Morgunblaðið - 27.07.2016, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 27.07.2016, Qupperneq 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 „Við erum staðráðin í að gera Norður-Kóreu það fullkomlega ljóst að þessum aðgerðum fylgja raunverulegar afleiðingar,“ sagði John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi Asíuþjóða sem haldinn er í Laos. Vísar Kerry í máli sínu til síend- urtekinna tilraunaskota Norður- Kóreumanna og prófana þeirra með kjarnavopn. Bandaríkin segja tilraunirnar ögrun og hefur örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna fordæmt þær. Á sama tíma hóta ráðamenn í Pjongjang „fyrirbyggjandi“ árás- um á Suður-Kóreu og Bandaríkin. NORÐUR-KÓREA AFP Bandaríkin John Kerry utanríkis- ráðherra á blaðamannafundi nýverið. Tilraunir Pjongjang ekki án afleiðinga Recep Tayyip Erdogan Tyrk- landsforseti mun í næsta mánuði eiga fund með forseta Rúss- lands, Vladimír Pútín, en það verður í fyrsta skipti sem forset- arnir hittast síð- an Rússar slitu hernaðarsambandi við Tyrkland eftir að tyrknesk herþota grandaði rússneskri herþotu í nóvember sl. Talsmaður Kreml vildi ekki veita AFP nákvæmar upplýsingar um efni fundarins, en sagði forsetana þó hafa „ýmislegt að ræða“. „Það verður enginn skortur á umræðuefni,“ sagði hann. TYRKLAND Erdogan sækir Pútín heim á næstunni Recep Tayyip Erdogan „Hinir fötluðu ættu allir að hverfa,“ sagði ódæðismaðurinn Satoshi Ue- matsu þegar hann gekk blóðugur inn á lögreglustöð með eggvopn í hendi. Hafði hann þá skömmu áður myrt 19 manns á heimili fyrir fólk með fötlun í japönsku borginni Sagamihara, en um er að ræða versta fjöldamorð í landinu í áratugi. Fréttaveita AFP greinir frá því að Uematsu hafi þar til í febrúar sl. unnið á heimilinu. Hann er sagður hafa brotið sér leið þar inn í gegnum glugga á jarðhæð hússins og yfir- bugað starfsmann í kjölfarið. Starfs- manninn batt Uematsu niður áður en hann réðst á heimilismenn. Margir fengu djúpa stunguáverka á háls og búk. Alls létust níu karl- menn og tíu konur, en fórnarlömbin eru á aldrinum 18 til 70 ára. Þá særðust einnig um 25 til viðbótar, þeirra á meðal eru 20 lífshættulega særðir. Sendi hótunarbréf í febrúar „Þetta er afskaplega sorglegur og sláandi atburður þar sem fjölmargir saklausir einstaklingar urðu að fórnarlömbum,“ sagði Yoshihide Suga, talsmaður stjórnvalda í Jap- an, á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar ódæðisins. Japanskir fréttamiðlar greina frá því að Uematsu hafi í febrúar sl. sent forseta neðri deildar japanska þingsins bréf þar sem hann hótaði því að gera árás á tvö heimili fatl- aðra og myrða þar mörg hundruð manns. Bréfið vakti athygli lögreglunnar í Tókýó og var Uematsu lagður inn á sjúkrahús um tíma. Læknir þar út- skrifaði hann samt sem áður nokkr- um dögum síðar þar sem hann taldi enga ógn stafa af Uematsu. khj@mbl.is AFP Óhugnaður Lögregla sést hér við heimilið þar sem 19 voru myrtir. Versta fjölda- morð um árabil  Myrti 19 manns á heimili fatlaðra Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við horfumst í augu við hóp, Daesh [Ríki íslams], sem lýst hefur yfir stríði gegn okkur,“ sagði Francois Hollande Frakklandsforseti, en tveir ódæðismenn, hliðhollir vígasamtök- unum, tóku hóp fólks í gíslingu í kirkju í Saint-Étienne-du-Rouvray, nærri Rúðuborg í Frakklandi. Fréttaveita AFP greinir frá því að