Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2016 VIÐTAL Sigurður Ægisson sae@sae.is Hótel Siglunes er annað tveggja hótela á Siglufirði. Eigandi þess er Hálfdán Sveinsson. Nýlega hóf þar störf kokkur sem Hálfdán sótti til Marokkó, eftir að hafa kolfallið fyr- ir matseldinni hjá honum á einum besta veitingastað landsins þar sem hann þá vann. „Já, þetta var þannig, að í mars í fyrra fór ég ásamt eiginkonu minni til Essaoura, sem er 70 þúsund manna fallegur, gamall bær á vest- urströnd Marokkó og er tiltölulega ósnortinn af túrismanum,“ segir Hálfdán, þegar hann er beðinn um að segja frá þessu ævintýri. „Þegar ég er að ferðast, og ég hef farið víða, leita ég eftir áhugaverðri menningu, smá yl, góðum mat og afþreyingu. Það sem ég notast við er TripAdvisor.com og aðrir svip- aðir trúverðugir vefir á Netinu. Það sem gerði það að verkum að Mar- okkó varð fyrir valinu í þetta sinn var fyrst og síðast matarkúltúrinn. Í ljós kom að þetta er yndislegt land og rosalega gott fólk. Og ég komst að því að sá veitingastaður sem var með hæstu einkunnina hét La Fromagerie og var dálítið fyrir utan bæinn. Þetta er í raun sveitabær með geitaostaframleiðslu og veit- ingastaðurinn er byggður upp í kringum það, mikið af ostunum not- að í matargerðina. Við fórum þarna á mánudags- kvöldi og það var mjög rólegt, við vorum einu gestirnir. Og þar hittum við fyrir eigandann, Abderrazack, hann var rúmlega sextugur og hafði í 25 ár búið og starfað í Kanada, vann þar sem stjórnmálasögupró- fessor við háskóla, mjög skemmti- legur karl. Og hann sat hjá okkur eiginlega allt kvöldið og við rædd- um allt mögulegt, trúmál og fleira. Við hjónin ákváðum strax þegar við komum á staðinn að leyfa kokknum að ráða hvað hann gæfi okkur að borða, við ætluðum bara að sitja og njóta, hann fengi að velja besta hrá- efnið.“ Átti þrjár konur Það kom fljótt í ljós að eigandinn átti þrjár konur. Í Marokkó er leyfi- legt að eiga alls fjórar að hámarki. „Þetta vakti forvitni mína, því ég hafði aldrei hitt neinn sem átti fleiri en eina og fannst það sjálfum alveg nóg, og við ræddum þetta fram og aftur, hann lýsti því hvernig þetta virkaði, að tvær kvennanna byggju í Belgíu og ein í Kanada og að aldrei væri nema ein í einu hjá honum, því það væri ómögulegt að hafa þær all- ar innan veggja heimilisins á sama tíma, það væri bara ávísun á rifrildi og leiðindi,“ segir Hálfdán. „Svo leið kvöldið og það var bor- inn í okkur þarna hver dásamlegur rétturinn á fætur öðrum, þetta var bara virkileg upplifun. Og svo í restina, þegar við erum að klára eft- irréttinn, segi ég við Abderrazack að ég ætli að gera honum tilboð. Ég eigi svolítið sem hann vanti og hann sé með nokkuð sem mig vanti, og ég ætli að bjóða honum skipti. Hann fái konuna mína og sé þar með kom- inn með þá fjórðu og ég fái lista- kokkinn hans, Jaouad Hbib, til að hafa með mér heim til Íslands til að stjórna eldhúsinu á Hótel Siglunesi. Abderrazack ljómaði allur og var al- veg meira en til í þetta og samning- urinn var svo handsalaður, einn, tveir og þrír. Stuttu seinna kom kokkurinn og ég ámálga þetta við hann og hann varð enn glaðari en eigandinn og algjörlega til í þetta. Hann er afar geðþekkur, rólegur og yfirvegaður, mjög skipulagður, passasamur, hefur góða nærveru, er fæddur 1962 og var ekki með fjölskyldu, var fráskilinn, og vissi greinilega heilmikið um Ísland, sem er nú ekkert sjálfgefið í þessum heimshluta eða annars staðar víða erlendis, þótt við séum stórasta land í heimi og allt það. Fólk ruglar Íslandi oftar en ekki saman við Ír- land og þar fram eftir götunum. Ég vildi svo ekkert taka þetta lengra, enda var þetta auðvitað sett fram í gríni í upphafi.