Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 Eos Skeifunni 8 | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is Dvergarnir sjö Kakó / Kaffikrús verð 2.790,- stk. Morgunverðarskál verð 3.490,- stk. Strumparnir Diskar Ø19 cm 6 í pk. verð 7.590,- Dvergarnir sjö Kökustandur verð 6.990,- Skemmtilegt leirtau frá EGAN á Ítalíu Dvergarnir sjö Diskar Ø19 cm 7 stk í pakka verð 9.490,- Strumparnir Kakó / Kaffikrús verð 2.590,- stk. Morgunverðarskál verð 2.590,- stk. FRÉTTASKÝRING Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Ógnaröld er hið nýja eðlilega ástand í bæði Þýskalandi og Frakklandi, ef marka má fjölmiðla og álitsgjafa þeirra. Franski forsætisráðherrann Manuel Valls sagði í fyrradag, að landsmenn yrðu að búa lengi við þetta ástand; ógnina af hryðjuverk- um, því landið ætti í stríði við hin myrku öfl. Hafa Frakkar upplifað sjö hryðjuverkaárásir frá í janúar 2014. Og á aðeins sjö dögum í liðinni viku urðu Þjóðverjar fyrir fjórum blóð- ugum morðárásum á óbreytta borg- ara. Talið er að þær eigi eftir að leiða til varanlegra breytinga í landinu. Bæði í Þýskalandi og í Frakklandi er brostin sú samstaða sem áður ein- kenndi viðbrögð við hryðjuverkum og ofbeldisverkum sem meðal annars þykja tengd innflytjendamálum. Í stað eindreginnar samheldni gagn- vart ógninni deila franskir stjórn- málaleiðtogar og flokkar nú hart í framhaldi af hryðjuverkinu í Nice að kvöldi þjóðhátíðardagsins. Ásakanir fljúga á alla kanta en harðast hefur verið sótt að innanríkisráðherranum Bernard Cazeneuve. Er hann m.a. sakaður um tilraunir til að ljúga til um öryggisviðbúnað í borginni. Hægrimenn kenna Cazeneuve um skort á öryggisgæslu í tengslum við hátíðarhöld í Nice 14. júlí. Blossuðu deilurnar upp eftir að Sandra Bertin, yfirmaður fjarskiptadeildar lögregl- unnar í borginni, skýrði frá því að lagt hafi verið að henni að breyta skýrslu sinni um öryggisgæslu að kvöldi þjóðhátíðardagsins. Stjórnaði hún eftirliti með öryggismyndavélum þetta kvöld, er stórum flutningabíl var ekið á fólk sem safnast hafði sam- an á göngugötunni meðfram ensku ströndinni. Bertin segir ráðuneyti Cazeneuve hafa lagt fyrir sig samantekt um staðsetningu sveita borgarlögregl- unnar, um öryggistálma og viðveru almennu lögreglunnar. Þess hafi ver- ið krafist að hún breytti skýrslu sinni. „Ég svaraði því til að ég myndi ekki setja í skýrsluna það sem ég ekki sá,“ sagði hún. Og bætti því við, að hafi lögreglan verið þar sem ráðu- neytið segði hafi það ekki sést á upp- tökum öryggismyndavéla. Yfirlýs- ingar Bertin voru eins og olía á eld deilna um ráðstafanir í Nice. Margir hafa gagnrýnt viðbúnaðinn og sagt hann hafa verið ónógan í ljósi hryðju- verkahættunnar. Bernard Cazeneuve segir ásakanir lögreglukonunnar fyrir neðan virð- ingu hennar og hefur hótað henni málsókn. Sjálfur á hann yfir höfði sér málsókn af hálfu fjölskyldna fórnar- lamba árásarinnar blóðugu í Nice. Auk þeirra 84 sem týndu lífi slasaðist 331, margir þeirra lífshættulega. Var þetta þriðja stórtæka hryðjuverkið í Frakklandi á aðeins hálfu öðru ári. Valls forsætisráðherra hefur komið Cazeneuve til varnar í fjölmiðlum. Sagði hann þræturnar „klárlega póli- tískar og markmiðið væri að grafa undan ríkisstjórninni“. Fyrrverandi borgarstjóri í Nice, Christian Est- rosi, segir málið snúast um að