Morgunblaðið - 27.07.2016, Síða 40

Morgunblaðið - 27.07.2016, Síða 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 „Við erum staðráðin í að gera Norður-Kóreu það fullkomlega ljóst að þessum aðgerðum fylgja raunverulegar afleiðingar,“ sagði John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi Asíuþjóða sem haldinn er í Laos. Vísar Kerry í máli sínu til síend- urtekinna tilraunaskota Norður- Kóreumanna og prófana þeirra með kjarnavopn. Bandaríkin segja tilraunirnar ögrun og hefur örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna fordæmt þær. Á sama tíma hóta ráðamenn í Pjongjang „fyrirbyggjandi“ árás- um á Suður-Kóreu og Bandaríkin. NORÐUR-KÓREA AFP Bandaríkin John Kerry utanríkis- ráðherra á blaðamannafundi nýverið. Tilraunir Pjongjang ekki án afleiðinga Recep Tayyip Erdogan Tyrk- landsforseti mun í næsta mánuði eiga fund með forseta Rúss- lands, Vladimír Pútín, en það verður í fyrsta skipti sem forset- arnir hittast síð- an Rússar slitu hernaðarsambandi við Tyrkland eftir að tyrknesk herþota grandaði rússneskri herþotu í nóvember sl. Talsmaður Kreml vildi ekki veita AFP nákvæmar upplýsingar um efni fundarins, en sagði forsetana þó hafa „ýmislegt að ræða“. „Það verður enginn skortur á umræðuefni,“ sagði hann. TYRKLAND Erdogan sækir Pútín heim á næstunni Recep Tayyip Erdogan „Hinir fötluðu ættu allir að hverfa,“ sagði ódæðismaðurinn Satoshi Ue- matsu þegar hann gekk blóðugur inn á lögreglustöð með eggvopn í hendi. Hafði hann þá skömmu áður myrt 19 manns á heimili fyrir fólk með fötlun í japönsku borginni Sagamihara, en um er að ræða versta fjöldamorð í landinu í áratugi. Fréttaveita AFP greinir frá því að Uematsu hafi þar til í febrúar sl. unnið á heimilinu. Hann er sagður hafa brotið sér leið þar inn í gegnum glugga á jarðhæð hússins og yfir- bugað starfsmann í kjölfarið. Starfs- manninn batt Uematsu niður áður en hann réðst á heimilismenn. Margir fengu djúpa stunguáverka á háls og búk. Alls létust níu karl- menn og tíu konur, en fórnarlömbin eru á aldrinum 18 til 70 ára. Þá særðust einnig um 25 til viðbótar, þeirra á meðal eru 20 lífshættulega særðir. Sendi hótunarbréf í febrúar „Þetta er afskaplega sorglegur og sláandi atburður þar sem fjölmargir saklausir einstaklingar urðu að fórnarlömbum,“ sagði Yoshihide Suga, talsmaður stjórnvalda í Jap- an, á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar ódæðisins. Japanskir fréttamiðlar greina frá því að Uematsu hafi í febrúar sl. sent forseta neðri deildar japanska þingsins bréf þar sem hann hótaði því að gera árás á tvö heimili fatl- aðra og myrða þar mörg hundruð manns. Bréfið vakti athygli lögreglunnar í Tókýó og var Uematsu lagður inn á sjúkrahús um tíma. Læknir þar út- skrifaði hann samt sem áður nokkr- um dögum síðar þar sem hann taldi enga ógn stafa af Uematsu. khj@mbl.is AFP Óhugnaður Lögregla sést hér við heimilið þar sem 19 voru myrtir. Versta fjölda- morð um árabil  Myrti 19 manns á heimili fatlaðra Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við horfumst í augu við hóp, Daesh [Ríki íslams], sem lýst hefur yfir stríði gegn okkur,“ sagði Francois Hollande Frakklandsforseti, en tveir ódæðismenn, hliðhollir vígasamtök- unum, tóku hóp fólks í gíslingu í kirkju í Saint-Étienne-du-Rouvray, nærri Rúðuborg í Frakklandi. Fréttaveita AFP greinir frá því að inni í kirkjunni