inni í kirkjunni hafi verið alls fimm manns. Þrír þeirra sluppu án telj- andi meiðsla, einn var fluttur alvar- lega særður á sjúkrahús, en fimmti gíslinn, sem var prestur kirkjunnar, var myrtur af ódæðismönnunum. Að sögn AFP var hinn látni, sem var 84 ára gamall, skorinn á háls inni í kirkjunni. Sérsveit frönsku lögreglunnar umkringdi kirkjuna skömmu eftir að upp komst um árásina og voru víga- mennirnir tveir drepnir af lögreglu er þeir gengu þaðan út. Allt Frakkland er í sárum Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segist vera sleginn óhug yfir því sem hann kallar „villi- mannslega árás á kirkju“. „Allt Frakkland og kaþólikkar all- ir eru í sárum. Við munum standa saman,“ sagði Valls í færslu sem hann birti á Twitter-síðu sinni. Frans páfi tekur í svipaðan streng og segir morðið einkar „villimanns- legt“ í ljósi þess hvar það var framið. „Páfinn finnur fyrir sársauka og óhugar í kjölfar þessa fjarstæðu- kennda ofbeldis,“ hefur AFP eftir talsmanni Vatikansins í Róm. Miðillinn Amaq News, sem rekinn er af Ríki íslams, sagði í gær sam- tökin bera ábyrgð á árásinni. Eru árásarmennirnir sagðir vera „stríðs- menn Ríkis íslams“ og að þeir hafi verið að bregðast við kalli um árásir á þær þjóðir sem nú berjast við sam- tökin í Sýrlandi og Írak. Hollande forseti kallar nú eftir samstöðu í Frakklandi, en segir um leið hættu á frekari hryðjuverkum þar vera „mjög mikla“. Vígamenn Ríkis íslams gerðu villimannslega árás á kirkju  Vopnaðir menn myrtu einn og særðu annan lífshættulega í Frakklandi AFP Samstaða Francois Hollande Frakklandsforseti (t.h.) mætti til Saint-Étienne-du-Rouvray fljótlega eftir árásina. Hersveitir Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hafa undanfarið hert mjög sókn sína inn í borgina Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Tókst þeim í gær að ná öruggri fótfestu í úthverfi sem finna má í norðvesturhluta borgarinnar, en hverfið hafði um langt skeið tilheyrt vopnuðum uppreisnarsveitum. Aleppo hefur frá árinu 2012 verið skipt upp í tvo helminga þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum í austurhluta borgarinnar og stjórnarhermenn í vesturhlutanum. Að undanförnu hefur sveitum Assads forseta vaxið ásmegin og þeim m.a. tekist að umkringja borgina og skera á eina mikilvæg- ustu birgðaleið uppreisnarmanna við og í Aleppo. Stjórnarherinn með annað hverfi í sigtinu Það úthverfi sem herinn hefur nú lagt undir sig nefnist Leramun og var það lengi notað af upp- reisnarsveitum til að skjóta sprengjum yfir á vest- urhluta Aleppo. Hermenn Sýrlandsforseta hafa nú beint spjótum sínum að hverfinu Bani Zeid, þaðan sem uppreisnarmenn skjóta eldflaugum sínum á landsvæði stjórnarhersins í borginni. „Með því að ná stjórn á Leramun og Bani Zeid er hægt að koma í veg fyrir eldflaugaskotin og herða um leið á umsátrinu,“ hefur fréttaveita AFP eftir Rami Abdel Rahman, sem fer fyrir mannréttindasamtökum í Sýrlandi. Hersveitir höfðu í gær umkringt Bani Zeid og segir AFP miklar loftárásir hafa verið gerðar á hverfið. khj@mbl.is Komnir með góða fótfestu í Aleppo  Stjórnarher Sýrlands hefur hert mjög tökin á uppreisnarsveitum undanfarið lÍs en ku ALPARNIR s Faxafeni 8, 108 Reykjavík • sími 534 2727 • netfang alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is af öllum fatnaði 20% AFSLÁTTUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.