Morgunblaðið - 06.10.2016, Page 7

Morgunblaðið - 06.10.2016, Page 7
Við undirrituð, rektorar allra háskóla á Íslandi, lýsum þungum áhyggjum af málefnum háskóla landsins. Fjármálaáætlun hins opinbera fyrir árin 2017–2021 gerir ráð fyrir heildarútgjaldaaukningu til uppbyggingar ýmissa innviða samfélagsins - en skilur háskólana eftir. Úttektir Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sýna að íslenskir háskólar eru verulega undirfjármagnaðir og fá helmingi lægra framlag á hvern nemanda en háskólar annars staðar á Norðurlöndum. Háskólar eru ómissandi fyrir þróun íslensks samfélags. Þeir búa ungt fólk undir þátttöku í atvinnulífi og samfélagi og gera því kleift að hafa frumkvæði og áhrif til farsældar fyrir þjóðfélagið allt. Við fullyrðum að áframhaldandi undirfjármögnun háskólastigsins mun hafa verulega neikvæð áhrif á háskólanám, rannsóknir, menningarstarf og nýsköpun og þar með samfélagsþróun og samkeppnishæfni Íslands til framtíðar. Við óbreytt ástand geta háskólarnir ekki starfað áfram með eðlilegum hætti. Háskólastarfi á landinu er stefnt í hættu. Við skorum því á stjórnmálamenn, sem nú bjóða sig fram til Alþingis, að láta verkin tala. Fjárfesting í háskólum er fjárfesting í velsæld, atvinnutæki- færum og í framtíðinni. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands HÁSKÓLAR Í HÆTTU - yfirlýsing frá rektorum háskóla á Íslandi Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor Listaháskóla Íslands Björn Þorsteinsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands Erla Björk Örnólfsdóttir rektor Háskólans á Hólum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.