Morgunblaðið - 27.07.2016, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016
160 ampera pinnsuðuvél
sem hentar hvar sem er
úti eða inni (IP23S)
Létt og góð og auðveld
í notkun og með
möguleika á
snerti-TIG suðu
Pinnasuðuvél
CEA
Project 1600
Kr. 62.000
með vsk
Grandagarði 13 • Reykjavík • Sími 552 3300 • www.klif.is
1966-2016
Allt til rafsuðu í 50 ár
Jóhannes Tómasson
johannes@mbl.is
Hótelkeðjan Canopy opnaði sitt
fyrsta hótel á Hljómalindarreitnum í
miðbæ Reykjavíkur fyrir 3 vikum.
Canopy er nýtt hótelvörumerki í eigu
Hilton International-hótelkeðjunnar
og munu Icelandair hótel sjá um
rekstur hótelsins.
Hótelið, sem er í flokki lúxushót-
ela, er með 115 herbergjum. Sam-
kvæmt hugmyndafræði Canopy er
mikil áhersla lögð á þægilegt og af-
slappað umhverfi. Á fyrstu hæð er
ásamt móttökunni kaffihús og setu-
stofa með bókasafni. Báðum megin
við háa bókahilluna eru ljóð eftir Þór-
arin Eldjárn römmuð inn á vegg, sér-
valin af skáldinu.
„Við vildum hafa sterka tengingu
við kúltúr Reykjavíkur og það sem er
að gerast hverju sinni,“ sagði Hildur
Ómarsdóttir, framkvæmdastjóri
sölu- og markaðsdeildar Icelandair
Hotels. Hún sagði jafnframt að
áhersla hefði verið lögð á að gefa
götulistaverkunum sem voru í
Hjartagarðinum, þar sem hótelið var
reist, nýtt líf. Pallettuverk listakon-
unnar Theresu Himmer eiga bæði
sér stað á veggjum hótelsins.
Veitingastaður hótelsins, Geiri
Smart, birtir skýra mynd af þeirri
tengingu sem Canopy-hótelið vill
skapa við íslenska menningu. Veit-
ingastaðurinn heitir eftir laginu
„Sirkus Geira Smart“ eftir hljóm-
sveitina Spilverk þjóðanna. Nafnið er
bæði tilvísun í lagið sjálft, hljóm-
sveitina og íslensku þjóðina, að mati
Hildar.
Hinu gamla
gefið nýtt líf
Kaffihús Við innganginn er kaffihús þar sem boðið er upp á framandi kaffi. Í h
Kaffi og kökur Allt það fínasta er í boði á kaffihúsi hótelsins.
Slakir Hótelgestir taka það rólega í lesstofunni á fyrstu hæð.
Upp í þak Bókahillan í lesstofunni er ansi há. Vinstra megin
við hilluna má sjá nokkur af ljóðum Þórarins Eldjárns.
Flottheit Gestir m
sem leynast í þessu
Kunnuglegt Það kannast örugglega margir við þennan vegg og þetta verk. Veggurinn fékk að standa og var gefið nýtt líf
inni á Geira Smart, veitingastað Canopy Reykjavík hótelsins.
Lesstofa Á fyrstu hæð er lesstofa þar sem g
bókahillunni. Gestir mega eflaust einnig lesa