Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 á Ríp. Við klettana nærri bænum eru álfar og jafnvel víðar. „Hér fer maður ekki í neina jarðvinnu nema sækja um leyfi,“ segir Rípurbóndinn. „Mér hefur gefist vel að ganga á þann stað þar sem framkvæma skal og biðja álf- ana leyfis. Ég fer hljóðlega og segi með sjálfum mér – svo huldufólkið skynjar – hvað gera skuli. Og þegar færist ró yfir mig og notaleg tilfinn- ing, veit ég að öllu er óhætt.“ Birgir þekkir að séu hinir huldu grannar ekki með í ráðum getur illa farið. „Fyrir allmörgum árum var ég að vinna í flagi hér nærri bænum og var að tína steina frá stórri klöpp. Þar hafa sennilega verið einhver öfl í grjótinu því meðan á þessu stóð kom frændi minn hlaupandi og sagði að fjöldi lamba hefði farið ofan í skurð ekki langt þarna frá. Við vorum nokkrir sem þustum á vettvang og björguðum nokkru, en sjö lömb missti ég. Þetta varð mér rækilegur lærdómur.“ Synirnir vilja taka við Birgir og Ragnheiður Hrefna Ólafsdóttir kona hans tók við bú- skapnum á Ríp árið 1982 og voru þá rétt um tvítugt. „Þetta hefur verið skemmtilegur tími og ég ætlaði mér aldrei að verða annað en bóndi. Og mér finnst ánægjulegt að synir okkar tveir hafi áhuga á að taka við bú- skapnum hér í framtíðinni,“ segir Birgir og bætir við að búseta á jörð- um hafi haldist þokkalega. Gjarnan taki yngra fólkið við af því eldra og því slitni keðjan ekki. Af Hegraneshringnum er botn- langi, allangur spotti sem liggur til suðurs að bænum Eyhildarholti. Á hinum endanum, það er í klettaborg- unum út við sjó, er bærinn Utan- verðunes. Þaðan er víðsýnt út á Skagafjörðinn þar sem Drangey, Þórðarhöfði og Mámey blasa við. Sé hins vegar horft annars staðar frá og inn til landsins blasir við víður fjalla- hringur og mörg kunn kennileiti og hæst ber, í orðsins fyllstu merkingu, sjálfan Mælifellshnjúk. Það er Skaga- fjörður; í allri sinni dýrð.  Ekki er lengur búseta í Hróarsdal, en byggingum þar er vel við haldið og allt til fyrirmyndar. Klárar Hestar og allt sem þeim tengist er á marga vísu einkenni Skagafjarðarar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi  Horft heim að bænum Ketu. Glóðafeykir er áberandi í baksýn.  Minnismerki um Jón Ósmann ferjumann við Héraðsvötnin vestri.  Rípurkirkja í Hegranesi var reist árið 1924. Segja má að hún sé í dæmi- gerðum stíl íslenskra sveitakirkna sem má finna um nánast allt landið. Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins í Garðabæ, Hafnar- firði og Kópavogi hefur verið sam- einuð og verður framvegis rekin sem ein eining í stað fjögurra áður Ný starfsstöð sameinaðrar Heimahjúkrunar var tekin formlega í notkun í síðustu viku. Stöðin er til húsa að Hlíðasmára 17 í Kópavogi sem er nálægt miðju þjónustusvæð- isins. Svanhvít Jakobsdóttir, for- stjóri Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins, sagði við þetta tækifæri að með sameinaðri heimahjúkrun á suðursvæði höfuðborgarsvæðisins væri stefnt að markvissri, faglegri, sérhæfðri og skilvirkri heimahjúkr- un sem komi til móts við þarfir þeirra sem njóta þjónustunnar. Hún sagðist telja að með nýju skipulagi verði hægt að bæta og stytta boðleið- ir milli Heimahjúkrunar og mikil- vægra stofnana velferðarkerfisins. Á fjárlögum 2016 var framlag til heimahjúkrunar á höfuðborgar- svæðinu hækkað um 100 milljónir króna til að efla þjónustuna á ný eftir niðurskurð í kjölfar efnahagshruns- ins. „Þess er vænst að nú verði hægt að verja lengri tíma með þeim not- endum sem þess þurfa og að biðlistar eftir þjónustunni sem hafa verið við- varandi síðustu ár muni styttast og jafnvel hverfa,“ segir í tilkynningu. Alls eru 75 starfsmenn í sameinaðri heimahjúkrun suðursvæðis sem veita að jafnaði um 680 skjólstæð- ingum þjónustu á hverjum tíma. Markmið heimahjúkrunar er að gera sjúkum og öldruðum kleift að dvelj- ast heima, við sem eðlilegastar og bestar aðstæður eins lengi og unnt er miðað við heilsufar og félagslegan aðbúnað þeirra. Á myndinni eru frá vinstri: Svan- hvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins, Sigrún Kristín Barkardóttir, svæðisstjóri Heimahjúkrunar, og Þórunn Ólafs- dóttir, framkvæmdastjóri hjúkrun- ar, við formlega opnun sameinaðrar starfsstöðvar Heimahjúkrunar. Opna sameinaða heimahjúkrun  Ný starfsstöð að Hlíðasmára 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.