hafi verið alls fimm manns. Þrír þeirra sluppu án telj- andi meiðsla, einn var fluttur alvar- lega særður á sjúkrahús, en fimmti gíslinn, sem var prestur kirkjunnar, var myrtur af ódæðismönnunum. Að sögn AFP var hinn látni, sem var 84 ára gamall, skorinn á háls inni í kirkjunni. Sérsveit frönsku lögreglunnar umkringdi kirkjuna skömmu eftir að upp komst um árásina og voru víga- mennirnir tveir drepnir af lögreglu er þeir gengu þaðan út. Allt Frakkland er í sárum Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segist vera sleginn óhug yfir því sem hann kallar „villi- mannslega árás á kirkju“. „Allt Frakkland og kaþólikkar all- ir eru í sárum. Við munum standa saman,“ sagði Valls í færslu sem hann birti á Twitter-síðu sinni. Frans páfi tekur í svipaðan streng og segir morðið einkar „villimanns- legt“ í ljósi þess hvar það var framið. „Páfinn finnur fyrir sársauka og óhugar í kjölfar þessa fjarstæðu- kennda ofbeldis,“ hefur AFP eftir talsmanni Vatikansins í Róm. Miðillinn Amaq News, sem rekinn er af Ríki íslams, sagði í gær sam- tökin bera ábyrgð á árásinni. Eru árásarmennirnir sagðir vera „stríðs- menn Ríkis íslams“ og að þeir hafi verið að bregðast við kalli um árásir á þær þjóðir sem nú berjast við sam- tökin í Sýrlandi og Írak. Hollande forseti kallar nú eftir samstöðu í Frakklandi, en segir um leið hættu á frekari hryðjuverkum þar vera „mjög mikla“. Vígamenn Ríkis íslams gerðu villimannslega árás á kirkju  Vopnaðir menn myrtu einn og særðu annan lífshættulega í Frakklandi AFP Samstaða Francois Hollande Frakklandsforseti (t.h.) mætti til Saint-Étienne-du-Rouvray fljótlega eftir árásina. Hersveitir Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hafa undanfarið hert mjög sókn sína inn í borgina Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Tókst þeim í gær að ná öruggri fótfestu í úthverfi sem finna má í norðvesturhluta borgarinnar, en hverfið hafði um langt skeið tilheyrt vopnuðum uppreisnarsveitum. Aleppo hefur frá árinu 2012 verið skipt upp í tvo helminga þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum í austurhluta borgarinnar og stjórnarhermenn í vesturhlutanum. Að undanförnu hefur sveitum Assads forseta vaxið ásmegin og þeim m.a. tekist að umkringja borgina og skera á eina mikilvæg- ustu birgðaleið uppreisnarmanna við og í Aleppo. Stjórnarherinn með annað hverfi í sigtinu Það úthverfi sem herinn hefur nú lagt undir sig nefnist Leramun og var það lengi notað af upp- reisnarsveitum til að skjóta sprengjum yfir á vest- urhluta Aleppo. Hermenn Sýrlandsforseta hafa nú beint spjótum sínum að hverfinu Bani Zeid, þaðan sem uppreisnarmenn skjóta eldflaugum sínum á landsvæði stjórnarhersins í borginni. „Með því að ná stjórn á Leramun og Bani Zeid er hægt að koma í veg fyrir eldflaugaskotin og herða um leið á umsátrinu,“ hefur fréttaveita AFP eftir Rami Abdel Rahman, sem fer fyrir mannréttindasamtökum í Sýrlandi. Hersveitir höfðu í gær umkringt Bani Zeid og segir AFP miklar loftárásir hafa verið gerðar á hverfið. khj@mbl.is Komnir með góða fótfestu í Aleppo  Stjórnarher Sýrlands hefur hert mjög tökin á uppreisnarsveitum undanfarið lÍs en ku ALPARNIR s Faxafeni 8, 108 Reykjavík • sími 534 2727 • netfang alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is af öllum fatnaði 20% AFSLÁTTUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.