Morgunblaðið - 27.07.2016, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.07.2016, Qupperneq 30
 Háifoss er austarlega við Línuveginn. Hann er 122 metra hár, tilkomumikill og telst vera annar hæsti foss landsins. röngunni“ er um hálftíma gangur. Efst í dalnum er svo komið að vold- ugum landamærum; hliði sem er gátt inn á Hrunamannaafrétt. En nú höldum við austur um Línuveginn, yfir ása, hryggi og nið- ur í gil þar sem lækjarsprænur falla fram. Yfir þær er farið á vaði og þá gildir að halda sig á grynn- ingum og „vera á brotinu“ eins og vanir fjallamenn komast að orði. – Og fagurt er á fjöllum, sagði Halla við Eyvind forðum. Orðin eru sígild þótt afréttarlandið hér sé hrjóstr- ugt. Örnefnið Fjallmannaklettur segir sína sögu. Skammt frá kletti þeim er Helgaskáli, hús smalanna í Hrunamannahreppi, sem er nefnt eftir föllnum fjallkóngi þeirra. Stóra-Laxá er hér skammt austan, vatnsmikil og enginn jeppamaður ætti þar að fara yfir á vaðinu nema á traustum bíl og aldrei einn. Frá Stóru-Laxá er ekið um það bil tíu kílómetra til austurs að Fossá sem einnig er farið yfir á vaði. Örstutt neðan þess er Háifoss, annar hæsti foss landsins, sem er 122 metra hár. Hér fellur Háifoss fram í miklu gili og nokkru innar er annar foss, Granni, sem er þó talsvert lægri og vatnsminni. Skammt fyrir austan fossana tvo, sem eru í mynni Þjórs- árdals, erum við svo komin í Hóla- skóg og á Hafið við Þjórsá og þá er Línuvegurinn að baki. Ekki fjölfarin leið Að jafnaði er Línuvegurinn hefl- aður einu sinni á sumri og dyttað að öðru eftir atvikum. Leiðin er greið en seinfær, lítið kynnt og því ekki fjölfarin. Slíkt er umhugsunar- efni þegar talað er um nauðsyn þess að fjölga leiðum og stöðum sem til dæmis erlendir ferðamenn fara og heimsækja til að jafna um- hverfisálag. Á ferðum blaðamanns um þessa löngu leið á dögunum vakti því nokkra eftirtekt að mæta mótorhjólamanni, jeppa og göngu- manni – aðeins einum af hverju. Meira var það nú ekki og það á frá- bærum degi til ferðalaga um há- sumar.  Á Brúarhlöðum er tenging milli sveita, en Línuvegurinn er skorinn í sundur af Hvítá. Því þarf fólk að leggja lykkju á leið.  Frá austurbakka Hvítár er mjög skemmtilegt sjónarhorn að Gullfossi, en fáir þekkja eða hafa komið að fossinum hér.  Við Tjaldafell norðan við Skaldbreiður eru skálar sem eigendur nýta sér meðal annars vegna vetrarferða.  Fjallamannaklettur er örnefni með kuldalegum hljóm, en það segir þó allt. Helgaskáli á Hrunamannaafrétti sem er skammt frá vaðinu á Línuveg- inum yfir Stóru-Laxá er nefndur eftir föllnum fjallkóngi sveitarinnar. Biskupsbrekka á Uxahryggja- leið. Skjaldbreiður eru hér í baksýn. Hlöðufell er tilkomumikil móbergsstapi á hásléttunni upp af Laugardalnum í Bláskógbyggð og líkist Herðubreið um margt. 30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 Njóttu hálendisins Frá Heimaey á heimsenda er ný heimildarkvikmynd um Pál Stein- grímsson kvikmyndagerðarmann. Hún var forsýnd í Sagnheimum, byggðasafni Vestmannaeyja, á af- mælisdegi Páls síðastliðinn mánu- dag. Í Sagnheimum er Pálsstofa þar sem geymdir eru munir sem tengj- ast ferli Páls, m.a. fjöldi viðurkenn- inga sem hann hefur hlotið. Undirtitill myndarinnar er Ferils- hlaup Páls Steingrímssonar. Þar er stiklað á stóru í fjölmörgum ævin- týrum þessa Eyjapeyja sem kominn er í hóp víðförlustu Íslendinga. Ævintýraþráin vaknaði snemma og braust út með ýmsu móti á æskuár- unum. Í myndinni er m.a. sagt frá svaðilför Páls og æskufélaga hans á heimasmíðuðum kajökum upp undir Landeyjasand. Páll lauk kennaranámi og fór til Kanada. Þar leituðu ævintýrin hann uppi. Páll stundaði myndlistarnám og lagði hann stund á myndlist auk þess að starfa sem myndlistar- og náttúrufræðikennari. Páll var bjarg- veiðimaður á meðan sú iðja stóð með mestum blóma í Eyjum. Þeim kafla eru gerð góð skil í myndinni. Um fertugt nam Páll kvikmynda- gerð. Hann hefur verið ákaflega öt- ull síðan við gerð kvikmynda, eink- um heimildarmynda. Þær eru nú orðnar um 70 talsins og hafa margar verið sýndar víða um heim. Páll Magnússon hafði umsjón með gerð myndarinnar og tók viðtöl við nafna sinn. Friðþjófur Helgason annaðist kvikmyndatöku og Ólafur Ragnar Halldórsson sá um mynd- gerðina. gudni@mbl.is Ævintýraferill Eyjapeyjans  Heimildarkvikmynd um Pál Steingrímsson forsýnd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.