Morgunblaðið - 27.07.2016, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.07.2016, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Óvenjulegasti baðstaður á Íslandi, náttúrulaugin við norðausturjaðar Holuhrauns, sem mikilla vinsælda naut á síðasta ári er horfinn. Laug þessi myndaðist í kjölfar eldgossins þar sem stóð frá í ágúst 2014 fram í febrúar í fyrra. Eftir það rann vatn undan hrauninu og kom fram 35-40 gráðu heitt og myndað- ist þar þá frábær baðpottur sem spurðist vel út svo fólk flykktist þangað. Nú hefur hraunið kólnað mikið og vatns- rennslið við hraunjaðarinn, sem er talsvert minna en áður, var í fyrra- dag komið niður í 16 gráðu hita, að sögn Sigurðar Erlingssonar land- varðar sem mældi hitastigið. Jökulsá yfir baðstaðinn Í atburðarásinni við Holuhraun nú hefur það einnig gerst að nú flæmist ein hvítra kvísla Jökulsár á Fjöllum að Holuhrauni og flæðir yfir bað- staðinn sem var. „Farvegur Jökulsár er að breytast. Í vetur féll áin að jaðri hraunsins að suðaustan og flæmdist svo frá því. Núna rennur hún niður með öllum austurjaðri þess og finnur sinn gamla farveg aft- ur. Þetta eru merkilegar breytingar sem mjög áhugavert hefur verið að fylgjast með,“ segir Sigurður sem er landvörður á Norðursvæði Vatna- jökulsþjóðgarðs. Hraunið kólnar Ökumönnum á öllum þokkalega búnum jeppum er fært að Holu- hrauni þangað sem eru um 115 kíló- metrar frá Hringveginum á Mý- vatnsöræfum. Landverðir sem hafa aðstöðu í Drekagili við Öskju, sem er um 10 kílómetra frá Holuhrauni, standa vaktina við jaðarinn þess og eru með skipulagðar gönguferðir á hverjum morgni klukkan 10 og lýsa þeir þá staðháttum, náttúrufari og fleiri áhugaverðu. „Þótt yfirborð hraunsins sé farið að kólna er á sumum stöðum ekki nema einn metri niður á 100 gráðu heitt hraun. Það kraumar því ágæt- lega í þessu ennþá ,“ segir Sigurður Erlingsson. Ljósm/Sigurður Erlingsson Elfur Jökulsá á Fjöllum rásar milli farvega og er nú þar sem fólk baðaði sig í fyrra. Myndin var tekin sl. mánudag. Vatnið er orðið kalt og baðstaðurinn horfinn  Jökulsá á Fjöllum í nýjum farvegi fellur að Holuhrauni Morgunblaðið/Birkir Fanndal Svaml Heitir lækir runnu undan heitu hrauninu eftir eldgosið svo úr varð frábær náttúrulaug sem nú er horfin. Myndin var tekin fyrir ári. Sigurður Erlingsson Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Þetta er loksins að fæðast. Loka- úttekt er í næstu viku og ef allt geng- ur að óskum opnum við nokkrum dögum síðar,“ segir Hörður Jóhann- esson, einn eigenda nýs kaffihúss í Reykjavík, Kaffi Laugalækjar, sem mun opna í húsi sem áður hýsti Verð- listann í Laugarneshverfi. Hörður segir að stefnt sé að því að opna kaffihúsið á tímabilinu 10-15. ágúst. Að sögn hans verður meðal annars myndlistargallerí á kaffihús- inu auk þess sem boðið verður upp á mat. Upphaflega var áætlað að opna um miðjan júní en að sögn Harðar má rekja tafirnar til þess að stjórn- sýslan hafi gengið hægt. „Á móti má benda á að við erum að gera þetta í fyrsta skipti og kunnum ekki alla verkferla upp á tíu. Við erum að reyna að vanda okkur eins og við get- um, en ég get vissulega viðurkennt að stjórnsýslan er að gera mann grá- hærðan,“ segir hann. Í húsinu verður einnig starfrækt farfuglaheimilið Laugalækur Hostel sem að sögn Harðar mun rúma allt að 50 manns. „40 verða á hæðinni fyrir ofan kaffi- húsið í kojum með sameiginlegu eld- húsi og stofu...Við hliðina erum við svo með 130 fermetra íbúð og þar er hugmyndin að vera með gistingu fyr- ir 10 manns í sex herbergjum,“ segir Hörður. Verðlistinn fluttur Í húsinu sem mun rúma kaffihúsið og gistinguna var verslunin Verðlist- inn með starfsemi frá 1964 þar til á þessu ári. Um hríð stóð til að Verð- listinn myndi hætta starfsemi en hann hefur verið rekinn af Erlu Wiegelund um áratuga skeið. Dóttir hennar, Þorbjörg Kristjánsdóttir, ákvað þess í stað að taka við keflinu og er Verðlistinn, sem selur föt fyrir heldri konur, nú á Suðurlandsbraut. „Verslunin var opnuð 1964 en frá 1961 höfðu foreldrar mínir selt föt um allt land og við Pétur bróðir fór- um með,“ segir Þorbjörg. „Þetta hef- ur gengið svo ótrúlega vel eftir að við fluttum verslunina. Flestar verslanir hófu útsölu í júní en við erum ekki byrjuð með útsölu. Við trúum þessu varla, dag eftir dag, þegar við sláum út úr kassanum,“ segir Þorbjörg. Kaffi Laugalæk- ur brátt opnað  Verðlistinn lifir góðu lífi á Suður- landsbraut  Stjórnsýslan hægði á Ljósmynd/Hörður Jóhannesson Kaffi Laugalækur Stefnt er að opnun nýs kaffihúss í Laugarneshverfi í ágúst. Verðlistinn sem áður var í húsinu í rúm 50 ár er nú á öðrum stað. Mennta- og menningar- málaráðuneytið og ÍSÍ munu á fimmtudaginn kynna og undir- rita tímamóta- samning til næstu þriggja ára um stór- aukið fjár- framlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. Nú fær sambandið um 140 milljónir króna í framlög frá rík- inu á ári hverju og segir í til- kynningunni að um sé að ræða byltingu fyrir afreksíþróttir á Ís- landi. Við athöfnina verður landsliðs- fólk, þjálfarar og forsvarsfólk sérsambanda ÍSÍ. vidar@mbl.is Tilkynnt um stór- aukin framlög til ÍSÍ Íþróttir Tilkynnt verður um stór- aukin framlög. Veiði á makríl hefur glæðst mikið það sem af er júlí en samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu hef- ur verið landað um 20 þúsund tonnum það sem af er mán- uðinum, en rúm 2.200 tonn veidd- ust í júní og 223 tonn í maí. Ís- lensk skip mega veiða rúm 166 þúsund tonn af makríl á þessu ári en tæpum 152 þúsund tonnum var úthlutað á skip en 14.500 tonn fluttu einstök skip af óveiddum heimildum síðasta árs. Mikil veiði hefur verið við Vest- mannaeyjar og kom Beitir NK til Neskaupstaðar í síðustu viku með 840 tonn sem fengust að mestu fyrir vestan eyjarnar, samkæmt upplýsingum frá Síldarvinnslunni. Í Vestmanneyjum hefur miklu verið landað af makríl síðari hluta júlímánaðar, Heimaey VE landaði um 160 tonnum í upphafi mánaðar en kom í land með 525 tonn í lok mánaðar samkvæmt tölum Fiskistofu. benedikt@mbl.is Makrílvertíð hafin  Mikil veiði við Vestmannaeyjar Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur sími 571 5464 Nýjar haustvörur – G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.