liechtenstein 6. júní sl. Íþróttabók Lars Lagerbäck og íslenska landsliðið bbbnn Eftir Guðjón Inga Eiríksson. 144 bls. Bókaútgáfan Hólar 2016. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Allt um landsliðið á sama stað Enn bætist á lista flytjenda tónlist- arhátíðarinnar Iceland Airwaves sem haldin verður 2.-6. nóvember nk. Þeir sem bæst hafa við eru eft- irfarandi tónlistarmenn og hljóm- sveitir: Adia Victoria frá Bandaríkj- unum, Alvia Islandia, Alexander Jarl, Amber, Baloji frá Kanada, Bára Gísladóttir, Beneath, BLKPRTY, Bróðir BIG, Aron Can, Ceasetone, Chinah frá Danmörku, Conner Youngblood frá Bandaríkj- unum og Digable Planets, einnig frá Bandaríkjunum, Gangly, Glacier Mafia, JFDR, Josin frá Þýskalandi, Júníus Meyvant, King frá Banda- ríkjunum, Kött Grá Pje, Lake Street Dive frá Bandaríkjunum, Legend, Lowly frá Danmörku, Magnús Jó- hann, Major Pink, Myrra Rós, Par- Ðar, Rythmatik, Seratones frá Bandaríkjunum, $igmund, Sólstafir, sxsxsx, Throws frá Bandaríkjunum, Tiny, Tófa, Tómas Jónsson, Þriðja hæðin, Vaginaboys, Valby bræður og Warm Graves frá Þýskalandi. Alls eru þetta 41 tónlistarmaður og hljómsveit sem við bætist á þegar langan lista flytjenda. Frekari upplýsingar um hátíðina og flytjendur má finna á heimasíðu hennar, icelandairwaves.is. 41 til viðbótar á Airwaves Chinah Danska tríóið er meðal þeirra sem bæst hafa á dagskrá Airwaves.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.