Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ AP-frétta-stofantilkynnti á þriðjudags- morgun að Hillary Clinton hefði loks- ins náð tilskildum lág- marksfjölda fulltrúa til þess að tryggja sér útnefn- ingu Demókrataflokksins til forsetaframboðs á flokksþingi hans í júlí. Áfanginn náðist án þess að kosið væri í nokkru ríki með því að nokkrir af hin- um svonefndu „ofur- fulltrúum“ ákváðu að þeir myndu snúast á sveif með Clinton. Þessi tíðindi voru síðan staðfest um kvöldið, þegar Clinton náði að vinna nokk- ur mikilvæg ríki á sann- færandi hátt, þar á meðal Kaliforníu, þar sem helsta keppinauti hennar, öld- ungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, hafði ver- ið spáð góðu gengi. Clinton verður því fyrsta konan sem er valin sem forseta- efni í Bandaríkjunum af öðrum af stóru flokkunum. Þessarar stundar hefur verið beðið lengi í her- búðum Clinton, og raunar mun lengur en stuðnings- fólk hennar hélt í upphafi. Skrifast það alfarið á Sanders, sem hefur náð að vinna fleiri forkosningar og standa þannig lengur í baráttunni en bjartsýnustu stuðningsmenn hans þorðu að vona. Engu að síður varð fljótlega ljóst að möguleikar Sanders til þess að vinna útnefninguna væru einkum tölfræðilegir, og nú eru þeir nánast eng- ir. Stóra spurningin sem vaknar er því hvað Sanders mun gera nú, þegar Clin- ton hefur komist yfir enda- línuna. Fyrstu fregnir benda til þess að hann ætli sér ekki að leggja árar í bát. Ráðgjafar hans benda á „ofurfulltrúana“ og segja að þeir gætu ákveðið að skipta um skoðun alveg fram að fyrstu atkvæða- greiðslunni á flokks- þinginu sjálfu. Þar í hópi eru sumir af helstu flokks- broddum demókrata. Þetta er þó veik von svo ekki sé meira sagt. Sand- ers hefur háð baráttu sína nánast algjörlega á þeim forsendum að hann sé „utan- aðkomandi“, raunar var hann ekki skráður í flokkinn fyrr en nýlega, þrátt fyrir langan feril á Bandaríkjaþingi. Barátta hans hefur því öðrum þræði snúist um það að innviðir flokksins séu gall- aðir og að kosningakerfið í forkosningunum sé stór- gallað, sem það kann vel að vera. Ofurfulltrúarnir eru hins vegar nánast samkvæmt skilgreiningu eins mikill hluti af flokkskjarna Demókrataflokksins og hugsast getur, og hvað sem öllu tali um gallað kerfi líð- ur hefur Clinton hlotið meirihluta atkvæða og meirihluta af hinum kjörnu fulltrúum. Það þarf því heilmikið ímyndundarafl til þess að sjá þá skipta yfir til Sanders, sérstaklega í ljósi þess hversu harkalega hann hefur gagnrýnt flokk- inn þeirra. Það má því gera ráð fyrir að Sanders muni finna fyr- ir auknum þrýstingi um að láta af baráttu sinni. For- svarsmenn demókrata ótt- ast að Sanders hafi með framboði sínu aðallega náð því að skaða Clinton á landsvísu, með því að sýna fram á það að hún sé ekki jafnsterkur frambjóðandi og talið var. Þá hefur Sand- ers heitið því að víkja ekki fyrir flokksþingið í júlí. Slíkt yrði eflaust mjög óþægilegt fyrir Clinton, sem þarf nú að heyja marg- ar orrustur á mismunandi vígstöðvum. Rannsókn alríkislögreglunnar á tölvupóstsmálum hennar er við það að ljúka, og gæti ýmislegt oltið á því hver niðurstaðan þar verður. Þá hefur Donald Trump, frambjóðandi repúblíkana, fengið að beina spjótum sínum óspart að Clinton án þess að honum hafi verið svarað af fullum þunga. Clinton gæti því komið verulega löskuð út úr for- kosningunum og það er fullkomlega óljóst hvaða ávinning Sanders sér af sem þegar er töpuð. Haldi hann henni til streitu eru líkur á að sá eini sem hagn- ist á því sé Donald Trump. Hillary Clinton nær tilskildum fulltrúafjölda} Hvað gerir Bernie nú? H æstiréttur staðfesti í vikunni gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem hefur um árabil brotið gegn konu og dætrum hennar með ítrekuðu ofbeldi og hótunum. Konan hefur margsinnis tilkynnt ofbeldið en virðist hún ávallt hafa staðið varnarlaus gagn- vart úrræðalausu kerfi. Ofbeldið í þessu tilviki er sérstaklega alvarlegt en hótunarbrot af þessu tagi eru þó gríðarlega algeng þar sem gerandinn getur brotið af sér aftur og aftur án þess að gripið sé inn í á nokkurn hátt. Ráðin sem mæta þeim sem tilkynna þarf háttsemi sem þessa eru skýr: komdu aftur og aftur á lögreglustöðina og segðu frá öllu því sem gerist. Tilgangurinn er hins vegar nokkuð óskýrari, þar sem ekkert er nokkurn tímann aðhafst í málinu. Þetta veit ég af eigin reynslu og get ég fullyrt að fólk í þessari stöðu getur ekki treyst á neinar varnir frá kerf- inu. Nálgunarbann er ekki sjálfsagður hlutur, þar sem frelsi gerandans er mikils virði. Eftir óteljandi skýrslu- tökur tók einungis við langt ferli hjá lögreglu og saksókn- ara og dómur féll nokkrum árum síðar. Lítil var því miður hjálpin í því, þar sem áreitið var viðvarandi á meðan. Sem dæmi um fáránleikann í þessu öllu saman get ég bent á að í mínu tilviki fékk málið að liggja svo lengi í kerfinu að lögreglumaður hafði samband rétt áður en málið rataði til saksóknara til að athuga hvort ég vildi halda líkams- árásarkæru, sem orðin var hluti af „heildar- pakkanum“, til streitu. Einmitt í ljósi þess að svo langur tími var liðinn að brotamaður var loksins farinn að sýna af sér betri hegðun. Mál af þessu tagi rata reglulega í um- ræðuna og virðist almenn samstaða um að brotalöm sé í kerfinu hvað þetta varðar. Annað sem einkennir umræðuna er vanmáttur; að hversu miklu leyti má skerða frelsi manns til að tryggja öryggi annars? Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til breyt- inga á almennum hegningarlögum. Frumvarpið felur í sér mikla réttarbót fyrir þolendur heimilisofbeldis en hins vegar mætti gera betur hvað svokallaða eltihrella varðar, eins og bent er á í umsögnum lögreglustjór- anna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Í báðum umsögnum segir að þörf sé á sér- stöku ákvæði er tekur á eltihrellum, en það er ekki að finna í fyrirliggjandi breytingartillögunum. Í umsögn lög- reglustjórans á Suðurnesjum segir að nálgunarbann ætti ekki að telja til viðurlaga. Þetta ætti frekar að vera úr- ræði sem stendur til boða til að tryggja öryggi þolanda; öryggisúrræði. Enda ættu það að vera grundvallarmannréttindi einstaklings að þurfa ekki að sæta áreiti frá öðrum. Því ætti að vera heimilt að skerða réttindi þess sem áreitinu beitir í þeim tilgangi að tryggja friðhelgi þess sem fyrir áreitinu verður. Þessa tillögu get ég heilshugar tekið undir. sunnasasem@mbl.is Sunna Sæ- mundsdóttir Pistill Er frelsið þitt eða mitt? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Bætt réttarstaða ríkisfangs-lausra útlendinga, auknirmöguleikar á fjölskyldu-sameiningu og einfaldari skilyrði um dvalarleyfi. Þetta er með- al þess sem felst í nýjum útlendinga- lögum sem samþykkt voru á Alþingi fyrir viku, þau hafa verið undirrituð af forseta Íslands og eiga að taka gildi 1. janúar næstkomandi. Um er að ræða viðamikla endur- skoðun laga frá 2002 og eru nýju lög- in afrakstur tveggja ára vinnu þver- pólitískrar nefndar. Tilgangurinn er m.a. að samræma lög um útlendinga og voru kaflar um alþjóðlega vernd uppfærðir í samræmi við þróun mála annars staðar í heiminum. „Við erum að fækka gráu svæð- unum og margt er miklu betur skil- greint nú en áður. Þarna er t.d. kveð- ið á um skýra umgjörð kærunefndar útlendingamála og móttökumiðstöð,“ segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar og formaður nefndarinnar, og bætir við að sér- staklega hafi verið hugað að rétt- indum barna og að lögin séu uppfærð að barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Mikilvægt fyrir atvinnulífið Annað sem Óttarr nefnir af inni- haldi laganna er að með þeim er færsla á milli svokallaðra dvalarleyf- isflokka gerð skilvirkari, t.d. þegar sá sem er með dvalarleyfi sem náms- maður sækir um dvalarleyfi vegna at- vinnu. Nú sé það þannig að viðkom- andi þurfi að fara úr landi til að sækja um nýja tegund leyfis. Fái hann það þurrkist út þau réttindi sem hann kunni að hafa áunnið sér. Með gild- istöku nýju laganna færast réttindi á milli flokka og ekki þarf að fara úr landi í þessu skyni. Lagafrumvarpið var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd og segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, að sá þáttur laganna sem varðar atvinnuréttindi útlendinga, sé gríðarlega mikilvægur fyrir atvinnulífið hér á landi og gæti orðið til þess að fækka umsækj- endum um alþjóðlega vernd. „Sumir hafa einfaldlega viljað fá að vinna hérna, en hafa ekki komist öðruvísi inn í landið en að sækja um hæli. At- vinnulífið hefur margoft bent á að okkur vanti fólk og nú verður einfald- ara að fá sérfræðinga til starfa.“ Ásmundur Friðriksson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, sat hjá við atkvæðagreiðslu um lögin. Hann segir lögin hafa verið „keyrð í gegn“ án nægilegrar umræðu. „Þarna eru margir góðir þættir eins og t.d. aukn- ar valdheimildir lögreglu en þetta er risamál sem þingið hefði þurft að fá lengri tíma til að vinna,“ segir Ás- mundur. Segir að slakað sé á klónni Unnur Brá hafnar þessari gagn- rýni og bendir á að unnið hafi verið að lögunum í mörg ár; Ögmundur Jón- asson, fv. innanríkisráðherra, hafi sett vinnuna í gang, Hanna Birna Krist- jánsdóttir, arftaki hans, hafi skipað þverpólitíska nefnd um málið og Ólöf Nordal, núverandi innanríkisráðherra, hafi haldið þeirri vinnu áfram. „Við héldum fjölmarga samráðsfundi og síðar kynningarfundi. Einhverjir hafa sagt að þeir hafi ekki getað komið sín- um sjónarmiðum á framfæri. Ég get ekki annað en undrast þær fullyrð- ingar,“ segir Unn- ur Brá. „Þessi tvö ár voru kannski næg- ur tími fyrir nefndina, en málið var ekkert til um- ræðu á þingi allan þann tíma,“ segir Ásmundur sem segir ámælisvert að ekki hafi verið litið til reynslu hinna Norðurlandanna af innflytjendamálum við gerð frum- varpsins. „Á meðan þessi lönd herða löggjöfina hjá sér, erum við að slaka verulega á klónni.“ Í umsögnum Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og Reykjavík- urborgar um frumvarpið kom m.a. fram gagnrýni á það misræmi sem er á milli þess stuðnings sem kvóta- flóttamenn sem koma hingað í boði ríkisstjórnarinnar fá og stuðnings við aðra flóttamenn. Brýnt sé að ríkið veiti sveitarfélögunum fjárhags- stuðning til að allir hópar flóttafólks fái sambærilega aðstoð. Aðgreining sem þessi sé ekki málefnaleg. „Það er erfitt að komast hjá því að munur verði á því hvernig tekið er á móti þessum tveimur hópum. Það er vitað af kvótaflóttafólkinu með löngum fyrirvara, því er boðið hingað sérstaklega og fjöldi fólks vinnur að mótttöku þess,“ segir Unnur Brá spurð um hvers vegna ekki sé tekið á þessum aðstöðumun í nýju lögunum. „Aftur á móti veit enginn hvenær annarra flóttamanna er von eða hversu margir þeir verða.“ Skiptar skoðanir um ný útlendingalög Morgunblaðið/Styrmir Kári Í nýju landi Flóttafólk frá Sýrlandi í Leifsstöð við komuna til landsins. Óttar Proppé Unnur Brá Konráðsdóttir Ásmundur Friðriksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.