Morgunblaðið - 27.07.2016, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.07.2016, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 ALLT HEFST MEÐ Meðan Jobba í Hveragerði naut við var það sígilt atriði að mamma, pabbi, börn og bíll færu austur í Hveragerði að kaupa ís í Eden og skoða apann sem varð táknmynd bæjarins. „Þegar maður hugsar til baka er mjög merkilegt hve mikillar at- hygli apinn naut á sínum tíma. Fólk er hreinlega enn í dag að tala um þetta dýr. Sjálfur hef ég raunar ekki séð hann Jobba minn síðan hann drapst fyrir fjörutíu árum en kannski ég skreppi upp að Laugarvatni um helgina og líti á gripinn,“ segir Már Michelsen. Merkilega mikil athygli FÓLK FLYKKTIST AUSTUR Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hinn frægi Hveragerðisapi sem ár- um saman var helsta aðdráttaraflið í sunnudagsbíltúrum Íslendinga er kominn aftur fram á sjónarsviðið og verður til sýnis á Hótel Eddu í Menntaskólanum að Laugarvatni um helgina. Eins og margir muna var apinn Jobbi fyrir margt löngu sýningardýr í gróðrarskála Pauls Michelsen í Hveragerði svo um hann spunn- ust margar sögur og fólk á höfuð- borgarsvæðinu flykktist austur fyrir fjall til að sjá dýrið. Kraumandi náttúra í Jobba Það var árið 1958 sem söngkonan Ellý Vilhjálms smyglaði apanum til Íslands frá Spáni. Ellý og foreldrar hennar í Merkinesi á Höfnum fóstr- uðu Bongó, eins og hún kallaði ap- ann, fyrstu misserin, að því er fram kemur í ævisögu Ellýjar eftir Mar- gréti Blöndal sem kom út fyrir nokkrum árum. Það gekk þó ekki til lengdar – og það var um 1960 sem söngkonan fól Paul Michelsen, garð- yrkjubónda í Hveragerði, að annast dýrið. Michelsen nefndi apann Jobba og hann var lengi í rækt- unarhúsi. Það var svo árið 1971 sem Blómaskáli Michaelsen var opnaður og þar var Jobbi sýningardýr og átti eftir að vekja hliðstæðulitla athygli fólks í fábreyttu samfélagi þess tíma. „Ég fór vel að Jobba og við náðum vel saman. Af okkur bræðrunum þremur var ég sá eini sem náði hon- um á mitt band,“ segir Már Michel- sen, bakari í Þorlákshöfn, sonur Pauls garðyrkjumanns. „Aðeins tókst mér að þjálfa apann, sem var pínulítill simpansi, sem stundum virtist skynja aðspurður hvað við væri átt. Hann sagði stöku sinnum já eða kinkaði kolli. Svo kraumaði talsverð náttúra í Jobba, sem stund- um tók upp á slíkum kúnstum að sið- prúðar konur litu undan. Þetta voru jafnvel virðulegar frúr, sem urðu þó svo áhugasamar að ekki leið á löngu uns þær komu aftur í heimsókn til að sjá þennan vin sinn,“ segir Már og hlær. Á tvist og bast Apinn Jobbi var kominn nær þrí- tugu og orðinn veikur þegar Michel- sen lét svæfa hann 1977. Farið var með hræið til uppstoppara en þaðan heimti hann það aldrei. Öllum að óvörum dúkkaði apinn svo upp í Ís- lenska dýrasafninu sem Kristján Jósepsson átti. Vegna vanskila lentu safngripir þar á uppboði hjá toll- stjóra og voru um 1980 keyptir til Byggðasafns Árnesinga. Nokkur dýranna voru til sýnis á Selfossi en öðrum komið fyrir að Laugarvatni. „Þegar komið var með upp- stoppuð dýrin, lítil sem stór, hingað að Laugarvatni voru uppi miklar fyrirætlanir um að hér yrði sett upp náttúrugripasafn. Dýrin voru sett í skólahúsin hér að Laugarvatni og það átti að vera til bráðabirgða. Svo fór aftur á móti að fyrirætlanir um safn fjöruðu út og málið gufaði hreinlega upp,“ segir Pálmi Hilm- arsson, húsbóndi í Menntaskólanum að Laugarvatni. „Því miður hefur eitthvað af dýr- unum lent á tvist og bast, en apinn hefur alltaf verið í öruggri vörslu.Er geymdur í náttúrufræðistofunni hér í menntaskólanum en eftir þessa eft- irgrennslan ykkar á Mogganum ætl- um við að hafa hann til sýnis hér í anddyri skólahússins að minnsta kosti yfir verslunarmannahelgina.“ Apinn í Hveragerði snýr aftur  Jobbi hjá Michelsen til sýnis að Laugarvatni um verslunarmannahelgina  Var smyglað til Íslands af Ellý Vilhjálms söngkonu  Siðprúðar konur litu undan  Fór í uppstoppun en var ekki skilað Morgunblaðið/Sigurður Bogi Api „Hann er í öruggri vörslu,“ segir Pálmi Hilmarsson. Jobbi hefur í um 30 ár verið geymdur í náttúrufræðistofu Menntaskólans að Laugarvatni. Ellý Vilhjálms Fimur Fólkið stóð stóreygt við búrið og fylgdist með apanum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.