Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.07.2016, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 H-Berg efh | Grandatröð 12 | Hafnarfirði | S. 565 6500 | hberg@hberg.is | hberg.is Orkupokinn Holl og góð orka Allt se m þú þarft VERSLUNARMANNAHELGIN 2016 Samkvæmt grein á Wikipediu var frídagur verslunarmanna fyrst haldinn hátíðlegur í Reykjavík árið 1894. En að sögn Harðar Orra Grettissonar voru Vestmannaeyingar þá búnir að halda veglega sumarhátíð um alllangt skeið en rekja má sögu Þjóðhátíðar í Eyjum allt aft- ur til ársins 1874. „Árið 1922 taka íþróttafélögin Þór og Týr við hátíðinni sem verður fljótlega þeirra helsta fjáröflunartæki, og skiptust félögin á að hafa umsjón með viðburðinum. Íþróttir skip- uðu stóran sess í dagskránni framan af en hlutur tónlistarinnar jókst smám saman. Fyrsta þjóðhátíðarlagið var samið árið 1933 og hefur nýtt lag verið samið á hverju ári síð- an þá,“ útskýrir Hörður en hann situr í Þjóðhátíðarnefnd. „Brekkusöngurinn kom svo til sögunnar árið 1977 fyrir tilstilli Árna John- sen.“ Samkvæmt opinberum tölum eru að jafnaði um 15.000 gestir á Þjóðhátíð í Eyjum. Hörður segir suma dvelja margar nætur, en aðrir staldri stutt við. „Með Landeyjahöfn styttist ferðalagið á milli lands og Eyja og skapaðist sá möguleiki að verja degi á Þjóðhátíð og vera kominn aftur heim seint um nótt. Siglir Herj- ólfur frá Vestmannaeyjum kl. þrjú um nóttina og svo er hægt að halda áfram með einkabíl eða rútu áleiðis og vera kominn upp í rúm í Reykjavík á skikkanlegum tíma.“ Eins og vera ber með svona rótgróna hátíð hafa skapast nokkrar hefðir og hápunktar sem gestir vilja ekki missa af. Hörður nefnir brennuna á Fjósakletti á föstudagskvöldið og flugeldasýninguna á miðnætti á laugardeg- inum. Brekkusöngurinn er síðan alltaf á sín- um stað á sunnudegi. „Fyrir heimamenn skiptir miklu að mæta á setningu Þjóðhátíðar klukkan 14.30 á föstudeginum og venjan að fjölskyldan komi prúðbúin í dalinn og njóti saman barnadagskrárinnar.“ Af stærstu stjörnunum sem von er á í ár nefnir Hörður Quarashi, Albatross, Sverri Bergmann, Friðrik Dór, Jón Jónsson, Agent Fresco og Úlf Úlf. Dagskrána í heild sinni má finna á vefsíðunni www.dalurinn.is. Mjög sérstakt andrúmsloft þykir skapast í Vestmannaeyjum á meðan hátíðin stendur yf- ir. Segir Hörður að sérstaða Þjóðhátíðar felist meðal annars í því hvað hátíðin er stór og fjöl- breytt og eigi allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið á eigin forsendum. Er jafn- vel hægt að tala um nokkrar hátíðir í einni þar sem bæði börn, unglingar og þeir sem eldri eru geta öll skemmt sér vel,“ segir Hörður. „Upplifunin er engu lík, gleðin innileg, jafnvel að rómantík svífi yfir vötnum og ógleymanlegt að heyra hvellina í flugeldasýningunni og sönginn bergmála um Herjólfsdal.“ ai@mbl.is Andinn er engu líkur í Herjólfsdal  Heimamenn leggja rækt við hefðirnar á Þjóðhátíð Morgunblaðið/GSH Segulstál Hátíðin laðar að um 15.000 gesti ár hvert og fyllir dalinn af orku og gleði. Kotmót Hvítasunnukirkjunnar á sér svo langa hefð að þeir sem voru börn þegar fyrsta mótið var haldið eru sennilega í dag orðnir langafar og -ömmur. „Þetta byrjaði árið 1949 og höldum við því Kotmótið í 67. skiptið í ár. Má segja að við séum að komast á ellilífeyrisaldurinn. Við berum hinsvegar aldurinn vel og mótið hentar öllum aldurshópum,“ segir Aron Hinriksson, for- stöðumaður Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu. Að vanda er Kotmótið (www.kot- mot.is) haldið í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð en þar hefur verið byggð upp góð aðstaða með 3.200 fer- metra byggingu, tveimur stórum samkomusölum og veitingasölu. Þá er svefnskálapláss fyrir 120 manns auk góðrar aðstöðu á tjaldstæði þar sem nokkur hundruð manns gista. Kotmótið er kristileg samkoma en Aron leggur á það áherslu