“ Vendipunkturinn En þrem dögum seinna, að morgni til, gerði Hálfdán sér aftur ferð á veitingastaðinn og hitti eig- andann, og sagði honum að eftir á að hyggja hefði hann fullan hug á að bjóða kokknum vinnu hjá sér, en vildi það ekki nema með hans, eig- andans, samþykki, hann vildi ekki stela besta kokknum hans, si sona, það yrði að vera í sátt og samlyndi. Og Hálfdán bætti því við að Abder- razack yrði að vera hreinskilinn, ef hann segði nei, þá yrði ekki gert neitt meira í þessu. En eigandinn svaraði því til að hann myndi ekki standa í vegi fyrir kokknum, sem hefði bersýnilega mikinn áhuga á þessu, og gaf Hálfdáni leyfi til þess að bjóða honum starf. „Og til að gera nú langa sögu stutta þá hafði ég samband við kokkinn og sagðist tilbúinn að gera þetta, og hann varð jafn glaður og fyrr,“ segir Hálfdán. „Og ég fer strax að undirbúa þetta, um leið og ég kem heim til Íslands. Ég sæki um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir hann, ég vissi að Útlendingastofnun gæfi sér 90 daga til að fara yfir um- sóknina, ég vanda mig sérstaklega því það var búið að segja mér að ég yrði að passa mig á að hafa öll um- beðin gögn tilbúin, alveg hundrað prósent eins og starfsmenn þar vildu, því annars yrði ég í eilífum bréfaskriftum suður og þetta myndi taka óratíma. Ég sendi þetta inn og það leið og beið og ég var í stöðugu sambandi að spyrja um framvindu málsins, skýrði þetta út, að þetta væri kokk- ur, það væri skortur á þeim, ekki bara hér á landi heldur víða annars staðar í Evrópu, ég sendi ummæli af TripAdvisor, meðmæli, prófin hans og allt hvað eina, til að taka af allan vafa um að þarna væri um að ræða úrvalsmann, eldkláran náunga. Ástæðan fyrir því að hann vissi svona mikið um Ísland var sú að hann hafði verið í háskólanámi og numið þar m.a. landafræði og heimspeki, en náði ekki að klára það af fjárhagslegum ástæðum og persónulegum.“ Biðin endalausa eftir svari „Ég var farinn að verða stress- aður þegar hér var komið, því ég hafði gert ráð fyrir að fá leyfi fyrir hann í síðasta lagi um miðjan júní í fyrra, þannig að hann myndi ná svona 2-3 mánuðum af sumrinu. En það dróst og dróst. Og þegar engin svör höfðu borist fyrir þann tíma sem ég nefndi, þá gafst ég upp. Ég var búinn að eyða mikilli vinnu í þetta og töluverðu fé og fannst nóg komið og var svekktur. Ég hafði samband við Jaouad Hbib í Mar- okkó og sagði að því miður næðum við þessu ekki. Og við blésum þetta af. Ég heyrði ekkert meira frá Út- lendingastofnun,“ segir Hálfdán. Síðan gerist það rétt fyrir síðustu páska, ári eftir að ferlið hafði byrj- að, að hann er beðinn um frekari gögn. „Ég hélt satt best að segja að bú- ið væri að fleygja umsókninni. Ég hugsaði með mér að ég skyldi ekki láta þá þarna hjá Útlendingastofn- un eiga eitthvað hjá mér og gerði þetta, þó ekki væri nema til að stríða þeim. Ég hafði áður sagt þeim, að ég væri að reyna að gera þetta löglega, svo að hann fengi kennitölu og borgaði sína skatta og skyldur, það hefði aldrei neitt ann- að komið til greina, en þarna hefði fæti verið brugðið fyrir mig, á sama tíma og við sæjum fólk tekið inn í landið ólöglega og því varla og ekki greidd laun, og stundum jaðraði þetta við mansal. Mér fyndist stofn- unin vera að senda mér þau skila- boð að ég ætti að taka sénsinn, framhjá kerfinu, eins og menn greinilega sleppa með, þótt upp komist um einn og einn.