Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Síða 61

Náttúrufræðingurinn - 2014, Síða 61
61 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Svartþröstur aðstoðar við hreiður skógarþrasta Náttúrufræðingurinn 84 (1–2), bls. 61–64, 2014 Ævar Petersen Inngangur Par skógarþrasta Turdus iliacus hreiðraði um sig í garðinum hjá Birni Þresti Axelssyni og Önnu Hall- dóru Karlsdóttur að Naustahlein 17 í Garðabæ sumarið 2006. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema fyrir það að þriðji fuglinn tók þátt í varpstarfinu, þ. á m. fóðrun unga. Skal hér skýrt frá hvernig varpi reiddi fram. Þau Björn og Anna fylgdust grannt með framgangi þess og atferli fuglanna og eiga mestan heiður að því hve vel atburðarásin var skráð. Fyrra hreiðrið Í júní 2006 hóf skógarþrastarpar að byggja hreiður í lágum (um 1,8 m) mispilrunna í garðinum aftan við Naustahlein 17, en þar höfðu skógar- þrestir áður verið með hreiður. Tveir skógarþrestir sáu um hreiðurgerðina eins og vera ber og um 9. júní var hreiðrið fullbyggt. Þá hurfu þrestirnir í tvo daga en eftir að þeir birtust á ný var sex eggjum orpið í hreiðrið. Á til- skyldum tíma, rétt fyrir mánaðamót júní–júlí, klöktust ungar. Þann 7. júlí voru fimm um viku gamlir ungar í hreiðrinu. Eitt egg reyndist fúlegg og hafði fóstrið drepist snemma á útungunartímabilinu. Annar þrösturinn bar málmhring á fæti. Sá var svo gæfur að Björn gat tekið hann á hreiðrinu með því að leggja hönd yfir fuglinn. Það mun hafa verið kvenfugl því hjá skógar- þröstum liggja aðeins kvenfuglar á hreiðri.1 Númer á fuglamerkjum eru auðkennandi og reyndist þetta merki vera íslenskt nr. 882266. Hafði fuglinn verið merktur þá um vorið 15. apríl 2006 við Höfn í Hornafirði þar sem Brynjúlfur Brynjólfsson og Björn Arnarson reka fuglaathugunarstöð.2 Nokkuð ljóst þykir að þegar fuglinn var fangaður og merktur var hann að koma til landsins eftir vetur- setu erlendis en langflestir íslenskir skógarþrestir fara til vestanverðrar Evrópu yfir vetrarmánuðina.3 Svartþröstur Turdus merula, full- orðinn karlfugl, hrafnsvartur með appelsínulitað nef, hélt einnig til við skógarþrastarhreiðrið (1. mynd). Eins og svartþrasta er venja á varp- tíma hélt hann sig mest á morgnanna efst í toppi grenitrjáa í næsta garði og söng hástöfum. Stundum fór hann inn í runnann þar sem þrastar- hreiðrið var þegar skógarþröstur lá á því. Fyrir kom að allir fuglarnir þrír voru við hreiðrið samtímis. Þá kom fyrir að svartþrösturinn og annar skógarþrastanna ultu út úr hreiður- runnanum í miklum atgangi. Svo mikil voru áflogin að húsráðendur vöknuðu oft við þau á tímabilinu klukkan fimm til sjö á morgnana. Þarna öttu kappi svartþrösturinn og annar skógarþrösturinn, karlfuglinn að talið var, sem virtist lítt hrifinn af þessum keppinauti. Eftir að ungar skriðu úr eggi hóf svartþrösturinn að bera æti í ungana til jafns við skógarþrestina eins og þeir væru hans eigin af- kvæmi. Þessar matargjafir svart- þrastarins voru t.a.m. áberandi meðan á heimsókn höfundar stóð þann 7. júlí. Þá renndi merkti skógar- þrösturinn (2. mynd) sér einnig yfir hina óboðnu gesti og smellti í góm eins og þröstum er tamt. Ungarnir voru að sjá hraustir, litu út eins og dæmigerðir skógarþrastarungar og óklakta eggið var augljóslega skógar- þrastaregg (sem eru snöggtum minni en svartþrastaregg). Svartþrösturinn var einnig til staðar með mat í nefi og gaf frá sér aðvörunarhljóð eins og eru einkennandi fyrir svartþresti við hreiður. Þriðji fuglinn, ómerkti skógarþrösturinn, sást hvergi en hann hvarf um þetta leyti og sást aldrei aftur. Af ofanskráðu er ljóst að þrír fuglar voru greinilega bendlaðir við þrastarhreiðrið. Ekkert bendir hins vegar til þess að svartþrösturinn hafi átt hlut að máli við frjóvgun eggjanna. Því er hér ekki um kyn- blöndun milli tveggja fuglategunda 1. mynd. Skógarþröstur við hreiðrið sitt ásamt svartþrastarkarli sem lét sér annt um hreiðrið meðan á álegu stóð og færði jafnframt ungunum æti. – The male Blackbird, which attended a Redwing nest in Garðabær, and delivered food to the young after they hatched. One of the Redwings can also be seen. Ljósm./Photo: Björn Þ. Axelsson, 10.7.2006.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.