að all- ir séu velkomnir. „Mótið er opið öll- um og kostar ekkert inn og fáum við fjölda gesta sem eru ekki endi- lega hluti af Hvítasunnukirkjunni en sækja í þetta góða og fjöl- skylduvæna andrúmsloft sem skap- ast,“ segir hann. Dagskráin hefst á fimmtudags- kvöldinu með grillveislu. „Þessi stóra ókeypis grillveisla er skemmtilegt upphaf á Kotmótinu og hjálpar líka til að hvetja fólk til að mæta snemma,“ upplýsir Aron. Von er á tveimur erlendum gest- um sem munu setja svip sinn á Kot- mótið. Frá Bandaríkjunum kemur Maria Durso sem rekur, ásamt manni sínum, kirkjuna Christ Ta- bernacle Church í New York. Þá kemur sænski söngvarinn Samuel Ljungblahd einnig á Kotmótið í ár. „Hann verður með flotta tónleika á sunnudagskvöldinu en óhætt er að kalla Samuel einn allra besta gosp- elsöngvara Evrópu. Söng hann meðal annars í konunglega sænska brúðkaupinu á dögunum og er gríð- arlega skemmtilegur og flottur söngvari,“ segir Aron. ai@mbl.is Félagar Leikja- og þrautadagskrá er í boði fyrir unga fólkið. Allir velkomnir í Kirkjulækjarkot  Von á góðum erlendum gestum á Kotmót Það verður ekki af Ísfirðingum tekið að þeir kunna að skemmta sér. Sést þetta vel á ár- legu Evrópumeistaramóti í mýrarbolta sem haldið er hverja verslunarmannahelgi og fer núna fram í fjórtánda sinn. Thelma Rut Jóhannsdóttir er umsjón- armaður hátíðarinnar og ber því formlega titilinn „drullusokkur“. Það er vel við hæfi að Thelmu hafi verið fengið umsjónarhlutverkið en það var faðir hennar, Jóhann Bæring Gunnarsson, sem efndi til fyrsta mýr- arboltamótsins í félagi við vin sinn, Jón Pál Hreins- son, sem nú er bæjarstjóri í Bolungarvík. „Þeir voru nokkrir félagarnir sem vildu finna upp á einhverju sniðugu til að gera á Ísa- firði um verslunarmanna- helgina. Höfðu þeir haft spurnir af mýr- arboltamóti í Finnlandi og gerðu tveir þeirra sér sérstaka ferð þangað til að sjá hvernig heimsmeistaramótið færi fram. Reyndist upplifunin svo skemmtileg að úr varð að flytja mýrarboltann til Ísafjarðar,“ segir Thelma. Liðin koma víða að og eru mörg af litríkari sortinni. „Partur af upplifuninni er að heim- sækja „partítjöldin“ sem sum liðin setja upp. Frægasta mýrarboltaliðið hefur vakið mikla athygli bæði með nafninu Píkubanar og með uppátækjum í keppninni, en þeir verða í leik- banni í ár. Önnur lið ætla að taka við kefl- inu af Píkubönum,“ segir Thelma en margir keppendur klæðast skondnum búningum á meðan þeir glíma við boltann og leðjuna. Glímt og gusast Mýrarbolti er á margan hátt frábrugðinn venjulegri knattspyrnu. Keppt er í mold- arsvaði og tekur það mikið á. „Reynslan hefur sýnt að þeir sem þykja flinkir í fót- bolta vinna ekki endilega mýrarboltamótið. Lykillinn að sigri felst meðal annars í því að hafa nógu marga skiptimenn og að hafa nóg að drekka,“ útskýrir Thelma. Tæklingar eru leyfðar og gott ef bolta- leikurinn minnir ekki stundum á glímu. „En ef brotið er of harkalega á öðrum leikmanni má vænta þess að þurfa að leika með haus- poka í eina mínútu. Ef síðan andstæðing- urinn er meiddur, óvart eða viljandi, fær leikmaður bleika spjaldið og þarf að kyssa á bágtið. Þá getur það gerst, ef gríðarlegur rígur er á milli liða, að dómarinn fyr- irskipar skítkast, en þá kasta liðin drullu hvort í annað í hálfa mínútu.“ Margt fleira verður í boði á Ísafirði og nágrenni um helgina. Nefnir Thelma skemmtilegar gönguferðir og sand- kastalakeppni. Þá verða haldnir tónleikar og böll á kvöldin og lýkur hátíðinni með brennu, verðlaunaafhendingu og miklu loka- hófi. Aðgangur að svæðinu er ókeypis en mýrarboltaliðin greiða hóflegt mótsgjald. ai@mbl.is Litríkur mýrarbolti  Íþrótt sem reynir á leikmenn og kætir áhorfendur Átök Leðjuvöllurinn er krefjandi og mikið um tilþrif hjá móðum leikmönnunum. Morgunblaðið/Eva Björk Thelma Rut Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.