Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2014, Page 46

Náttúrufræðingurinn - 2014, Page 46
Náttúrufræðingurinn 46 mynd sýnir snið yfir landgrunnið norðan Lónsdjúps byggt á túlkun þeirra. Ástæða er til að benda á að þykkt setlaganna við landgrunns- brún er allt að 600 metrar. Uppruni hryggjanna Hryggirnir í Lónsdjúpi eru á því svæði, sem gert er af nokkur hundruð metra þykkum setlögum samkvæmt segulmælingum. Þessi setlög hafa harðnað og myndað fast berg, enda er ytri hluti Lónsdjúps skorinn í þau. Brattur norðaustur- kantur djúpsins sýnir vel að um hart berg er að ræða. Þau öfl, sem líklegust eru til að móta landform við núverandi skil- yrði á 230 til 330 metra sjávardýpi, 4. mynd. Túlkun Leós Kristjánssonar og Geirfinns Jónssonar á segulmælingum á mæli- sniði yfir landgrunnið í námunda við Lónsdjúp. Myndin sýnir storkuberg, öfugt (R) og rétt (N) segulmagnað. Yst á landgrunninu er síðan þykk linsa úr setbergi (S). Lóðrétti kvarðinn á sniðinu er í kílómetrum, en lárétti ásinn er 45 km langur. Set(bergs)linsan er því allt að 600 m þykk. Lega sniðsins er sýnd á 3. mynd (rauð lína). – Interpretation of structure of the SE Iceland margin based on magnetic surveys.2 The section shows igne- ous rocks, normally (N), and reversely (R) magnetized. The outermost part of the margin is made up of sedimentary rocks (S). Vertical scale in km. Length of section 45 km. The sediment lens is thus up to 600 m thick. 3. mynd. Landgrunnið suðaustanlands. Hér er kortið af 1. mynd sett inn á sjókort af svæðinu. Myndin sýnir helstu landslagsdrætti á svæðinu, m.a. „djúpin” og „grunnin”. Rauð lína sýnir legu sniðsins á 4. mynd. Sjókort frá Sjómælingasviði Landhelgisgæslunnar. – The southeast Icelandic shelf, showing position of Lónsdjúp as one of a series of shelf troughs. Red line indicates position of section illustrated in Fig. 4. Nautical map from Icelandic Coast Guard Hydrographic Department. -0,200 -0,600 -1,000 -1,400 -1,800 -2,200 -2,600 -3,000

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.