ríkis- stjórnin hafi logið til um fjölda lög- reglu- og hermanna við öryggisgæslu í borginni þjóðhátíðardagskvöldið. Beðin um að eyða gögnum Í skýrslu ríkislögreglunnar um blóðbaðið í Nice segir að Mohamed Lahouaiej Bouhlel hafi keyrt vörubíl sinn upp á göngugötuna til að komast hjá lögreglutálma. Bertin segir enga lögreglumenn hafa verið þar á upp- tökum öryggismyndavéla. Kveðst hún hafa sætt miklu einelti af hálfu innanríkisráðuneytisins vegna stað- hæfinga sinna. Bertin er mikill stuðn- ingsmaður héraðsstjórans Estrosi úr Lýðveldisflokknum og hefur harð- lega gagnrýnt ríkisstjórn sósíalista á samfélagsvefjum, að sögn blaðsins Le Parisien. Í þrætunum um aðgerð- ir eða aðgerðaleysi í Nice hefur það ekki bætt úr skák fyrir stjórnvöld, að yfirvöld reyndust hafa krafist þess, að upptökum úr öryggismyndavélum þjóðhátíðardagskvöldið yrði eytt. Borgaryfirvöld sögðu að með því yrði „sönnunargögnum eytt“ en saksókn- arar, sem komnir voru með eintak af upptökunum, gáfu þá skýringu, að koma í veg fyrir að „hryllileg“ mynd- skeið lækju til fjölmiðla. Ráðamenn í Nice segja þetta í fyrsta sinn í sög- unni sem þeir séu beðnir um að eyða sönnunargögnum af glæpavettvangi og það sé andstætt lögum. Í viðtali á þjóðhátíðardegi Frakka, 14. júlí, boðaði Francois Hollande forseti að neyðarástandslögin myndu renna sitt skeið 26. júlí. Neyðar- ástandið yrði ekki framlengt. Það breyttist kirfilega með ódæðinu í Nice og hafa neyðarlögin nú verið framlengd um hálft ár. Gegn stuðn- ingi við það á þingi fengu hægrimenn inn í lögin víðtækari heimildir en áð- ur í þágu lögreglunnar, leyniþjónust- unnar og öryggissveita. Heimildir lögreglu til húsleita og að hneppa fólk í stofufangelsi voru rýmkaðar. Einnig voru settar þrengri skorður fyrir samsöfnuði fólks á almannafæri og einstakir sýslumenn fengu heim- ildir til að setja útgöngubann og tak- marka aðgang að vissum byggingum. Sorfið að Merkel Mannskæðar árásir í Þýskalandi í síðustu viku sýna að stefna Angelu Merkel kanslara í málefnum flótta- manna var „glannaleg“, segir aðstoð- arformaður Vinstriflokksins (Die Linke). Lét Sahra Wagenknecht svo um mælt í fyrradag en fjórar árásir áttu sér stað í landinu næstu sjö daga þar á undan. Gerendur í þremur þeirra voru flóttamenn. Kallaði hún eftir aðgerðum til að auka á öryggis- tilfinningu landsmanna. „Þó svo við verðum að bíða eftir klárlegri skýringu á bakgrunni árás- anna getum við þó sagt þetta: Atvik undanfarinna daga sýna að viðtaka og aðlögun mikils fjölda flóttamanna og flökkufólks tengist verulegum vandamálum og hefur reynst miklu erfiðari en Merkel reyndi í fyrra- haust að telja okkur trú um að yrði,“ segir Wagenknecht. Flokkur hennar er þriðji stærsti flokkur Þýskalands og stærstur flokka stjórnarandstöð- unnar. Fulltrúar beggja enda hins Ógnaröld hið nýja eðlilega ástand  Blóðug ódæðisverk í Þýskalandi og Frakklandi gætu haft miklar afleiðingar í för með sér fyrir daglegt líf almennings  Í báðum löndum er brostin samstaða sem ríkt hefur gagnvart hryðjuverkum og mótttöku flóttamanna AFP Fórnarlamba minnst Fólk stendur við kerti og blóm, sem lögð voru framan við Olympia-verslunarmiðstöðina í München þar sem níu voru myrtir. Uppljóstrun Sandra Bertin talar við blaðamenn í Nice í vikunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.