“ Hafði ekki lengur húmor fyrir skrifræðinu „Eftir að ég hef svarað þessu bréfi gerist ekki neitt í langan tíma,“ segir Hálfdán. „En svo í byrjun maí fæ ég upphringingu frá Vinnumálastofnun, sem þá hafði fengið umsóknina til umfjöllunar. Og þar er aftur verið að biðja mig um fleiri gögn. Þá fauk verulega í mig og ég sagði viðkomandi, að ég hefði ekki lengur húmor fyrir þessu, ég væri búinn að standa í þessu í fimmtán mánuði og öll gögn væru til í Útlendingastofnun, a.m.k. í einu ef ekki fleiri eintökum, því ég væri búinn að senda flest allt tvis- var. Mér var svarað að það stæði á einhverjum miða að ástæðan fyrir því að þetta hefði dregist svona væru mannabreytingar, en ég benti viðkomandi á að það væri engin af- sökun. Ef einhver ætti pantað her- bergi hjá mér og væri mættur á staðinn og ég segði honum að koma á næsta ári, ég gæti ekki boðið hon- um herbergi núna, hann yrði að keyra til Reykjavíkur aftur, því það hefðu nefnilega orðið mannabreyt- ingar hjá mér, þá gengi slíkt aldrei upp. Og ég sagði svo: Nú skaltu bara kíkja á þetta fyrir mig og ef þú heldur að það sé einhver möguleiki að ég fái þetta í gegn fyrir sumarið, ég ætla ekki að fara að ná í fleiri gögn, þá væri það afbragð, en ég hef ekkert að gera með þetta leyfi í haust. Og ég bætti því við, að svo myndum við bara kannski lesa um þetta mál í fjölmiðlum, því ein vin- kona mín, sem er blaðamaður, hafði nefnt við mig, að þetta væri eitt- hvað sem væri vert að fjalla um. Tveimur dögum seinna var hringt í mig og mér tjáð, að árs dvalar- og atvinnuleyfi væri í höfn. Ég þurfti að láta segja mér það þrisvar og ég lýg því ekki.“ Ákvað að taka slaginn „Ég hafði ekki látið Jaouad Hbib vita að málið væri enn í gangi,“ seg- ir Hálfdán, „því ég vildi ekki vekja hjá honum einhverjar nýjar fals- vonir. Og sjálfur stóð ég þá á tíma- mótum, var búinn að auglýsa hót- elið til sölu, og var á leiðinni úr bænum, ef ég hefði selt, svo að ég þurfti að fara í gegnum þetta allt í huganum, frá a til ö, og að endingu ákvað ég að taka slaginn og það hjálpaði til við þá ákvörðun að ég var orðinn svo mikill Siglfirðingur að innst inni langaði mig ekkert að fara.“ Kokkurinn var mættur til Siglu- fjarðar 29. maí, generalprufa var haldin 2. júní, þar sem nokkrum bæjarbúa var boðið að smakka mar- okkóskar kræsingar, þar á meðal þrettán forrétti, þar sem hráefnið var að langmestu leyti úr jurtarík- inu, og var búinn að opna veitinga- staðinn í hótelinu föstudaginn 3. júní. Frá fyrsta starfsdegi hefur verið fullt út úr dyrum og gestir rómað og mært allir sem einn þessa himnasendingu frá vesturströnd Afríku. „Það sem upphaflega lá að baki þessari hugmynd var að breikka matarflóruna hér á Siglufirði, það er lykilatriði fyrir okkur sem erum að selja gistingu hérna, að það séu a.m.k. þrír góðir veitingastaðir, þannig að ég gæti komið hingað, ef ég byggi ekki hér, gist í þrjár nætur og farið á þrjá mismunandi veit- ingastaði til að prófa eitthvað nýtt í hvert sinn. Það er nákvæmlega þannig sem ég hugsa þegar ég er að ferðast,“ segir Hálfdán, alsæll með nýjasta starfsmann hótelsins. Svo er bara eftir spurningin hvort og þá hvenær Abderrazack hyggist leggja í reisu norður í Dumbshaf til að sækja fjórðu kon- una. Hótelhaldarinn sótti kokk- inn alla leið til Marokkó  Hálfdán Sveinsson rekur Hótel Siglunes á Siglufirði  Langaði að breikka matarflóruna í bænum  Þurfti að slást við kerfið í fimmtán mánuði en gafst ekki upp  Kokkurinn hefur slegið í gegn Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Félagar Jaouad Hbib, marokkóski kokkurinn, og Hálfdán Sveinsson við anddyri Hótels Sigluness.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.