Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Ástæðulaust er að gráta sumþeirra þingmála sem ekki fengust afgreiddfyrir frestun þings á dögunum. Mikið fer fyrir þing- málum sem fela í sér aukin ríkisaf- skipti og aukin um- svif hins opinbera. Inn á milli eru þó mál sem til framfara myndu horfa og gætu stuðlað að auknu aðhaldi þeirra sem leggja skatta og gjöld á al- menning. Slík mál mættu gjarnan fá betri afgreiðslu á þingi.    Eitt þeirra sem full ástæða er tilað afgreiða á þinginu í haust er frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar og nokkurra annarra þing- manna um breytingu á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda.    Frumvarpið lætur lítið yfir sér,er aðeins ein málsgrein: „Við 2. mgr. 15. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Launa- greiðandi skal aðgreina útsvar og tekjuskatt á launaseðli launa- manns.“    Þó að þetta sé stutt og einfaltgæti þessi breyting orðið til þess að launamenn sæju betur hvert skattarnir þeirra fara og gætu þar með veitt þeim sem ákvarða skatt- ana aukið aðhald. Ekki veitir af.    Sú tilfinning sem staðgreiðsla álaunaseðli veitir er að hún renni öll til ríkisins, en staðreyndin er sú að stór hluti hennar rennur til sveitarfélaganna.    Það sem verra er, þessi hluti hef-ur farið vaxandi. Sjálfsagt er að ríkisstjórnin setji sér það mark- mið að samþykkja þetta ágæta þingmannamál fyrir kosningar, hvenær sem þær fara fram. Guðlaugur Þór Þórðarson Gott mál sem þörf er á að afgreiða STAKSTEINAR Veður víða um heim 8.6., kl. 18.00 Reykjavík 14 alskýjað Bolungarvík 11 alskýjað Akureyri 14 skýjað Nuuk 16 heiðskírt Þórshöfn 8 skýjað Ósló 23 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 heiðskírt Stokkhólmur 17 léttskýjað Helsinki 13 heiðskírt Lúxemborg 23 rigning Brussel 17 heiðskírt Dublin 21 léttskýjað Glasgow 22 léttskýjað London 22 rigning París 22 heiðskírt Amsterdam 19 rigning Hamborg 18 heiðskírt Berlín 26 heiðskírt Vín 24 heiðskírt Moskva 12 skýjað Algarve 34 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 25 heiðskírt Mallorca 26 heiðskírt Róm 22 rigning Aþena 22 heiðskírt Winnipeg 19 léttskýjað Montreal 11 rigning New York 18 rigning Chicago 19 heiðskírt Orlando 29 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:04 23:51 ÍSAFJÖRÐUR 1:52 25:13 SIGLUFJÖRÐUR 1:23 25:08 DJÚPIVOGUR 2:21 23:33 „Rannsókn málsins er á lokastigi,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, spurður hvernig lögregl- unni gangi að rannsaka kæru fyrirtækisins HOB vín ehf. á hendur Fríhöfn- inni fyrir meint brot á auglýsinga- banni áfengis. HBO vín ehf. tel- ur að ljósaskiltin í áfengisdeild komu- og brott- farardeild Fríhafnarinnar séu til þess fallin að beina viðskiptavinum að til- teknum vörum, sem sé brot á banni við áfengisauglýsingum sem kveðið er á um í 20. grein áfengislaga. Máli sínu til stuðnings vísar HOB til þess að Fríhöfnin hafi sjálf í sam- skiptum sínum við birgja boðið þeim kaup á auglýsingaplássi í áfengis- deildinni. Tíu mánuðir eru síðan lög- reglunni barst kæran en mál af þessu tagi eru neðarlega á forgangslista lögreglunnar um þessar mundir og því hefur rannsókn málsins dregist. „Heimilisofbeldi, ofbeldismál og kynferðisafbrot eru í forgangi [...] 10 dagar eru síðan farið var yfir málið og þá var það á lokastigi,“ segir Helgi jafnframt. Ræða hafi þurft við fjölda manns vegna málsins en það sé nú að taka á sig mynd. Verði það niður- staða rannsóknarinnar að lögbrot hafi átt sér stað verði kæra gefin út. Að öðrum kosti verði málið fellt nið- ur. Spurður hvort breytingar á tolla- lögum, sem skýra rétt fríhafnarinnar til að selja áfengi, hafi haft áhrif á framgang málsins segir hann svo ekki vera. En HOB vín ehf. hafði einnig sent kæru vegna þess að það taldi Fríhöfnina skorta lagaheimild fyrir áfengissölu eftir að lög sem leyfðu söluna voru felld úr gildi. elvar@mbl.is Ólafur Helgi Kjartansson Rannsókn- in komin á lokastig  Rannsaka meintar áfengisauglýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.